„Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 14:33 Ferðaþjónustan finnur fyrir áhrifunum af falli WOW air. Fréttablaðið/Anton Brink Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum. Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Er Grænland hið nýja Ísland? Þetta er titill á grein sem birtist í vefútgáfu ferðatímaritsins Afar í gær. Þar er rætt við ferðaþjónustuaðila sem sérhæft hafa sig í Íslandsferðum sem eru í auknum mæli farnir að selja ferðir til Grænlands. Ástæðan? Fréttir af miklum fjölda ferðamanna sem hingað koma til lands og dýrt flugmiðaverð eftir að WOW air fór á hausinn.„Fall Wow air hafði töluvert mikil áhrif á fyrirtækið okkar og viðskiptavini okkar,“ er haft eftir Lea Korinth framkvæmdastjóra hjá Jubel, ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í að skipuleggja ferðir fyrir einstaklinga. Þar á meðal eru svokallaðar óvissuferðir, þar sem viðskiptavinurinn veit ekki hvert hann er að fara fyrr en við brottför. Þar var Ísland afar vinsælt.„Við seldum margar ferðir til Íslands á síðasta ári, margar af þeim voru óvissuferðir þar sem Ísland veldur aldrei vonbrigðum,“ segir Korinth í viðtali við Afar.Fall WOW air hefur hins vegar haft áhrif á sölu á ferðum fyrirtækisins hingað til lands. Segir hún að þau hafi neyðst til að hafa samband við viðskiptavini sem þegar hafi bókað ferð hingað til þess að óska eftir því að þeir hækki umtalsvert þá fjárhæð sem þeir hafi sagst vera reiðubúnir til að eyða í ferðina, þar sem bóka hafi þurft ný flug.„Flugin eru nærri því tvöfalt dýrari en áður samanborið við það þegar WOW air far enn í loftinu,“ er haft eftir Korinth. Frá Nuuk í Grænlandi.getty/Thierry BARBIERGrænland efst á blaði hjá Forbes Í grein Afar er einnig rætt við Barbara Banks, framkvæmdastjóra hjá Wilderness Travel. Segir hún hafa fundið fyrir því að viðskiptavinir hennar hafi í auknum mæli sýnt Íslandi minni áhuga en áður, töluvert fyrir fall WOW air.„Fregnir af fjölgun ferðamanna hefur haft áhrif á áhugann á Íslandsferðum,“ er haft eftir Banks. „Það er ekki spurning að áhugi á ferðalögum til Íslands fer minnkandi.“Þess í stað segist hún finna fyrir auknum áhuga á Grænlandsferðum og að selst hafi upp í áætlaðar ferðir Wilderness Travel til Grænlands á þessu ári. Kobarth segist einnig finna fyrir því að Grænland sé að komast á radarinn hjá ferðalöngum.Þetta má einnig sjá í umfjöllum fjölmiðla en Forbes birti í dag grein þar sem fjallað er um af hverju ferðalangar ættu að sleppa því að fara til Íslands, en fara þess í stað á einn af níu áfangastöðum sem fjallað er um í greininni. Þar er Grænland til dæmis efst á blaði.Grein Afar er þó ekki bara á neikvæðu nótunum fyrir Ísland. Þar er einnig rætt við Diana Ditto, framkvæmdastjóra hjá Collete, sem segist enn finna fyrir miklum áhuga á Íslandi. Svo miklum að fyrirtækið hafi bætt við ferðum hingað til lands. Segir hún að ekkert óeðlilegt sé við það að Ísland finni fyrir minni áhuga ferðamanna en áður.„Ísland hefur verið svo vinsæll áfangastaður í mörg ár að það er bara eðlilegt að tölurnar dali eitthvað,“ segir Ditto að lokum.
Ferðamennska á Íslandi Grænland Tengdar fréttir Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46 Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Íbúar miðborgarinnar jákvæðir í garð ferðamanna Á heildina litið hefur viðhorfið verið fremur jákvætt undanfarin misseri samkvæmt könnun Maskínu fyrir Höfuðborgarstofu. 28. ágúst 2019 12:46
Nýr framkvæmdastjóri vill fjölga betur borgandi ferðamönnum Sigurjóna Sverrisdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. 14. ágúst 2019 08:31