Dramadrottning NFL-deildarinnar auglýsir eftir hjálmi á Twitter Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. ágúst 2019 14:30 Antonio Brown elskar myndavélarnar og það sem hann sér í speglinum. Getty/Kevin Mazur/G Það hefur verið afar erfitt að vera NFL-leikmaðurinn Antonio Brown í haust í það minnsta ef maður spyr hann sjálfan. Fyrstu vikur eins besta útherja deildarinnar hjá Oakland Raiders hafa verið ein löng sápuópera og heimurinn fær að fylgjast með dramadrottningu NFL-deildarinnar bæði í gegnum bandaríska miðla sem og gegn Hard Knocks þáttinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport en fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Antonio Brown mætti í æfingabúðir Oakland Raiders í loftbelg og vitnaði síðan í Muhammad Ali með orðinum „Float like a butterfly, sting like a bee“ nema að hann breytti bee í AB sem er skammstöfun fyrir nafnið hans. Brown hefur hins vegar verið algjörlega bitlaus á æfingunum. Það er ekki nóg með að Antonio Brown hafi fryst á sér iljarnar í kæliklefanum og hefur lítið getað æft af þeim sökum þá er NFL-deildin hörð á því að skikka hann til að spila með nýjan hjálm á komandi tímabili. Antonio Brown hefur verið einn allra besti útherji NFL-deildarinnar undanfarin ár en þá spilaði hann með Pittsburg Steelers. Steelers fékk hins vegar nóg af stjörnustælunum í karlinum og skipti honum til Oakland Raiders í sumar.If you have a "2010 Schutt Air Advantage Adult Large Helmet" then Antonio Brown wants to talk to you https://t.co/FHO906QzN1 — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2019Antonio Brown fékk að vita það í fyrra að hann yrði að skipta um hjálm. Síðasta tímabil átti því að fara í að leita sér að nýjum leyfilegum hjálm það er hjálm sem stenst nýjar strangari öryggiskröfur NFL. Antonio Brown pældi hins vegar ekkert í því og kærði síðan þá ákvörðun NFL-deildarinnar að þvinga hann í að skipta um hjálm í haust. Hann hótaði því meðal annars að hætta í NFL-deildinni en stóð síðan ekki við það þegar áfrýjun hans var hafnað. Nýjasta útspil útherjans er síðan að auglýsa eftir hjálmi á twitter en hjálmurinn verður að vera framleiddur 2010 eða síðar. Brown lofar að láta viðkomandi fá áritaðan Oakland Raiders hjálm sem hann hefur nota sjálfur á æfingum. Hér fyrir neðan má sjá tilboðið frá Antonio Brown."I'm looking for a Schutt Air Advantage Adult Large Helmet that was manufactured in 2010 or after. In exchange I will trade a signed practice worn @Raiders helmet." — AB (@AB84) August 13, 2019 NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Það hefur verið afar erfitt að vera NFL-leikmaðurinn Antonio Brown í haust í það minnsta ef maður spyr hann sjálfan. Fyrstu vikur eins besta útherja deildarinnar hjá Oakland Raiders hafa verið ein löng sápuópera og heimurinn fær að fylgjast með dramadrottningu NFL-deildarinnar bæði í gegnum bandaríska miðla sem og gegn Hard Knocks þáttinn sem verður sýndur á Stöð 2 Sport en fyrsti þátturinn verður sýndur í kvöld. Antonio Brown mætti í æfingabúðir Oakland Raiders í loftbelg og vitnaði síðan í Muhammad Ali með orðinum „Float like a butterfly, sting like a bee“ nema að hann breytti bee í AB sem er skammstöfun fyrir nafnið hans. Brown hefur hins vegar verið algjörlega bitlaus á æfingunum. Það er ekki nóg með að Antonio Brown hafi fryst á sér iljarnar í kæliklefanum og hefur lítið getað æft af þeim sökum þá er NFL-deildin hörð á því að skikka hann til að spila með nýjan hjálm á komandi tímabili. Antonio Brown hefur verið einn allra besti útherji NFL-deildarinnar undanfarin ár en þá spilaði hann með Pittsburg Steelers. Steelers fékk hins vegar nóg af stjörnustælunum í karlinum og skipti honum til Oakland Raiders í sumar.If you have a "2010 Schutt Air Advantage Adult Large Helmet" then Antonio Brown wants to talk to you https://t.co/FHO906QzN1 — New York Post Sports (@nypostsports) August 13, 2019Antonio Brown fékk að vita það í fyrra að hann yrði að skipta um hjálm. Síðasta tímabil átti því að fara í að leita sér að nýjum leyfilegum hjálm það er hjálm sem stenst nýjar strangari öryggiskröfur NFL. Antonio Brown pældi hins vegar ekkert í því og kærði síðan þá ákvörðun NFL-deildarinnar að þvinga hann í að skipta um hjálm í haust. Hann hótaði því meðal annars að hætta í NFL-deildinni en stóð síðan ekki við það þegar áfrýjun hans var hafnað. Nýjasta útspil útherjans er síðan að auglýsa eftir hjálmi á twitter en hjálmurinn verður að vera framleiddur 2010 eða síðar. Brown lofar að láta viðkomandi fá áritaðan Oakland Raiders hjálm sem hann hefur nota sjálfur á æfingum. Hér fyrir neðan má sjá tilboðið frá Antonio Brown."I'm looking for a Schutt Air Advantage Adult Large Helmet that was manufactured in 2010 or after. In exchange I will trade a signed practice worn @Raiders helmet." — AB (@AB84) August 13, 2019
NFL Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Fleiri fréttir Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti