Fundu leifar forsögulegrar risamörgæsar á stærð við mann Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 12:42 Teikning af stærð risamörgæsarinnar borið saman við manneskju. AP/Canterbury-safnið Fornleifafræðingar fundu leifar risamörgæsar á Nýja-Sjálandi sem er talinn hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 milljónum ára. Mörgæsin er talin hafa verið á stærð við mann, um 160 sentímetrar á hæð og allt að áttatíu kíló að þyngd. Steingerð bein úr risamörgæsinni sem var nefnd Crassvallia waiparensis fundust í Norður-Canterbury í fyrra. Þau benda til þess að hún hafi lifað á paleósentímabilinu fyrir 66 til 56 milljónum ára. Á þeim tíma var Nýja-Sjáland enn tengt Ástralíu sem var jafnframt landtengd Suðurskautslandinu. Risamörgæsin er sögð líkjast annarri forsögulegri mörgæs sem leifar hafa fundist um á Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að mörgæsategundin hafi orðið svo stór eftir að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfum jarðar um svipað leyti og risaeðlurnar dóu út. Mörgæsirnar hafi svamlað um höfin á suðurhveli jarðar í um þrjátíu milljónir ára. Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsategund nútímans, verður um 120 sentímetrar á hæð. Paul Scofield, safnstjóri Canterbury-safnsins á Nýja-Sjálandi, segir að aðstæður í hafinu hafi verið sérstaklega hagstæðar fyrir mörgæsirnar á þeim tíma. „Sjávarhitinn í kringum Nýja-Sjáland var fullkominn á þessum tíma, um 25°C borið saman við þær 8°C sem hann er núna,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvers vegna risamörgæsin hvarf af sjónarsviðinu. Vísindamenn leiða því líkum að hún hafi orðið undir í samkeppninni við önnur sjávardýr. Eftir að skriðdýrin hurfu úr hafinu átti mörgæsin sér enga stóra keppninauta fyrr en tannhvalir og selir komu til sögunnar mörgum milljónum ára síðar. Doktor Paul Scofield, safnstjóri við Canterbury-safnið, með bein úr risamörgæsinni við hlið uppstoppaðrar keisaramörgæsar, stærstu núlifandi mörgæsategundinni.AP/Mark Baker Dýr Fornminjar Nýja-Sjáland Vísindi Risaeðlur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira
Fornleifafræðingar fundu leifar risamörgæsar á Nýja-Sjálandi sem er talinn hafa synt um hafið á suðurhveli jarðar fyrir um 66 milljónum ára. Mörgæsin er talin hafa verið á stærð við mann, um 160 sentímetrar á hæð og allt að áttatíu kíló að þyngd. Steingerð bein úr risamörgæsinni sem var nefnd Crassvallia waiparensis fundust í Norður-Canterbury í fyrra. Þau benda til þess að hún hafi lifað á paleósentímabilinu fyrir 66 til 56 milljónum ára. Á þeim tíma var Nýja-Sjáland enn tengt Ástralíu sem var jafnframt landtengd Suðurskautslandinu. Risamörgæsin er sögð líkjast annarri forsögulegri mörgæs sem leifar hafa fundist um á Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Talið er að mörgæsategundin hafi orðið svo stór eftir að stór sjávarskriðdýr hurfu úr höfum jarðar um svipað leyti og risaeðlurnar dóu út. Mörgæsirnar hafi svamlað um höfin á suðurhveli jarðar í um þrjátíu milljónir ára. Keisaramörgæsin, stærsta mörgæsategund nútímans, verður um 120 sentímetrar á hæð. Paul Scofield, safnstjóri Canterbury-safnsins á Nýja-Sjálandi, segir að aðstæður í hafinu hafi verið sérstaklega hagstæðar fyrir mörgæsirnar á þeim tíma. „Sjávarhitinn í kringum Nýja-Sjáland var fullkominn á þessum tíma, um 25°C borið saman við þær 8°C sem hann er núna,“ segir hann. Ekki liggur fyrir hvers vegna risamörgæsin hvarf af sjónarsviðinu. Vísindamenn leiða því líkum að hún hafi orðið undir í samkeppninni við önnur sjávardýr. Eftir að skriðdýrin hurfu úr hafinu átti mörgæsin sér enga stóra keppninauta fyrr en tannhvalir og selir komu til sögunnar mörgum milljónum ára síðar. Doktor Paul Scofield, safnstjóri við Canterbury-safnið, með bein úr risamörgæsinni við hlið uppstoppaðrar keisaramörgæsar, stærstu núlifandi mörgæsategundinni.AP/Mark Baker
Dýr Fornminjar Nýja-Sjáland Vísindi Risaeðlur Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Sjá meira