Ed í skýjunum með Íslandsdvölina Steingerður Sonja Þórisdóttir skrifar 13. ágúst 2019 06:00 Tónleikar Ed Sheeran á Laugardalsvelli þóttu góðir. Vísir/Vilhelm Um helgina fóru fram tvennir stærstu tónleikar Íslandssögunnar, þegar tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom fram í Laugardalnum. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, er gífurlega ánægður með helgina, og telur að vel hafi verið tekið á raðavandanum sem upp kom á laugardeginum. Engar raðir voru á sunnudeginum. „Þetta gekk náttúrulega að öllu leyti mjög vel, fyrir utan þetta tímabundna vandamál með röðina. Það gerist milli sex og átta, en mest frá klukkan sjö. Það tók okkur smá tíma að fatta hvert vandamálið væri og að það væri að stækka, ekki minnka. Þá var strax hlaupið í að leysa það,“ segir Ísleifur Hann segir það vissulega mjög leiðinlegt fyrir þá sem lentu í þessu. „En röðin var kláruð hálf níu, áður en að hann steig á svið. Þannig að þessu var nú bjargað.“ Raðakerfið var lagað á sunnudeginum og það kvöldið var aldrei nein röð allt kvöldið.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, var ánægður með helgina og skellti sér að sjálfsögðu í Ed Sheeran búninginn í tilefni áfangans.Hann segir skipuleggjendur vera stórkostlega ánægð með allt frá A til Ö, að fyrrnefndu vandamáli með röðina undanskildu. „Þarna var vinsælasti listamaður í heimi að koma með tónleikana sína og allt sem þeim fylgir. Svo var hann með sömu uppsetningu hér og hann er með á 70.000 manna tónleikum og við gátum höndlað þetta allt saman. Völlurinn svínvirkaði og samstarfið við KSÍ var gott,“ segir Ísleifur. Hann segir Ed sjálfan hafa verið í skýjunum með tónleikana. „Svo eru þau hjá AEG, næststærsta tónleikafyrirtæki í heimi sem var samstarfsaðili okkar, alveg rosalega ánægð með allt og þökkuðu okkur innilega fyrir þetta. Þau hafa áhuga á því að vinna meira með okkur og halda fleiri tónleika á Íslandi í samstarfi við okkur.“ Ísleifur vill þó ekki gefa upp hvort þau séu með einhvern sérstakan listamann í huga. „Nei, það er líka bara á byrjunarreit því við vildum ná að klára þetta fyrst áður en við færum eitthvað lengra. Við vildum sjá fyrst hvort þetta væri hægt, að svona útitónleikar gengju upp. Þetta var allt hægt, völlurinn frábær þannig að núna byrjum við að ræða við mögulega listamenn,“ segir Ísleifur. Hátt í 200 manns komu hvaðanæva úr heiminum til að vinna að uppsetningu sviðs, rampa og gólfs.Margir úr áhorfendaskaranum kunnu flest lögin utan að og sungu hástöfum með.fbl/Steingerður„Þetta var ekki ein vél með 200 manns, heldur kom fólk alls staðar að til að vinna að þessu.“ Ísleifur hitti Ed rétt fyrir seinni tónleikana. „Við hittum hann stuttlega og fengum að taka eina mynd með honum, ég og börnin mín. Hann var rosalega glaður og svakalega vinalegur. Svo var okkur sagt eftir á af fólki í kringum hann að hann hafi verið alveg í skýjunum með þetta allt saman, hann hafi haft ótrúlega gaman af dvölinni og að spila fyrir íslenska gesti.“ Ísleifur segir að um það bil einn af hverjum sjö Íslendingum hafi lagt leið sína á tónleikana um helgina. „Hann er alveg meðvitaður um að 50.000 manns eru alveg 15 prósent af þjóðinni, sem er líklega einstakt í heiminum. Svo honum fannst það ekkert leiðinlegt,“ segir Ísleifur. Birtist í Fréttablaðinu Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira
Um helgina fóru fram tvennir stærstu tónleikar Íslandssögunnar, þegar tónlistarmaðurinn Ed Sheeran kom fram í Laugardalnum. Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, er gífurlega ánægður með helgina, og telur að vel hafi verið tekið á raðavandanum sem upp kom á laugardeginum. Engar raðir voru á sunnudeginum. „Þetta gekk náttúrulega að öllu leyti mjög vel, fyrir utan þetta tímabundna vandamál með röðina. Það gerist milli sex og átta, en mest frá klukkan sjö. Það tók okkur smá tíma að fatta hvert vandamálið væri og að það væri að stækka, ekki minnka. Þá var strax hlaupið í að leysa það,“ segir Ísleifur Hann segir það vissulega mjög leiðinlegt fyrir þá sem lentu í þessu. „En röðin var kláruð hálf níu, áður en að hann steig á svið. Þannig að þessu var nú bjargað.“ Raðakerfið var lagað á sunnudeginum og það kvöldið var aldrei nein röð allt kvöldið.Ísleifur Þórhallsson, framkvæmdastjóri Senu Live, var ánægður með helgina og skellti sér að sjálfsögðu í Ed Sheeran búninginn í tilefni áfangans.Hann segir skipuleggjendur vera stórkostlega ánægð með allt frá A til Ö, að fyrrnefndu vandamáli með röðina undanskildu. „Þarna var vinsælasti listamaður í heimi að koma með tónleikana sína og allt sem þeim fylgir. Svo var hann með sömu uppsetningu hér og hann er með á 70.000 manna tónleikum og við gátum höndlað þetta allt saman. Völlurinn svínvirkaði og samstarfið við KSÍ var gott,“ segir Ísleifur. Hann segir Ed sjálfan hafa verið í skýjunum með tónleikana. „Svo eru þau hjá AEG, næststærsta tónleikafyrirtæki í heimi sem var samstarfsaðili okkar, alveg rosalega ánægð með allt og þökkuðu okkur innilega fyrir þetta. Þau hafa áhuga á því að vinna meira með okkur og halda fleiri tónleika á Íslandi í samstarfi við okkur.“ Ísleifur vill þó ekki gefa upp hvort þau séu með einhvern sérstakan listamann í huga. „Nei, það er líka bara á byrjunarreit því við vildum ná að klára þetta fyrst áður en við færum eitthvað lengra. Við vildum sjá fyrst hvort þetta væri hægt, að svona útitónleikar gengju upp. Þetta var allt hægt, völlurinn frábær þannig að núna byrjum við að ræða við mögulega listamenn,“ segir Ísleifur. Hátt í 200 manns komu hvaðanæva úr heiminum til að vinna að uppsetningu sviðs, rampa og gólfs.Margir úr áhorfendaskaranum kunnu flest lögin utan að og sungu hástöfum með.fbl/Steingerður„Þetta var ekki ein vél með 200 manns, heldur kom fólk alls staðar að til að vinna að þessu.“ Ísleifur hitti Ed rétt fyrir seinni tónleikana. „Við hittum hann stuttlega og fengum að taka eina mynd með honum, ég og börnin mín. Hann var rosalega glaður og svakalega vinalegur. Svo var okkur sagt eftir á af fólki í kringum hann að hann hafi verið alveg í skýjunum með þetta allt saman, hann hafi haft ótrúlega gaman af dvölinni og að spila fyrir íslenska gesti.“ Ísleifur segir að um það bil einn af hverjum sjö Íslendingum hafi lagt leið sína á tónleikana um helgina. „Hann er alveg meðvitaður um að 50.000 manns eru alveg 15 prósent af þjóðinni, sem er líklega einstakt í heiminum. Svo honum fannst það ekkert leiðinlegt,“ segir Ísleifur.
Birtist í Fréttablaðinu Ed Sheeran á Íslandi Tónlist Mest lesið Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Lífið Jólatónleikar eru ekki tónlist. Þeir eru neyðaraðgerð Gagnrýni Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Tónlist Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Menning Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Lífið Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Bíó og sjónvarp Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Menning Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Lífið Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Lífið Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Stærstu stjörnubrúðkaupin á árinu Skorar HúbbaBúbba á hólm: „Sá sem tapar þarf að hætta að gefa út tónlist“ Fannar og Snorri slógust þar til þeir stóðu nánast naktir eftir Höfundur Kaupalkabókanna látinn „Myndi gjarnan vilja að barnið mitt færi líka í heimsókn í mosku“ Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Sjá meira