Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Pavel Ermolinskij á fundinum í dag. Vísir/Ástrós Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Þetta eru óvænt tíðindi enda gerðu flestir ráð fyrir því að Pavel myndi semja aftur við KR. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsmenn sem hefur ekki gengið vel að fá til síns stjörnuleikmenn undanfarin ár. Með komu Pavel gæti orðið breyting á því. Pavel Ermolinskij hefur sýnt það í landsleikjunum í ágúst að hann er í frábæru formi eftir að hafa glímt mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij ákvað hins vegar að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti á sínum ferli. Miðað við það hvernig hann leit út í landsleikjunum á móti Portúgal og Sviss þá mætir hann tilbúinn í fyrsta tímabilið með Val. Pavel missti af tólf leikjum KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en kom sterkur inn í úrslitakeppnina og var með 9,9 stig, 6,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann spilaði meira en þrjár mínútur í. Pavel Ermolinskij er 32 ára gamall og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR þar af undanfarin sex tímabil. Hann kom fyrst í KR eftir áramótin 2010 og varð síðan fyrst Íslandsmeistari með félaginu 2011. Eftir það tímabil eyddi Pavel tveimur tímabilum í sænsku deildinni en hefur spilað með KR frá haustinu 2013. KR hefur orðið Íslandsmeistari á öllum tímabilum síðan að Pavel snéri aftur.Fréttatilkynning Valsmanna:Pavel Ermolinskij í Val KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Pavel hefur spilað með KR sl. 6 tímabil en þar áður lék hann sem atvinnumaður í Svíþjóð tvö tímabil, 5 tímabil á Spáni og eitt í Frakklandi. Uppeldisfélag Pavels er Skallagrímur. Pavel hefur leikið yfir 70 leiki með A landsliði Íslands auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum. Pavel hefur unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi. Hann var leikmaður ársins árin 2011 og 2015 og í liði ársins fjórum sinnum á síðustu 8 tímabilum í deildinni. Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Öflugir þjálfarar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu í yngri flokkunum. Það er mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Pavels Ermolinskij á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu hans sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val.Fyrir hönd KKD Vals,Grímur Atlason Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Þetta eru óvænt tíðindi enda gerðu flestir ráð fyrir því að Pavel myndi semja aftur við KR. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsmenn sem hefur ekki gengið vel að fá til síns stjörnuleikmenn undanfarin ár. Með komu Pavel gæti orðið breyting á því. Pavel Ermolinskij hefur sýnt það í landsleikjunum í ágúst að hann er í frábæru formi eftir að hafa glímt mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij ákvað hins vegar að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti á sínum ferli. Miðað við það hvernig hann leit út í landsleikjunum á móti Portúgal og Sviss þá mætir hann tilbúinn í fyrsta tímabilið með Val. Pavel missti af tólf leikjum KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en kom sterkur inn í úrslitakeppnina og var með 9,9 stig, 6,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann spilaði meira en þrjár mínútur í. Pavel Ermolinskij er 32 ára gamall og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR þar af undanfarin sex tímabil. Hann kom fyrst í KR eftir áramótin 2010 og varð síðan fyrst Íslandsmeistari með félaginu 2011. Eftir það tímabil eyddi Pavel tveimur tímabilum í sænsku deildinni en hefur spilað með KR frá haustinu 2013. KR hefur orðið Íslandsmeistari á öllum tímabilum síðan að Pavel snéri aftur.Fréttatilkynning Valsmanna:Pavel Ermolinskij í Val KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Pavel hefur spilað með KR sl. 6 tímabil en þar áður lék hann sem atvinnumaður í Svíþjóð tvö tímabil, 5 tímabil á Spáni og eitt í Frakklandi. Uppeldisfélag Pavels er Skallagrímur. Pavel hefur leikið yfir 70 leiki með A landsliði Íslands auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum. Pavel hefur unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi. Hann var leikmaður ársins árin 2011 og 2015 og í liði ársins fjórum sinnum á síðustu 8 tímabilum í deildinni. Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Öflugir þjálfarar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu í yngri flokkunum. Það er mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Pavels Ermolinskij á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu hans sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val.Fyrir hönd KKD Vals,Grímur Atlason
Dominos-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira