Fjórtán ára með sex mörk í fyrsta leiknum með 19 ára liðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 07:00 Youssoufa Moukoko fagnar marki með Dortmund. Þau hafa verið 83 á síðustu tveimur tímabilum með sautján ára liði félagsins. Getty/Mika Volkmann Youssoufa Moukoko er farinn að skapa sér nafn í fótboltanum þótt að hann sé ennþá bara á fermingaraldri. Moukoko er leikmaður þýska liðsins Borussia Dortmund og er sannkallað undrabarn í fótboltanum. Hann fékk um helgina sitt fyrsta tækifæri sitt með nítján ára liði félagsins og var því að spila með strákum sem eru allt að fimm árum eldri en hann. Youssoufa Moukoko gerði mun betur en að standast það próf. Hann skoraði sex mörk í þessum fyrsta leik sínum með nítján ára liði Dortmund.He's 14-years-old pic.twitter.com/OiP143xP6K — ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2019Þessi strákur er fæddur seint í nóvember árið 2004 og er því enn bara fjórtán ára gamall. Hann skoraði tvennu í fyrsta leik sínum með sautján ára liði Dortmund en þá var hann bara tólf ára. Í fyrra átti hann magnað tímabil með sautján ára liði Dortmund þegar hann skoraði 46 mörk í aðeins 25 leikjum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað 83 mörk í 50 leikjum með umræddu sautján ára liði Dortmund. Hann hefur nú „loksins“ náð þeim aldrei að mega spila með nítján ára liðinu og nýtti sér þann rétt með því að skora tvöfalda þrennu á móti SG Unterrath. Moukoko er þó ekki á leiðinni inn í meistaraflokkslið Dortmund alveg strax. Reglurnar segja að hann megi ekki spila með aðalliðinu fyrr en tímabilið 2021 til 2022 eða þegar hann verður sextán ára gamall. Moukoko er samt farinn að þéna peninga fyrir fótboltann. Hann skrifaði undir samning við Nike í maí sem þýskir miðlar segja að hann hafi fengið 10 milljónir evra fyrir eða 1379 milljónir íslenskra króna. Auðvitað hafa komið upp efasemdir að Youssoufa Moukoko sé svona ungur en faðir hans var fljótur að benda á það að strákurinn getur varla verið eldri þar sem að móðir hans er bara 28 ára gömul. Þýski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Sjá meira
Youssoufa Moukoko er farinn að skapa sér nafn í fótboltanum þótt að hann sé ennþá bara á fermingaraldri. Moukoko er leikmaður þýska liðsins Borussia Dortmund og er sannkallað undrabarn í fótboltanum. Hann fékk um helgina sitt fyrsta tækifæri sitt með nítján ára liði félagsins og var því að spila með strákum sem eru allt að fimm árum eldri en hann. Youssoufa Moukoko gerði mun betur en að standast það próf. Hann skoraði sex mörk í þessum fyrsta leik sínum með nítján ára liði Dortmund.He's 14-years-old pic.twitter.com/OiP143xP6K — ESPN FC (@ESPNFC) August 12, 2019Þessi strákur er fæddur seint í nóvember árið 2004 og er því enn bara fjórtán ára gamall. Hann skoraði tvennu í fyrsta leik sínum með sautján ára liði Dortmund en þá var hann bara tólf ára. Í fyrra átti hann magnað tímabil með sautján ára liði Dortmund þegar hann skoraði 46 mörk í aðeins 25 leikjum. Undanfarin tvö tímabil hefur hann skorað 83 mörk í 50 leikjum með umræddu sautján ára liði Dortmund. Hann hefur nú „loksins“ náð þeim aldrei að mega spila með nítján ára liðinu og nýtti sér þann rétt með því að skora tvöfalda þrennu á móti SG Unterrath. Moukoko er þó ekki á leiðinni inn í meistaraflokkslið Dortmund alveg strax. Reglurnar segja að hann megi ekki spila með aðalliðinu fyrr en tímabilið 2021 til 2022 eða þegar hann verður sextán ára gamall. Moukoko er samt farinn að þéna peninga fyrir fótboltann. Hann skrifaði undir samning við Nike í maí sem þýskir miðlar segja að hann hafi fengið 10 milljónir evra fyrir eða 1379 milljónir íslenskra króna. Auðvitað hafa komið upp efasemdir að Youssoufa Moukoko sé svona ungur en faðir hans var fljótur að benda á það að strákurinn getur varla verið eldri þar sem að móðir hans er bara 28 ára gömul.
Þýski boltinn Mest lesið Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Fleiri fréttir Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti