Innlent

Um fimmtíu manns við leit í Þingvallavatni

Gígja Hilmarsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa
Frá leitinni við Þingvallavatn í dag.
Frá leitinni við Þingvallavatn í dag. Mynd/Landsbjörg
Á fimmta tímanum í dag voru björgunarsveitir kallaðar út til leitar á Þingvallavatni eftir að tilkynnt var um hlut á floti í vatninu. Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug yfir svæðið og sást þá bátur á floti en við nánari skoðun kom í ljós að báturinn var mannlaus. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörg.

Í kringum 50 manns eru við leit á svæðinu núna, frá björgunarsveitum í Árnessýslu, Brunavörnum Árnessýslu og sjúkraflutningum á Suðurlandi. Óskað hefur verið eftir stærri bátum úr Reykjavík og einnig er leitarhundur að störfum við vatnið.

Samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni óskaði lögreglan á Suðurlandi eftir aðstoð þyrlunnar við leitina í dag. Flogið var með þyrluna yfir vatnið en aðkomu hennar að leitinni er lokið að sinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×