Pavel samdi við Valsmenn til tveggja ára Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. ágúst 2019 12:00 Pavel Ermolinskij á fundinum í dag. Vísir/Ástrós Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Þetta eru óvænt tíðindi enda gerðu flestir ráð fyrir því að Pavel myndi semja aftur við KR. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsmenn sem hefur ekki gengið vel að fá til síns stjörnuleikmenn undanfarin ár. Með komu Pavel gæti orðið breyting á því. Pavel Ermolinskij hefur sýnt það í landsleikjunum í ágúst að hann er í frábæru formi eftir að hafa glímt mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij ákvað hins vegar að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti á sínum ferli. Miðað við það hvernig hann leit út í landsleikjunum á móti Portúgal og Sviss þá mætir hann tilbúinn í fyrsta tímabilið með Val. Pavel missti af tólf leikjum KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en kom sterkur inn í úrslitakeppnina og var með 9,9 stig, 6,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann spilaði meira en þrjár mínútur í. Pavel Ermolinskij er 32 ára gamall og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR þar af undanfarin sex tímabil. Hann kom fyrst í KR eftir áramótin 2010 og varð síðan fyrst Íslandsmeistari með félaginu 2011. Eftir það tímabil eyddi Pavel tveimur tímabilum í sænsku deildinni en hefur spilað með KR frá haustinu 2013. KR hefur orðið Íslandsmeistari á öllum tímabilum síðan að Pavel snéri aftur.Fréttatilkynning Valsmanna:Pavel Ermolinskij í Val KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Pavel hefur spilað með KR sl. 6 tímabil en þar áður lék hann sem atvinnumaður í Svíþjóð tvö tímabil, 5 tímabil á Spáni og eitt í Frakklandi. Uppeldisfélag Pavels er Skallagrímur. Pavel hefur leikið yfir 70 leiki með A landsliði Íslands auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum. Pavel hefur unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi. Hann var leikmaður ársins árin 2011 og 2015 og í liði ársins fjórum sinnum á síðustu 8 tímabilum í deildinni. Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Öflugir þjálfarar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu í yngri flokkunum. Það er mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Pavels Ermolinskij á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu hans sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val.Fyrir hönd KKD Vals,Grímur Atlason Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Sjá meira
Pavel Ermolinskij hefur ákveðið að yfirgefa Íslandsmeistara KR og semja við Valsmenn. Valur kynnti nýja leikmanninn sinn í Fjósinu í dag. Þetta eru óvænt tíðindi enda gerðu flestir ráð fyrir því að Pavel myndi semja aftur við KR. Þetta er gríðarlegur liðstyrkur fyrir Valsmenn sem hefur ekki gengið vel að fá til síns stjörnuleikmenn undanfarin ár. Með komu Pavel gæti orðið breyting á því. Pavel Ermolinskij hefur sýnt það í landsleikjunum í ágúst að hann er í frábæru formi eftir að hafa glímt mikið við meiðsli á síðustu leiktíð. Pavel Ermolinskij ákvað hins vegar að prófa eitthvað nýtt á þessum tímapunkti á sínum ferli. Miðað við það hvernig hann leit út í landsleikjunum á móti Portúgal og Sviss þá mætir hann tilbúinn í fyrsta tímabilið með Val. Pavel missti af tólf leikjum KR í deildarkeppninni á síðustu leiktíð en kom sterkur inn í úrslitakeppnina og var með 9,9 stig, 6,9 fráköst og 6,3 stoðsendingar að meðaltali í þeim 9 leikjum sem hann spilaði meira en þrjár mínútur í. Pavel Ermolinskij er 32 ára gamall og hefur sjö sinnum orðið Íslandsmeistari með KR þar af undanfarin sex tímabil. Hann kom fyrst í KR eftir áramótin 2010 og varð síðan fyrst Íslandsmeistari með félaginu 2011. Eftir það tímabil eyddi Pavel tveimur tímabilum í sænsku deildinni en hefur spilað með KR frá haustinu 2013. KR hefur orðið Íslandsmeistari á öllum tímabilum síðan að Pavel snéri aftur.Fréttatilkynning Valsmanna:Pavel Ermolinskij í Val KKD Vals hefur gert samning við Pavel Ermolinskij um að leika með Val næstu tvö tímabil. Samingur þessa efnis var undirritaður nú í hádeginu í Origohöllinni. Pavel hefur spilað með KR sl. 6 tímabil en þar áður lék hann sem atvinnumaður í Svíþjóð tvö tímabil, 5 tímabil á Spáni og eitt í Frakklandi. Uppeldisfélag Pavels er Skallagrímur. Pavel hefur leikið yfir 70 leiki með A landsliði Íslands auk þess sem hann spilaði með yngri landsliðum. Pavel hefur unnið til flestra einstaklingsverðlauna og liðsverðlauna sem eru í boði í körfuboltanum á Íslandi. Hann var leikmaður ársins árin 2011 og 2015 og í liði ársins fjórum sinnum á síðustu 8 tímabilum í deildinni. Valur hefur undanfarin ár verið að byggja upp körfuboltann innan félagsins. Iðkendum hefur fjölgað jafnt og þétt sl. misseri og í dag eru virkir körfuboltaiðkendur yfir 300 í félaginu. Öflugir þjálfarar hafa verið ráðnir til að sinna starfinu í yngri flokkunum. Það er mikilvægt að hafa öfluga meistaraflokka innan félagsins sem hvatningu fyrir unga iðkendur sem stefna hátt. Við hlökkum til að njóta krafta Pavels Ermolinskij á Hlíðarenda næstu árin og lítum á komu hans sem stórt skref til frekari uppbyggingar körfunnar í Val.Fyrir hönd KKD Vals,Grímur Atlason
Dominos-deild karla Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Völsungar ráða ævintýramann sem þjálfara Sport Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Fleiri fréttir Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Sjá meira