Tvo tíma á leiðinni inn en innan við fimmtán mínútur út Kristín Ólafsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 01:02 Ed Sheeran á Laugardalsvelli í kvöld. Vísir/Vilhelm Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikarnir eru jafnframt sagðir hafa farið „í alla staði mjög vel fram“ og tónleikagestir sagðir til mikillar fyrirmyndar.„Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott,“ segir í tilkynningu lögreglu, sem var með töluverðan viðbúnað á svæðinu í kvöld.„Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!“ Dagskráin á Laugardalsvelli í dag hófst um klukkan sex þegar íslenska söngkonan Glowie steig fyrst upphitunaratriða á svið. Þar á eftir hituðu þau Zara Larsson og James Bay upp fyrir Sheeran, sem hóf sjálfur tónleika sína um klukkan níu. Hann tók svo síðasta lag sitt seint á ellefta tímanum. Löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið í Laugardalnum í dag og þurftu margir tónleikagesta að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni. Á morgun byrjar ballið svo að nýju en Sheeran stígur aftur á stokk á Laugardalsvelli annað kvöld. Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21 „Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02 Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Innan við fimmtán mínútur liðu frá því að stórtónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheerans á Laugardalsvelli lauk og þar til síðustu gestir höfðu yfirgefið tónleikasvæðið, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikarnir eru jafnframt sagðir hafa farið „í alla staði mjög vel fram“ og tónleikagestir sagðir til mikillar fyrirmyndar.„Samstarf lögreglunnar og þeirra sem komu að skipulagningu viðburðarins var sömuleiðis mjög gott,“ segir í tilkynningu lögreglu, sem var með töluverðan viðbúnað á svæðinu í kvöld.„Ef tónleikarnir á sunnudagskvöld fara jafn vel fram og þessir í kvöld að þá eigum við ánægjulega vakt fram undan!“ Dagskráin á Laugardalsvelli í dag hófst um klukkan sex þegar íslenska söngkonan Glowie steig fyrst upphitunaratriða á svið. Þar á eftir hituðu þau Zara Larsson og James Bay upp fyrir Sheeran, sem hóf sjálfur tónleika sína um klukkan níu. Hann tók svo síðasta lag sitt seint á ellefta tímanum. Löng röð myndaðist inn á tónleikasvæðið í Laugardalnum í dag og þurftu margir tónleikagesta að bíða í nokkra klukkutíma eftir því að komast inn á svæðið. Nokkrir lýstu yfir óánægju með fyrirkomulag skipuleggjenda í samtali við fréttamenn á vettvangi. Rúnar Freyr Gíslason verkefnastjóri Senu Live og einn skipuleggjenda sagði í samtali við fréttastofu í kvöld að hin langa röð hefði m.a. skýrst af því að þeir sem áttu miða í stúku hafi stillt sér upp í stæðisröðinni. Á morgun byrjar ballið svo að nýju en Sheeran stígur aftur á stokk á Laugardalsvelli annað kvöld.
Ed Sheeran á Íslandi Laugardalsvöllur Lögreglumál Tengdar fréttir Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21 „Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02 Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24 Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Sjá meira
Láta miðaleysi ekki stoppa sig á Ed Sheeran Það er líf og fjör í Laugardalnum þar sem gert er ráð fyrir að þrjátíu þúsund manns séu staddir á tónleikum breska tónlistarmannsins Ed Sheeran. 10. ágúst 2019 22:21
„Sena! Þetta er stórskita!“ Nokkurrar óánægju gætti meðal þeirra aðdáenda breska tónlistarmannsins Ed Sheeran sem þurftu að bíða lengi í röð inn á tónleika hans á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 21:02
Ed Sheeran tryllti lýðinn í Laugardalnum Það er óhætt að segja að breska tónlistarmanninum Ed Sheeran hafi verið vel tekið á Laugardalsvelli í kvöld. 10. ágúst 2019 23:24