Liðin sem Liverpool, Man. City, Chelsea og Tottenham geta dregist gegn í Meistaradeildinni í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. ágúst 2019 09:00 Liverrpool vann Meistaradeild Evrópu síðasta vor. Getty/Ian MacNicol Bestu félagslið Evrópu fá að vita það í dag hvernig riðlarnir í Meistaradeildinni munu líta út en þá verður dregið í riðlakeppnina í Mónakó. Síðustu liðin tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í gærkvöldi og þar með var endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út. Drátturinn fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér inn á Vísi.Good morning It's #UCLdraw day! The draw & #UEFAawards ceremony begins at 18:00 CEST and will be streamed live on https://t.co/sQezPQoaea. pic.twitter.com/ttvjyoNhsd — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 29, 2019 Ensku liðin í pottinum verða Evrópumeistarar Liverpool, Englandsmeistarar Manchester City, Evrópudeildarmeistarar Chelsea og silfurlið Tottenham frá því í Meistaradeildinni í fyrra. 26 af 32 liðum í riðlakeppninni komust þangað beint en hin sex fóru í gegnum undankeppnina. Ensku liðin komust öll beint inn að þessu sinni. Þrjú af ensku liðunum fjórum eru í fyrsta styrkleikaflokki eða Liverpool, Manchester City og Chelsea sem þýðir að þau sleppa við það að mæta stórliðum eins og Barcelona, Juventus, Bayern München og Paris Saint-Germain. Tottenham er í öðrum styrkleikaflokki og þar eru flott lið eins og Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli og Ajax. Liverpool, Manchester City og Chelsea geta því öll lent í riðli með spænsku liðunum Real Madrid eða Atletico Madrid. Það er ljóst að Tottenham getur ekki í lent í riðli með hinum ensku liðunum í potti eitt því það er bannað. Alveg eins getur Barcelona ekki lent í riðli með Real Madrid eða Atletico Madrid.Styrkleikaflokkarnir líta þannig út og nú er bara að finna draumariðilinn og kannski dauðariðilinn líka:Fyrsti styrkleikaflokkur: Liverpool, Chelsea, Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern München, Paris Saint-Germain, Zenit St PetersburgAnnar styrkleikaflokkur: Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakhtar Donetsk, Tottenham, Ajax, BenficaÞriðji styrkleikaflokkur: Lyon, Bayer Leverkusen, Salzburg, Olympiakos, Club Brugge, Valencia, Internazionale Milanó, Dinamo ZagrebFjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva, Genk, Galatasaray, RB Leipzig, Slavia Prag, Rauða Stjarnan Belgrad, Atalanta, Lille Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september en hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.CONFIRMED: #UCLdraw pots! Pick the strongest team from each pic.twitter.com/D06AiDU5NA — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 28, 2019 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira
Bestu félagslið Evrópu fá að vita það í dag hvernig riðlarnir í Meistaradeildinni munu líta út en þá verður dregið í riðlakeppnina í Mónakó. Síðustu liðin tryggðu sér sæti í riðlakeppninni í gærkvöldi og þar með var endanlega ljóst hvernig styrkleikaflokkarnir líta út. Drátturinn fer fram klukkan 16.00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu hér inn á Vísi.Good morning It's #UCLdraw day! The draw & #UEFAawards ceremony begins at 18:00 CEST and will be streamed live on https://t.co/sQezPQoaea. pic.twitter.com/ttvjyoNhsd — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 29, 2019 Ensku liðin í pottinum verða Evrópumeistarar Liverpool, Englandsmeistarar Manchester City, Evrópudeildarmeistarar Chelsea og silfurlið Tottenham frá því í Meistaradeildinni í fyrra. 26 af 32 liðum í riðlakeppninni komust þangað beint en hin sex fóru í gegnum undankeppnina. Ensku liðin komust öll beint inn að þessu sinni. Þrjú af ensku liðunum fjórum eru í fyrsta styrkleikaflokki eða Liverpool, Manchester City og Chelsea sem þýðir að þau sleppa við það að mæta stórliðum eins og Barcelona, Juventus, Bayern München og Paris Saint-Germain. Tottenham er í öðrum styrkleikaflokki og þar eru flott lið eins og Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli og Ajax. Liverpool, Manchester City og Chelsea geta því öll lent í riðli með spænsku liðunum Real Madrid eða Atletico Madrid. Það er ljóst að Tottenham getur ekki í lent í riðli með hinum ensku liðunum í potti eitt því það er bannað. Alveg eins getur Barcelona ekki lent í riðli með Real Madrid eða Atletico Madrid.Styrkleikaflokkarnir líta þannig út og nú er bara að finna draumariðilinn og kannski dauðariðilinn líka:Fyrsti styrkleikaflokkur: Liverpool, Chelsea, Barcelona, Manchester City, Juventus, Bayern München, Paris Saint-Germain, Zenit St PetersburgAnnar styrkleikaflokkur: Real Madrid, Atletico Madrid, Borussia Dortmund, Napoli, Shakhtar Donetsk, Tottenham, Ajax, BenficaÞriðji styrkleikaflokkur: Lyon, Bayer Leverkusen, Salzburg, Olympiakos, Club Brugge, Valencia, Internazionale Milanó, Dinamo ZagrebFjórði styrkleikaflokkur: Lokomotiv Moskva, Genk, Galatasaray, RB Leipzig, Slavia Prag, Rauða Stjarnan Belgrad, Atalanta, Lille Fyrsta umferð riðlakeppninnar fer fram 17. og 18. september en hinir leikdagarnir eru 1. og 2. október, 22. og 23. október, 5. og 6. nóvember, 26. og 27. nóvember og svo 10. og 11. desember.CONFIRMED: #UCLdraw pots! Pick the strongest team from each pic.twitter.com/D06AiDU5NA — #UCLdraw (@ChampionsLeague) August 28, 2019
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn „Nú er nóg komið“ Fótbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Sádar eru ekki að fara að byggja HM-leikvang ofan á skýjakljúfi Fótbolti Besta handboltadeild heims missir aðalstyrktaraðila sinn Handbolti Eldgos og brjósklos skapa óvissu: „Vonum bara að móðir náttúra leyfi þetta“ Sport Fleiri fréttir Mikilvægt fyrir United að hamra járnið meðan það er heitt Félagið í greiðslustöðvun en borgaði öll laun degi fyrr Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Hetja Englands á EM sleit krossband Lofar frekari fjárfestingum Fantasýn: „Þessi vörn er eitthvað skrímsli“ Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Slot: Engin auka pressa við þetta tap Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Arteta fyrstur stjóranna á fætur Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Besta liðið aðeins í sautjánda sæti í mörkum í opnum leik „Varnarleikurinn er bara stórslys“ Guardiola: Of snemmt til að hafa áhyggjur af Arsenal Hárið í hættu hjá United manninum Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Sjá meira