Innlent

Gular veðurviðvaranir víða um land

Jóhann K. Jóhannsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa
Vindur og úrkoma víða um land.
Vindur og úrkoma víða um land. Veðurstofan/Skjáskot
Gular veðurviðvaranir eru í gildi víða um land vegna vinds og úrkomu.

Viðvaranirnar ná til Faxaflóa, Stranda og norðurlands vestra, Norðurlands eystra, Austurlands að Glettingi, Austfjarða og Miðhálendis.

Spáð er rigningu um landið norðanvert sem gæti verið talsverð eða mikil um tíma. Úrkoman gæti verið í formi slyddu eða snjókomu til fjalla og eru vegfarendur beðnir um að fara varlega og huga vel að aðstæðum áður en lagt er af stað en færð gæti spillst um tíma.

Það verður hvasst með austurströndinni. Hér sunnan til verður lengst af bjart og þurrt og heldur hlýrra heldur en fyrir norðan.

Veðurhorfur á landinu næstu daga, fengnar á vef Veðurstofunnar:

Á þriðjudag:

Norðaustan 8-15 m/s, hvassast á Vestfjörðum. Rigning með köflum á N-verðu landinu, en lengst af léttskýjað syðra. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á miðvikudag:

Norðan og norðaustan 8-15 m/s, hvassast við A-ströndina. Dálítil rigning á N-verðu landinu, en annars bjart með köflum. Lægir heldur með kvöldinu og styttir upp fyrir norðan. Hiti 6 til 15 stig, hlýjast á Suðurlandi. 

Á fimmtudag:

Fremur hæg suðaustlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og skúrir á víð og dreif. Hiti 8 til 13 stig. 

Á föstudag:

Gengur líklega í suðaustanátt með rigningu S- og V-lands, en helst þurrt annar staðar og hlýnar dálítið. 

Á laugardag:

Útlit fyrir ákveðna og hlýja austanátt með smá vætu syðsta á landinu, en annars þurrviðri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×