Vatnið í Náttúru Íslands verðlaunað Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. ágúst 2019 11:29 Verðlaunin verða afhent 1. nóvember. Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín hlýtur í ár Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir hönnun og framleiðslu á þremur gagnvirkum atriðum á sýningu Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Verðlaunin heita „Best of the best“ í flokknum „viðmótshönnun og notendaupplifun“ og eru veitt fyrir þrjár gagnvirkar margmiðlunarstöðvar sem Gagarín hannaði fyrir sýninguna. Margmiðlunarstöðvarnar eru ólíkar og „veita einstaka upplifun og sýn inn í þessa mikilvægu auðlind, vatnið, sem er undirstaða alls lífs á jörðinni,“ eins og segir í tilkynningunni. Atriðin sem hlutu verðlaun eru: *Fossar – Myndrænn hljóðskúlptúr þar sem 773 fossanöfn á Íslandi steypast niður í háum fossi. *Rennslismælar – Gagnvirk stöð sem sýnir rauntímarennsli í 18 mismunandi ám á Íslandi sem Veðurstofa Íslands vaktar. *Vistrýnir – Gagnvirk stöð þar sem gestir geta kannað lífríki í níu ólíkum gerðum votlendis á Íslandi. Yfirhönnuður sýningarinnar er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og voru margmiðlunaratriðin unnin í samstarfi við hana og starfsfólk Náttúruminjasafnsins. Sýningin var opnuð í Perlunni 1. desember 2018. Sýningin fjallar um gerð og eðli vatnsauðlindarinnar, hlutverk vatns við mótun lands og uppbyggingu og fjölbreytileikann í vatnalífríkinu. Ein af forsendunum við gerð sýningarinnar var að beita nýjustu tækni í miðlun svo að gestir gætu á gagnvirkan og eftirminnilegan hátt fræðst og upplifað fjölbreytileika vatnsins. Anna Katrín Guðmundsdóttir, viðburðarstjóri hjá safninu, segir því sérstaklega ánægjulegt að Gagarín og Náttúruminjasafnið fái þessi verðlaun sem séu ein þau virtustu á sviði hönnunar og nýsköpunar. Tíska og hönnun Tækni Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Margmiðlunarfyrirtækið Gagarín hlýtur í ár Red Dot hönnunarverðlaunin fyrir hönnun og framleiðslu á þremur gagnvirkum atriðum á sýningu Náttúruminjasafns Íslands, Vatnið í náttúru Íslands í Perlunni. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Náttúruminjasafni Íslands. Verðlaunin heita „Best of the best“ í flokknum „viðmótshönnun og notendaupplifun“ og eru veitt fyrir þrjár gagnvirkar margmiðlunarstöðvar sem Gagarín hannaði fyrir sýninguna. Margmiðlunarstöðvarnar eru ólíkar og „veita einstaka upplifun og sýn inn í þessa mikilvægu auðlind, vatnið, sem er undirstaða alls lífs á jörðinni,“ eins og segir í tilkynningunni. Atriðin sem hlutu verðlaun eru: *Fossar – Myndrænn hljóðskúlptúr þar sem 773 fossanöfn á Íslandi steypast niður í háum fossi. *Rennslismælar – Gagnvirk stöð sem sýnir rauntímarennsli í 18 mismunandi ám á Íslandi sem Veðurstofa Íslands vaktar. *Vistrýnir – Gagnvirk stöð þar sem gestir geta kannað lífríki í níu ólíkum gerðum votlendis á Íslandi. Yfirhönnuður sýningarinnar er Þórunn S. Þorgrímsdóttir og voru margmiðlunaratriðin unnin í samstarfi við hana og starfsfólk Náttúruminjasafnsins. Sýningin var opnuð í Perlunni 1. desember 2018. Sýningin fjallar um gerð og eðli vatnsauðlindarinnar, hlutverk vatns við mótun lands og uppbyggingu og fjölbreytileikann í vatnalífríkinu. Ein af forsendunum við gerð sýningarinnar var að beita nýjustu tækni í miðlun svo að gestir gætu á gagnvirkan og eftirminnilegan hátt fræðst og upplifað fjölbreytileika vatnsins. Anna Katrín Guðmundsdóttir, viðburðarstjóri hjá safninu, segir því sérstaklega ánægjulegt að Gagarín og Náttúruminjasafnið fái þessi verðlaun sem séu ein þau virtustu á sviði hönnunar og nýsköpunar.
Tíska og hönnun Tækni Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Viðskipti innlent Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira