Innlent

Fjölmargir buðu í byggingarrétt í Úlfarsárdal

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Mikil spenna var í loftinu í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar tiboðin voru lesin upp á opnum útboðsfundi.
Mikil spenna var í loftinu í Ráðhúsi Reykjavíkur þegar tiboðin voru lesin upp á opnum útboðsfundi. Reykjavíkurborg
Fjölmargir gerðu tilboð í byggingarrétt á lóðum í Úlfarsárdal eða alls 181. Þeir sem buðu í byggingarrétt voru bæði lögaðilar og einstaklingar.

Tilboðin voru lesin upp á opnum útboðsfundi í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur í dag. Bjóðendur voru viðstaddir og staðfestu boð sín með greiðslu tilboðstryggingar.

Óli Jón Hertervig hjá skrifstofu borgarstjóra og borgarritara segir að starfsmenn hafi fundið fyrir miklum og vaxandi áhuga fyrir lóðunum þegar nær dró skilafresti.

Borgarráð úthlutar lóðum og eru niðurstöður útboðsins háðar samþykki þess en málið verður tekið fyrir á fundi ráðsins í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×