Ísland í öðru sætinu í Skopje: Fjögur gull og sex silfur á fyrri deginum Anton Ingi Leifsson skrifar 10. ágúst 2019 20:33 Ásdís vann öruggan sigur í spjótkasti. mynd/frí Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig. Frjálsar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira
Ísland er í öðru sætinu eftir fyrri daginn á Evrópubikarkeppni landsliða sem fer fram í Skopje í Norður-Makedóníu um helgina. Ísland keppir í þriðju deild og einungis eitt lið fer upp um deild. Ísland og Serbar munu berjast um efsta sætið ef marka má fyrsta daginn. Hulda Þorsteinsdóttir vann til gullverðlauna í stangarstökki kvenna en Hulda stökk 3,60 metra. Næst kom Eleonora Rossi frá San Marínó en Hulda stökk með lánsstöng. Sigurinn enn merkilegri fyrir vikið. Hilmar Örn Jónsson náði í silfur í sleggjukasti karla en hann kastaði 72,43 metra. Sigurvegarinn Serghei Marghiev frá Móldóvíu kastaði rúmum metra lengra en Hilmar. Stefán Velemic lenti í 4. sæti í kúluvarpi en hann kastaði 15,49 metra og tryggði því Íslandi tíu stig. Gullið tók Asmir Kolasinac frá Serbíu en hann kastaði rétt rúma 20 metra. Glódís Edda Þuríðardóttir lenti í fimmta sæti í 400 metra grindahlaupi. Hún kom í mark á 1:11,73 sekúndum en Drita Islami kom fyrst í mark. Hún kemur frá Makedóníu. Ívar Kristinn Jasonarson kom annar í mark í 400 metra grindahlaupi karla á 52,56 sekúndum. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir tók silfur í 100 metra hlaupi kvenna. Hún var átta sekúndubrotum á eftir Milönu Tirnanic. Jóhann Björn Sigurbjörnsson náði sínum öðrum besta tíma er hann kom í mark á 10,81 sekúndum í 100 metra hlaupi karla. Ásdís Hjálmsdóttir náði í gull í spjótkasti kvenna er hún kastaði 57,04 metra. Hún kastaði tæplega hálfum metra lengra en næsti keppandi.Guðbjörg Jóna fékk silfur í 100 metra hlaupi kvenna.mynd/fríBenjamín Jóhann Johnsen var í 6. sæti í hástökki karla en hann stökk hæst 1,95 metra og Aníta Hinriksdóttir náði í silfur í 800 metra hlaupi kvenna á 2:06,16. Hlynur Andrésson fékk einnig silfur er hann kom í mark á 3:49,29 og fjórða silfrið kom er Þórdís Eva Steinsdóttir fékk silfur í 400 metra hlaupi kvenna. Þórdís hljóp á 56,33 sekúdum. Hinrik Snær Stefánsson var 7. í 400 metra hlaupi karla og Andrea Kolbeinsdóttir var þriðja í 3000 metra hlaupi kvenna. Ísak Óli Traustason var í 6. sæti í langstökki karla en hann stökk 6,92 metra. Arnar Pétursson var fjórði í 5000 metra hlaupi karla, Kristín Karlsdóttir var í 4. sætinu er hún kastaði 45,90 og Helga Guðný Elíasdóttir var sjöunda í 3000 metra grindahlaupi. Ísland vann til gullverðlauna er boðhlaupssveitir okkar komu fyrstar í mark. Strákarnir komu í mark á 40,44 sekúndum en stelpurnar á 45,81 sekúndum. Bæði lið voru fyrst í mark og tryggðu gull. Eftir fyrri daginn er Ísland í öðru sætinu með 222 stig, átta stigum á eftir Serbíu. Í þriðja sætinu er Bosnía og Hersegóvína með 206 stig.
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Fleiri fréttir Gísli og Ómar gerðir útlægir vegna skautasýningar Í beinni: Grikkland - Ísland | Stíga nýjar hetjur fram á erfiðu sviði? Orri leiðtogi nýrrar gullkynslóðar KR á flesta í U21-hópi Íslands Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Forseti PSG spjallaði við van Dijk eftir leik | Á leið til Parísar? Ljónin staðfesta komu Hauks rétt fyrir landsleik „Það dugar yfirleitt til að spila handboltaleik“ Ómögulegt fyrir Arnar að velja Gylfa Orri nýr fyrirliði Íslands Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Segir að Raphinha sé líklegri til að vinna Gullboltann en Salah Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Hákon fer á kostum en saknar bróður síns Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Fyrirliði City í áfalli eftir að stjórinn var rekinn Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Strákarnir sem mæta Grikkjum í dag: Margir aðalleikarar utan hóps Fékk rúmlega sautján milljóna króna sekt fyrir eggjakastið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Dagskráin: Komast Hákon og félagar í átta liða úrslit Meistaradeildarinnar? Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Sjá meira