Ekki skylda að mæta í röðina við Laugardalshöll Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. ágúst 2019 14:52 Röðin er löng. Vísir/Vésteinn Þeim sem eiga miða á tónleika enska tónlistarmannsins Eds Sheeran, sem stígur á stokk á Laugardalsvelli í kvöld, er bent á að ekki er nauðsynlegt að mæta í svokallaða „snemm-inritun.“ Nóg sé að vera með miða meðferðis á tónleikana. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live, segir það koma sér á óvart hve margir hafa ákveðið að notast við snemm-inritunina og segir flesta þegar hafa sótt pappírsmiðana sína í þar til gerða Ed Sheeran-búð í Kringlunni. „Snemm-innritunin hentar aðallega þeim sem eru í hópi og þurfa að innrita sig saman en ætla að mæta í sitt hvoru lagi á tónleikana. Það er í rauninni lítið annað sem snemm-innritunin gerir nema hún auðveldar, þú færð armband og þarft ekki að sýna skilríki og miða þegar þú kemur á tónleikana sjálfa,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. „Það er alls ekki skylda að fara í snemm-innritun. Það er líka hægt að mæta með pappírsmiðann sem maður sótti bara beint á tónleikana þegar maður kemur á þá. En það er líka mjög mikilvægt, ef miðarnir voru keyptir fyrir hóp eru á sama nafninu þarf allur hópurinn að koma inn á sama tíma til að innrita sig,“ segir Rúnar. Hann segist þá eiga von á frábærri stemningu og er spenntur fyrir kvöldinu.Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Senu Live.Rúnar Freyr Gíslason„Ég var að horfa yfir völlinn, völl þar sem maður er vanur að sjá bara 22 leikmenn standa á og ég ímynda mér í kvöld verði 22 þúsund manns á vellinum. Það hefur aldrei gerst áður. Ég held það verði bara mögnuð upplifun, bæði að vera í þessum fólksfjölda og að sjá þessa frábæru listamenn sem verða að skemmta fólkinu hérna í kvöld,“ segir Rúnar sem er með ein lokaskilaboð til tónleikagesta fyrir kvöldið. „Kærleikur, passa upp á náungann og fara varlega í áfengið og skemmta sér vel og fallega.“ Vísir ræddi við unga stúlku að nafni Bóel, sem er 23 ára og í fæðingarorlofi. Hún kom í röðina ásamt þremur vinkonum sínum um hádegisbil og var nýbúin að fá armband þegar blaðamann bar að garði rétt fyrir klukkan tvö. Sagði hún röðina hafa náð hálfan hring í kring um Laugardalshöllina þegar hún kom en þegar blaðamaður kom á svæðið náði hún talsvert lengra, eða langleiðina upp á Suðurlandsbraut, þrátt fyrir að liðast í bylgjur og króka. Bóel keypti sér miða á tónleikana um leið og kostur gafst og var því á meðal þeirra rúmlega 20 þúsund sem biðu í stafrænni röð eftir miðum. Bóel sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að röðin yrði jafn löng og raun bar vitni og hún hafi ekki verið látin vita af þeirri miklu bið sem beið hennar, hvorki fyrir fram né við komuna í Laugardalinn. En allt er gott sem endar vel, Bóel og vinkonur hennar komnar með armböndin sín og geta skemmt sér konunglega á tónleikunum í kvöld.Bóel (önnur f.v.) ásamt vinkonum sínum, fegin því að vera komin með armband eftir tveggja tíma bið.Vísir/Vésteinn Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira
Þeim sem eiga miða á tónleika enska tónlistarmannsins Eds Sheeran, sem stígur á stokk á Laugardalsvelli í kvöld, er bent á að ekki er nauðsynlegt að mæta í svokallaða „snemm-inritun.“ Nóg sé að vera með miða meðferðis á tónleikana. Rúnar Freyr Gíslason, verkefnastjóri Senu Live, segir það koma sér á óvart hve margir hafa ákveðið að notast við snemm-inritunina og segir flesta þegar hafa sótt pappírsmiðana sína í þar til gerða Ed Sheeran-búð í Kringlunni. „Snemm-innritunin hentar aðallega þeim sem eru í hópi og þurfa að innrita sig saman en ætla að mæta í sitt hvoru lagi á tónleikana. Það er í rauninni lítið annað sem snemm-innritunin gerir nema hún auðveldar, þú færð armband og þarft ekki að sýna skilríki og miða þegar þú kemur á tónleikana sjálfa,“ segir Rúnar í samtali við Vísi. „Það er alls ekki skylda að fara í snemm-innritun. Það er líka hægt að mæta með pappírsmiðann sem maður sótti bara beint á tónleikana þegar maður kemur á þá. En það er líka mjög mikilvægt, ef miðarnir voru keyptir fyrir hóp eru á sama nafninu þarf allur hópurinn að koma inn á sama tíma til að innrita sig,“ segir Rúnar. Hann segist þá eiga von á frábærri stemningu og er spenntur fyrir kvöldinu.Rúnar Freyr Gíslason er verkefnastjóri Senu Live.Rúnar Freyr Gíslason„Ég var að horfa yfir völlinn, völl þar sem maður er vanur að sjá bara 22 leikmenn standa á og ég ímynda mér í kvöld verði 22 þúsund manns á vellinum. Það hefur aldrei gerst áður. Ég held það verði bara mögnuð upplifun, bæði að vera í þessum fólksfjölda og að sjá þessa frábæru listamenn sem verða að skemmta fólkinu hérna í kvöld,“ segir Rúnar sem er með ein lokaskilaboð til tónleikagesta fyrir kvöldið. „Kærleikur, passa upp á náungann og fara varlega í áfengið og skemmta sér vel og fallega.“ Vísir ræddi við unga stúlku að nafni Bóel, sem er 23 ára og í fæðingarorlofi. Hún kom í röðina ásamt þremur vinkonum sínum um hádegisbil og var nýbúin að fá armband þegar blaðamann bar að garði rétt fyrir klukkan tvö. Sagði hún röðina hafa náð hálfan hring í kring um Laugardalshöllina þegar hún kom en þegar blaðamaður kom á svæðið náði hún talsvert lengra, eða langleiðina upp á Suðurlandsbraut, þrátt fyrir að liðast í bylgjur og króka. Bóel keypti sér miða á tónleikana um leið og kostur gafst og var því á meðal þeirra rúmlega 20 þúsund sem biðu í stafrænni röð eftir miðum. Bóel sagðist ekki hafa gert ráð fyrir að röðin yrði jafn löng og raun bar vitni og hún hafi ekki verið látin vita af þeirri miklu bið sem beið hennar, hvorki fyrir fram né við komuna í Laugardalinn. En allt er gott sem endar vel, Bóel og vinkonur hennar komnar með armböndin sín og geta skemmt sér konunglega á tónleikunum í kvöld.Bóel (önnur f.v.) ásamt vinkonum sínum, fegin því að vera komin með armband eftir tveggja tíma bið.Vísir/Vésteinn
Ed Sheeran á Íslandi Reykjavík Tónlist Mest lesið „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Erlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Erlent Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Innlent Fleiri fréttir Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Sjá meira