Sport

Ætlar að bæta heimsmet Usain Bolt

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Lyles ætlar að stela senunni á HM.
Lyles ætlar að stela senunni á HM. vísir/getty
Bandaríski spretthlauparinn Noah Lyles mætir til leiks á HM í frjálsum með miklar væntingar og stefnir á að taka met af fljótasta manni allra tíma, Usain Bolt.

Lyles er 22 ára gamall og gríðarlega fljótur. Hann hefur ákveðið að sleppa 100 metra hlaupinu á HM og einbeita sér að 200 metrunum. Þar telur hann sig eiga möguleika á að bæta heimsmet Bolt.

„Ég á möguleika á að vinna hlaupið og bæta metið. Ég fæ kannski aldrei annað svona tækifæri því í framtíðinni mun ég hlaupa bæði í 100 og 200 metrunum,“ sagði Lyles.

Lyles á best 19,50 sekúndur í 200 metrunum en heimsmet Bolt er 19,19 sekúndur. Í 100 metrunum hefur hann hlaupið á 9,86 sekúndur. Bolt á heimsmetið sem er 9,58 sekúndur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×