Óttast að dularfullar sprengingar tengist nýjum kjarnavopnum Kjartan Kjartansson skrifar 12. ágúst 2019 12:09 Rússnesk flugskeyti hefja sig á loft. Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/Getty Bandaríska leyniþjónustan reynir nú að komast til botns í dularfullum sprengingum sem hafa skekið rússneskar herstöðvar síðustu vikuna. Grunur leikur á að þær gætu tengst tilraunum á nýrri kjarnorkustýriflaug rússneskra stjórnvalda. Að minnsta kosti sjö manns, þar á meðal vísindamenn, fórust á æfingasvæði hersins í Arkhangelsk-héraði á fimmtudag. Aukin geislun mældist í nærliggjandi borg í kjölfarið. Yfirvöld sögðu að slys hefði orðið við tilraun með eldflaugarhreyfil með fljótandi eldsneyti og að geislun hafi verið eðlilegt eftir það.New York Times segir mögulegt að slysið hafi verið alvarlegasta kjarnorkuslys í Rússlandi frá Tsjernóbílslysinu í Úkraínu árið 1986. Úkraína tilheyrði þá Sovétríkjunum. Rússnesk stjórnvöld hafa eins og þá látið fátt uppi um slysið. Reuters-fréttastofan sagði frá því í síðustu viku að tilkynning borgaryfirvalda í Severodvinsk um aukna geislun eftir slysið hafi horfið skyndilega af netinu. Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gærkvöldi að slysið hafi orðið þegar sprenging varð í litlum kjarnakljúfi við tilraun á Hvítahafi. Fimm starfsmenn hennar létu lífið. Leyniþjónustu Bandaríkjanna grunar að slysið tengist frumgerð að stýriflaug sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur stært sig af undanfarið. Pútín hefur sagt að flaugin geti náð hvert sem er á jarðkringlunni vegna þess að hún sé knúin litlum kjarnaofni. Atlantshafsbandalagið hefur nefnt flaugina „SSC-X-9 Skýfall“. Bandarísk yfirvöld óttast eldflaugina. Hún geti flogið lágt og á óútreiknanlegan hátt þannig að eldflaugavarnarkerfi landsins geti ekki stöðvað hana. Bandaríkjastjórn dró sig út úr sáttmála við Rússland sem átti að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnavopna nýlega og vísaði til ítrekaðra brota Rússa. Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Bandaríska leyniþjónustan reynir nú að komast til botns í dularfullum sprengingum sem hafa skekið rússneskar herstöðvar síðustu vikuna. Grunur leikur á að þær gætu tengst tilraunum á nýrri kjarnorkustýriflaug rússneskra stjórnvalda. Að minnsta kosti sjö manns, þar á meðal vísindamenn, fórust á æfingasvæði hersins í Arkhangelsk-héraði á fimmtudag. Aukin geislun mældist í nærliggjandi borg í kjölfarið. Yfirvöld sögðu að slys hefði orðið við tilraun með eldflaugarhreyfil með fljótandi eldsneyti og að geislun hafi verið eðlilegt eftir það.New York Times segir mögulegt að slysið hafi verið alvarlegasta kjarnorkuslys í Rússlandi frá Tsjernóbílslysinu í Úkraínu árið 1986. Úkraína tilheyrði þá Sovétríkjunum. Rússnesk stjórnvöld hafa eins og þá látið fátt uppi um slysið. Reuters-fréttastofan sagði frá því í síðustu viku að tilkynning borgaryfirvalda í Severodvinsk um aukna geislun eftir slysið hafi horfið skyndilega af netinu. Kjarnorkustofnun Rússlands viðurkenndi í fyrsta skipti í gærkvöldi að slysið hafi orðið þegar sprenging varð í litlum kjarnakljúfi við tilraun á Hvítahafi. Fimm starfsmenn hennar létu lífið. Leyniþjónustu Bandaríkjanna grunar að slysið tengist frumgerð að stýriflaug sem Vladimír Pútín Rússlandsforseti hefur stært sig af undanfarið. Pútín hefur sagt að flaugin geti náð hvert sem er á jarðkringlunni vegna þess að hún sé knúin litlum kjarnaofni. Atlantshafsbandalagið hefur nefnt flaugina „SSC-X-9 Skýfall“. Bandarísk yfirvöld óttast eldflaugina. Hún geti flogið lágt og á óútreiknanlegan hátt þannig að eldflaugavarnarkerfi landsins geti ekki stöðvað hana. Bandaríkjastjórn dró sig út úr sáttmála við Rússland sem átti að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kjarnavopna nýlega og vísaði til ítrekaðra brota Rússa.
Bandaríkin Rússland Tengdar fréttir Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47 Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37 Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Geislamengunar vart eftir mannskætt eldflaugarslys Eldflaugarhreyfill sprakk á skotsvæði rússneska sjóhersins með þeim afleiðingum að tveir fórust og sex slösuðust. 8. ágúst 2019 17:47
Fimm nú sagðir látnir í eldflaugarslysi í Rússlandi Engin skýring hefur verið gefin á geislavirkni sem mældist eftir sprenginguna og tilkynning um aukna geislun hvarf skyndilega af netinu í dag. 9. ágúst 2019 22:37