Fékk grátandi Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:30 Bianca Andreescu talar við Serenu Williams. Getty/Vaughn Ridley Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019 Tennis Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira
Kanadíska tenniskonan Bianca Andreescu vann úrslitaleik Rogers bikarsins í tennis en ekki á þann hátt sem hún óskaði. Þessi nítján ára stelpa var að keppa við tennisgoðsögnina Serena Williams en Williams gat ekki klárað leikinn. Serena varð að gefa leikinn vegna bakmeiðsla. Þetta var strax í fyrsta setti en staðan var orðin 3-1 fyrir Biöncu Andreescu. Þegar Bianca Andreescu frétti af vandræðum Serenu þá fór hún til hennar og úr varð mjög hjartnæm stund sem náðist á myndband.Serena Williams had to retire from her match against Bianca Andreescu. Andreescu made sure to show her respect pic.twitter.com/sXRM0CPX7Z — Yahoo Sports (@YahooSports) August 11, 2019Serena Williams var grátandi og algjörlega miður sín yfir því að þurfa að gefa úrslitaleikinn. Bianca Andreescu sýndi mikinn þroska og mikla virðingu fyrir þessum margfalda meistara þegar hún hughreysti hana á þessari erfiðu stundu. Andreescu var að vinna titil á heimavelli en gaf sér tíma með Williams í stað þess að fagna titlinum. Á endanum fékk hún Serenu Williams til að brosa í gegnum tárin. Andreescu fékk líka mikið hrós fyrir framgöngu sína. „Ég táraðist af því að hún fór að gráta. Ég veit hvernig henni líður því það er ömurlegt að meiðast,“ sagði Bianca Andreescu á blaðamannafundi.A back injury forced Serena Williams to retire from her Rogers Cup final against Bianca Andreescu. Andreescu didn't think twice about showing the ultimate display of sportsmanship. https://t.co/YgRmOrLAXK — USA TODAY Sports (@usatodaysports) August 11, 2019Serena Williams hrósaði henni líka fyrir framgönguna. „Ég var mjög leið og hún fékk mig til að líða mun betur. Það var mjög almennilegt af henni. Hún er frábær persónuleiki,“ sagði Serena Williams um Biöncu Andreescu. „Hún er aðeins nítján ára gömul. Hún lítur ekki út fyrir það að vera nítján ára miðað við hvað hún segir og hvernig hún spilar það er ekki að heyra á hennar orðum eða sjá á hennar hugarfari,“ sagði Serena.“I’m not a crier,” Serena Williams said, “but ... thank you all” https://t.co/39SZRelVgb — Post Sports (@PostSports) August 11, 2019
Tennis Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sjá meira