Sakar Sigmund Davíð um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. ágúst 2019 18:44 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fjármálaráðherra. Vísir/vilhelm Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ með því að halda því fram að sá síðarnefndi hafi ekki innleitt orkupakkann svokallaða í forsætisráðherratíð sinni. Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. „Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni. „Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/vilhelmBjarni svaraði Sigmundi á Facebook nú fyrir skömmu og sagði fínan fund að baki í Valhöll. Þangað hefði Sigmundur verið velkominn, þeir hafi átt ágætt samstarf um mikilvæg framfaramál í ríkisstjórn á sínum tíma. Með mætingu á fundinn hefði Sigmundur mögulega ekki „farið með rangt mál um efni fundarins“, einkum um það sem kom fram í máli Bjarna um stöðu orkupakkamálsins þegar Sigmundur var forsætisráðherra og samflokksmaður hans Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, þá báðir í Framsóknarflokknum. Vísar Bjarni í stefnu ríkisstjórnarinnar í minnisblöðum sem lögð voru fyrir þingið, sem finna má hér. „Afstaða utanríkisráðuneytisins í tíð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs var sú að málið stæðist stjórnarskrá, að íslenskra hagsmuna hafi verið gætt í hvívetna og að ljúka bæri málinu með samþykkt í sameiginlegu EES nefndinni. Með öðrum orðum að stefnt skyldi að innleiðingu,“ skrifar Bjarni. Þingið hafi skoðað málið í tveimur þingnefndum og samþykkt að málið héldi áfram. Þannig hafi stjórnarmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verið sammála í málinu, sem var í framhaldinu afgreitt í sameiginlegu EES-nefndinni. Í því hafi falist fyrirheit um að innleiða málið í lög, „með eðlilegum fyrirvara um frekari aðkomu Alþingis“. „Það er því rík innistæða fyrir því að segja þá tvo hafa algerlega skipt um skoðun í málinu og blekking eða í besta falli útúrsnúningur þegar Sigmundur Davíð segir í dag: „en við innleiddum hann ekki.“.“Færslu Bjarna má sjá hér að neðan. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sakar Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins um „blekkingu eða í besta falli útúrsnúning“ með því að halda því fram að sá síðarnefndi hafi ekki innleitt orkupakkann svokallaða í forsætisráðherratíð sinni. Sigmundur gagnrýndi Bjarna í Facebook-færslu í dag fyrir það sem fram kom á fundi Sjálfstæðismanna sem fram fór í Valhöll í dag. „Maður hefði haldið að formaður Sjálfstæðisflokksins, sá ágæti maður, myndi boða eitthvað nýtt í orkupakkamálinu fyrst blásið var til opins fundar í Valhöll. Í staðinn flutti hann gömlu línuna um að orkupakkinn hafi þegar verið orðinn til þegar ég var í ríkisstjórn,“ skrifaði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson á Facebook-síðu sinni. „Jú pakkinn hafði lengi verið til en samt innleiddum við hann ekki. Auk þess heyrði málið ekki undir mig, ekki frekar en fjármálaráðherra á þeim tíma (hver sem það nú var).“Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.vísir/vilhelmBjarni svaraði Sigmundi á Facebook nú fyrir skömmu og sagði fínan fund að baki í Valhöll. Þangað hefði Sigmundur verið velkominn, þeir hafi átt ágætt samstarf um mikilvæg framfaramál í ríkisstjórn á sínum tíma. Með mætingu á fundinn hefði Sigmundur mögulega ekki „farið með rangt mál um efni fundarins“, einkum um það sem kom fram í máli Bjarna um stöðu orkupakkamálsins þegar Sigmundur var forsætisráðherra og samflokksmaður hans Gunnar Bragi Sveinsson var utanríkisráðherra, þá báðir í Framsóknarflokknum. Vísar Bjarni í stefnu ríkisstjórnarinnar í minnisblöðum sem lögð voru fyrir þingið, sem finna má hér. „Afstaða utanríkisráðuneytisins í tíð Gunnars Braga og Sigmundar Davíðs var sú að málið stæðist stjórnarskrá, að íslenskra hagsmuna hafi verið gætt í hvívetna og að ljúka bæri málinu með samþykkt í sameiginlegu EES nefndinni. Með öðrum orðum að stefnt skyldi að innleiðingu,“ skrifar Bjarni. Þingið hafi skoðað málið í tveimur þingnefndum og samþykkt að málið héldi áfram. Þannig hafi stjórnarmeirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks verið sammála í málinu, sem var í framhaldinu afgreitt í sameiginlegu EES-nefndinni. Í því hafi falist fyrirheit um að innleiða málið í lög, „með eðlilegum fyrirvara um frekari aðkomu Alþingis“. „Það er því rík innistæða fyrir því að segja þá tvo hafa algerlega skipt um skoðun í málinu og blekking eða í besta falli útúrsnúningur þegar Sigmundur Davíð segir í dag: „en við innleiddum hann ekki.“.“Færslu Bjarna má sjá hér að neðan.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17 Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00 Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Sigmundur Davíð skýtur á Bjarna Sigmundu Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, gagnrýndi Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins fyrir það sem fram kom í umræðu um þriðja orkupakkann á fundi Sjálfstæðismanna sem fór fram í Valhöll í dag. 10. ágúst 2019 16:17
Telur þriðja orkupakkann brenna heitar á landsbyggðinni Opinn fundur hófst í Valhöll í morgun þar sem Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins ræðir stjórnmálaviðhorfið og aðrir þingmenn sitja fyrir svörum. 10. ágúst 2019 13:00
Fullt út úr dyrum í Valhöll Fullt er út úr dyrum í Valhöll en klukkan ellefu hófst þar fundur þar sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ræðir stjórnmálaviðhorfið og situr hann ásamt öðrum þingmönnum fyrir svörum. 10. ágúst 2019 12:24