Félögin TF KEF, TF HOT, Títan B og Títan Fjárfestingafélag hafa öll gert kröfu í þrotabúið en þau eru öll skráð á Skúla Mogensen. Samtals nema kröfur hans og félagana þriggja rúmum 3,7 milljörðum króna. TF KEF gerir 1,02 milljarða króna kröfu, TF HOT gerir 12 milljóna króna kröfu, krafa Títan Fjárfestingarfélags hljóðar upp á 1,19 milljarða, Títan B 789 milljóna króna kröfu og krafa Skúla Mogensen er 797 milljónir króna en af þeim var kröfu um 22 milljónir hafnað.
Sjá einnig: Flugvélaleigur, rekstrarfélög og þýska lögreglan á meðal kröfuhafa
Þá gerir Frjáls fjölmiðlun kröfu um rúmar 3 milljónir króna. Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, gerir kröfu um 336.288 krónur, Landvernd leggur fram kröfu upp á 15 milljónir króna, Ríkisskattstjóri leggur fram tær kröfur, önnur upp á 3.798.631.250 krónur og hin upp á 57 þúsund krónur. Þá leggur Umhverfisstofnun fram kröfu upp á 846.537.851 krónur.
Afstaða hefur ekki verið tekin til krafanna en farið verður yfir kröfuskrá á skiptafundi WOW Air 16. ágúst næstkomandi.