Íslendingar sendir eftir hreyflinum sem sprakk Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. ágúst 2019 23:30 Íslendingarnir þrír eru hér lengst til vinstri. Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn. Þegar sækja átti hluta hreyfilsins sem lenti á jöklinum var leitað til Íslendinga.Fjallað var um för þriggja Íslendinga til Grænlands í sumar til þess að endurheimta hreyfilinn í Íslandi í dag í kvöld. Markmiðið var að finna hreyfilinn, grafa hann upp og koma honum til byggða svo rannsaka mætti hreyfilinn til að fá gleggri mynd af því hvað hafi gerst í fluginu umrædda.Vélin var á leið frá París til Los Angeles.Vísir/GrafíkVélin var í rúmlega 30 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað. Það tók því dágóðan tíma að finna út hvar á jöklinum hreyfillinn væri niðurkominn. Teymi frá dönsku jarðvísindastofnunni var sent til að finna það út. Það verkefni tók tvö ár og þegar hreyfillinn fannst var meðal annars leitað til Íslendinganna þriggja til að grafa hreyfilinn upp úr jöklinum.„Ég var í sambandi við vísindamann út í Noregi sem ég var með í námi hérna fyrir löngu síðan,“ sagði Arnar Ingi Gunnarsson hvernig það kom til að hann var fenginn til verksins. Vísindamaðurinn kom Arnari í samband við hópinn sem hafði fengið það verkefni að koma hreyflinum upp. Þeir báðu Arnar Inga um að finna tvo aðra sem voru góðir í tæknilegri jöklavinnu til að fara upp á Grænlandsjökul og endurheimta hreyfilinn.Arnar fékk þá Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Anton Aðalssteinsson, félaga hans úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til þess að fara með sér. Tómas var þá nýbúinn að eignast sitt annað barn.„Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að trúa honum fyrst en ég gat ekki sagt nei. Það tók smátíma að sannfæra konuna en það tókst,“ sagði Tómas en upphaflega átti verkefnið að standa í tvær vikur.Þeir viðurkenna ekki að hafa verið smeykir við ísbirni eða aðrar hættur, engu að síður voru þeir reiðubúnir ef ísbirnir myndu láta sjá sig. Það þurfti að grafa djúpa holu.„Við vorum búnir að setja víra í kringum tjöldin með viðvörunarbjöllu. Svo sváfum við með riffla sitt hvorum megin við okkur,“ sagði Arnar.Þetta átti að taka tvær vikur en þetta tók skemmri tíma?„Þetta átti í mesta lagi að taka tvær vikur en við vonuðum að við yrðum sneggri að þessu. Svo þegar á hólminn var kominn vorum við nokkuð fljótir að þesssu. Við vorum fljótir að grafa, fljótir að setja þetta allt upp. Svo þegar við komum niður á hlutann sem við vorum að leita að gátum við notað fjallabjörgunarkerfi til að hífa þetta upp. Það sparaði okkur svakalegan tíma,“ sagði Arnar. Að lokum fannst þó gripurinn.Þarna var 150 kílóa stykki sem þurfti að hífa upp.„Við komum niður á hann á sirka fjögurra metra dýpi. Hann Tómas hérna rak skófluna aðeins í hann og áttaði sig á þetta væri nú ekki ís. Þá var kátt á hjalla,“ sagði Arnar. „Þessi hlutur var erfiður viðfangs. Þetta var beittur málmur og ekki hlaupið að því að hífa hann upp.“Það tókst þó að lokum og franska flugslysanefndin að vonum ánægð með að hluti hreyfilsins sem datt af væri kominn í leitirnar. Hluturinn var hífður í burtu, tveimur árum eftir að hann féll af.Hversu mikið ævintýri var þetta?„Þetta var mikið ævintýri og að sjálfsögðu væri maður til í að fara í svona ævintýri. Maður gæti alveg hugsað sér að gera þetta að ævistarfi,“ sagði Tómas að lokum. Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grænland Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Þann 30. september árið 2017 tók Airbus A380 vél Air France, stærsta farþegaþota heims, á loft frá Charles de Gaulle flugvellinum í París með 521 innanborðs. Förinni var heitið til Los Angeles í Bandaríkjunum. Yfir Grænlandsjökli bilaði einn af fjórum hreyflum vélarinnar og stór hluti hans féll til jarðar og fjóra metra ofan í jökulinn. Þegar sækja átti hluta hreyfilsins sem lenti á jöklinum var leitað til Íslendinga.Fjallað var um för þriggja Íslendinga til Grænlands í sumar til þess að endurheimta hreyfilinn í Íslandi í dag í kvöld. Markmiðið var að finna hreyfilinn, grafa hann upp og koma honum til byggða svo rannsaka mætti hreyfilinn til að fá gleggri mynd af því hvað hafi gerst í fluginu umrædda.Vélin var á leið frá París til Los Angeles.Vísir/GrafíkVélin var í rúmlega 30 þúsund feta hæð þegar atvikið átti sér stað. Það tók því dágóðan tíma að finna út hvar á jöklinum hreyfillinn væri niðurkominn. Teymi frá dönsku jarðvísindastofnunni var sent til að finna það út. Það verkefni tók tvö ár og þegar hreyfillinn fannst var meðal annars leitað til Íslendinganna þriggja til að grafa hreyfilinn upp úr jöklinum.„Ég var í sambandi við vísindamann út í Noregi sem ég var með í námi hérna fyrir löngu síðan,“ sagði Arnar Ingi Gunnarsson hvernig það kom til að hann var fenginn til verksins. Vísindamaðurinn kom Arnari í samband við hópinn sem hafði fengið það verkefni að koma hreyflinum upp. Þeir báðu Arnar Inga um að finna tvo aðra sem voru góðir í tæknilegri jöklavinnu til að fara upp á Grænlandsjökul og endurheimta hreyfilinn.Arnar fékk þá Tómas Eldjárn Vilhjálmsson og Anton Aðalssteinsson, félaga hans úr Flugbjörgunarsveitinni í Reykjavík til þess að fara með sér. Tómas var þá nýbúinn að eignast sitt annað barn.„Ég vissi ekki alveg hvort ég átti að trúa honum fyrst en ég gat ekki sagt nei. Það tók smátíma að sannfæra konuna en það tókst,“ sagði Tómas en upphaflega átti verkefnið að standa í tvær vikur.Þeir viðurkenna ekki að hafa verið smeykir við ísbirni eða aðrar hættur, engu að síður voru þeir reiðubúnir ef ísbirnir myndu láta sjá sig. Það þurfti að grafa djúpa holu.„Við vorum búnir að setja víra í kringum tjöldin með viðvörunarbjöllu. Svo sváfum við með riffla sitt hvorum megin við okkur,“ sagði Arnar.Þetta átti að taka tvær vikur en þetta tók skemmri tíma?„Þetta átti í mesta lagi að taka tvær vikur en við vonuðum að við yrðum sneggri að þessu. Svo þegar á hólminn var kominn vorum við nokkuð fljótir að þesssu. Við vorum fljótir að grafa, fljótir að setja þetta allt upp. Svo þegar við komum niður á hlutann sem við vorum að leita að gátum við notað fjallabjörgunarkerfi til að hífa þetta upp. Það sparaði okkur svakalegan tíma,“ sagði Arnar. Að lokum fannst þó gripurinn.Þarna var 150 kílóa stykki sem þurfti að hífa upp.„Við komum niður á hann á sirka fjögurra metra dýpi. Hann Tómas hérna rak skófluna aðeins í hann og áttaði sig á þetta væri nú ekki ís. Þá var kátt á hjalla,“ sagði Arnar. „Þessi hlutur var erfiður viðfangs. Þetta var beittur málmur og ekki hlaupið að því að hífa hann upp.“Það tókst þó að lokum og franska flugslysanefndin að vonum ánægð með að hluti hreyfilsins sem datt af væri kominn í leitirnar. Hluturinn var hífður í burtu, tveimur árum eftir að hann féll af.Hversu mikið ævintýri var þetta?„Þetta var mikið ævintýri og að sjálfsögðu væri maður til í að fara í svona ævintýri. Maður gæti alveg hugsað sér að gera þetta að ævistarfi,“ sagði Tómas að lokum.
Björgunarsveitir Fréttir af flugi Grænland Mest lesið Íslenskur læknir í sögulegri skilnaðardeilu í Skotlandi Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Ofbeldi í Breiðholtsskóla: Hélt að málið væri á réttri leið Innlent Fyrsti opinberlega samkynhneigði imaminn skotinn til bana Erlent Ragna Árnadóttir hættir á þingi Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Sagðist ekki muna eftir árásinni en vissi að hann hefði gert eitthvað slæmt Innlent Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Innlent Ekkert annað húsnæði komi til greina Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira