Segir íslensk stjórnvöld sýna „græðgi og ábyrgðarleysi“ vegna aukins makrílkvóta Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. ágúst 2019 21:19 Makríllinn kom á góðum tíma fyrir íslenskt þjóðarbú og mokveiddist í upphafi áratugarins. Fréttablaðið/GVA Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl. Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins segir að einhliða aukning íslenskra stjórnvalda á makrílkvóta íslenskra skipa sýni „græðgi og ábyrgðarleysi“ íslenskra stjórnvalda. Hann óttast að makrílstríð við Ísland geti ógnað afkomu skoskra sjómanna.Greint er frá þessu á vef Shetland Times í dagen Chris Davies, Evrópuþingmaður úr röðum Frjálsyndra demókrata í Bretlandi og formaður fiskveiðinefndar Evrópuþingsins, fundaði með forsvarsmönnum Sjómannasamtaka Hjaltlandseyja í dag er hann heimsótti eyjarnar. Lýstu sjómennirnir yfir áhyggjum af makrílveiðum Íslendinga.Fyrr í sumar varmakrílkvóti íslenskra skipa aukinn úr 108 þúsund tonnum í 140 þúsund tonnen í umfjöllun Morgunblaðsins um aukningu í sumar kom fram að búast mætti við aðheildarflinn á makríl færi um 80 þúsund tonnum yfir ráðgjöf vísindamanna.Makríll.Vísir/GettyKristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðherra sagði við það tækifæri að áfram yrði unnið að því að ná heildarsamkomulagi strandríkja, en Íslendingum hefur hingað til ekki verið hleypt að samningaborðinu um makrílkvóta með Norðmönnum, Færeyingum og Evrópusambandinu.Ísland hagi sér ekki eins og vinaþjóð Í frétt Shetland Times segir að háttsettur embættismaður Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hefði komið þeim skilaboðum á framfæri við íslensk stjórnvöld að aukning á makrílkvóta íslenskra skipa væri merki um að stjórnvöld hér á landi hefðu lítinn áhuga á því að tryggja sjálfbæra nýtingu makrílstofnsins. Eftir fund sinn með Sjómannasamtökum Hjaltlandseyja sagði Davies að samvinna á milli ríkja væri mikilvæg þegar kæmi að því að nýta fiskistofna á sjálfbæran hátt. Gagnrýndi hann íslensk stjórnvöld harðlega. „Aðgerðir Íslands eru merki um græðgi og ábyrgðarleysi og ekki þær sem við væntum af vinaþjóð, hvað þá þjóð sem er hluti evrópska efnahagssvæðinu,“ sagði Davies. Sagðist hann fagna því að Framkvæmdastjórn ESB myndi láta málið til sína taka. Sagðist hann einnig ætla að hefja umræðu um málið á Evrópuþinginu. Varaði hann við því að makrílstríð við Ísland gæti haft slæmar afleiðingar fyrir skoska sjómenn sem reiði sig á makríl.
Evrópusambandið Sjávarútvegur Skotland Tengdar fréttir Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45 Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19 Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Makríl var mokað upp í Keflavíkurhöfn í dag Makríl var mokað upp við Keflavíkurhöfn í dag en vertíðin hófst nokkrum vikum fyrr en vanalega. 22. júlí 2019 20:45
Makríllinn formlega kvótasettur Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur gefið út reglugerð um veiðar á makríl með stoð í nýsamþykktum lögum Alþingis um um kvótavæðingu makríls. 28. júní 2019 16:19
Spenntir að sjá hvort makríll veiðist aftur hér í sama mæli Möguleiki er á að makríll sé aftur á uppleið við strendur Íslands eftir að minni veiði var í fyrra en árin þar á undan. Sviðsstjóri hjá Hafrannsóknastofnun segir menn spennta enda sé makríllinn ekki sjálfgefinn. 17. júlí 2019 06:00