Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 12. ágúst 2019 15:15 Sprengingin við hverfislögreglustöð við Norðurbrú aðfaranótt föstudags er níunda í röðinni á innan við hálfu ári. Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni. Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Lögreglan í Kaupmannahöfn hefur birt myndskeið úr öryggismyndavélum sem sýnir sökudólginn sem kom fyrir sprengju við fyrir utan lögreglustöð við Hermodsgade í Kaupmannahöfn aðfaranótt föstudagsins. Lögreglan birti myndskeiðið í þeirri von að hægt verði að upplýsa um þann sem ber ábyrgð á sprengjuárásinni í Norðurbrú. Um er að ræða níundu sprengjuárásina í Kaupmannahöfn á innan við hálfu ári. Sprengingin við lögreglustöðina varð örfáum dögum eftir kraftmikla sprengingu við aðalskrifstofur dönsku Skattstofuna í Austurbrú. Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. Lögreglan biðlar til almennings að hafa samband ef einhver verður var við dularfulla manneskju í fatnaði sem hæfir ekki árstíðinni. Hátt í 80 landsmenn hafa haft samband við lögreglu og komið á framfæri ábendingum og mögulegum vísbendingum. Lögregluyfirvöldum virðist þó ekki hafa orðið ágengt í leitinni en á blaðamannafundi í dag kallaði lögreglan eftir því að tiltekin vitni gæfu sig fram við lögreglu í tengslum við rannsókn málsins. Á meðal þeirra voru leigubílstjóri og tveir hjólreiðarmenn sem fóru framhjá dönsku Skattstofunni rétt áður en árásarmaðurinn lét til skarar skríða. Enginn slasaðist í sprengingunni en skemmdir urðu á framhlið lögrelgustöðvarinnar, rétt eins og á dönsku Skattstofunni. Lögreglan hefur þó sagt að of snemmt sé að álykta um að málin tvö tengist.Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, ástandið sé talið alvarlegt og að ástæða hefði þótt til að kalla saman öryggisnefnd ríkisins. „Það er lykilatriði að lögreglan og þegnar þessa lands geti fundið til öryggis í vinnunni og á röltinu á milli staða í borginni,“ sagði Mette. Kraftmikil sprenging varð á ellefta tímanum við dönsku Skattstofuna síðastliðið þriðjudagskvöld. Enginn slasaðist alvarlega en einn varð fyrir braki frá sprengingunni og þurfti að leita á sjúkrahús. Framhlið Skattstofunnar fór illa í sprengingunni þannig að stórsá á anddyri byggingarinnar. Starfsfólk Skattstofunnar sneri aftur til vinnu á föstudag og var uggandi vegna tilræðisins og upplifði sig ekki öruggt í vinnunni.
Danmörk Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Fleiri fréttir Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Alþjóðastofnanir draga saman seglin vegna Trump Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55