Innlent

Mikil röð fyrir utan Laugar­dals­völl vegna Ed Sheeran tón­leikanna

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Jóhann K. Jóhannsson skrifa
Röðin í laugardalnum er orðin gríðarlega löng.
Röðin í laugardalnum er orðin gríðarlega löng. Vísir/Birta Kristín
Mikil röð hefur myndast að hátíðarsvæðinu í Laugardal þar sem tónleikar Ed Sheeran fara fram í kvöld. Fólk sem mætt er á svæðið er að sækja aðgangsmiða að tónleikasvæðinu en tónleikarnir hefjast klukkan 18:00 í kvöld þegar íslenska söngkonan Glowie stígur á svið.

Vísir/Birta Kristín
Fólk er beðið um að gefa sér góðan tíma og kynna sér lokanir í Laugardalnum vegna umferðar. Smá vindur er á svæðinu og kalt í veðri.

Aðdáendasvæði opnaði við Laugardalshöll nú í hádeginu en gert er ráð fyrir því að 30 þúsund manns sæki tónleika Ed Sheeran í kvöld.


Tengdar fréttir

Hver mínúta með Ed Sheeran dásamleg

Hafrún Ósk Sigurhansdóttir varð heldur betur undrandi þegar hún tók upp jólagjöf frá eiginmanninum 2017. Þar leyndist ferð til Dyflinnar á tónleika með stórstjörnunni Ed Sheeran. Í kvöld fær hún að upplifa þá aftur.

Tónleikagestir fá frítt í Strætó

Tónleikagestir á stórtónleikum enska söngvarans Eds Sheeran, sem fram fara á Laugardalsvelli næstkomandi laugardags- og sunnudagskvöld, fá frítt í strætó á höfuðborgarsvæðinu um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×