Svíi handtekinn vegna sprengingarinnar í Kaupmannahöfn Kjartan Kjartansson skrifar 14. ágúst 2019 13:35 Töluverðar skemmdir urðu á skrifstofum dönsku skattstofunnar þegar sprengja sprakk þar fyrir utan fyrir rúmri viku. Vísir/EPA Sænska lögreglan aðstoðaði þá dönsku við að handtaka 22 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa átt þátt í öflugri sprengingu fyrir utan skattstofu Danmerkur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi og bíður framsals til Danmerkur. Nils Norling, talsmaður lögreglunnar, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malmö klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn búi með foreldrum sínum í úthverfi borgarinnar. Dönsk yfirvöld eru sögð ætla að krefjast framsals mannsins. Leggist hann gegn því þarf að rétta um framsalskröfur í Svíþjóð. Ekkert liggur fyrir um hvort að maðurinn eigi sakaferil að baki. Annar 23 ára gamall Svíi er eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem lögreglan telur að mennirnir hafi borið ábyrgð á. Mennirnir eru ekki taldir tengjast Danmörku og ekki er vitað hvað þeim gekk til. Eins og er hafa þeir ekki verið tengdir við aðra sprengju sem sprakk við lögreglustöð á Norðurbrú. Tveir starfsmenn voru á skrifstofu skattstofunnar í Kaupmannahöfn þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar. Níu sprengjur hafa sprungið í Kaupmannahöfn síðasta hálfa árið. Málin eru óupplýst en lögreglan telur þau tengjast. Danmörk Svíþjóð Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sænska lögreglan aðstoðaði þá dönsku við að handtaka 22 ára gamlan karlmann sem grunaður er um að hafa átt þátt í öflugri sprengingu fyrir utan skattstofu Danmerkur í Kaupmannahöfn í síðustu viku. Maðurinn er nú í gæsluvarðhaldi og bíður framsals til Danmerkur. Nils Norling, talsmaður lögreglunnar, segir að maðurinn hafi verið handtekinn í Malmö klukkan 22:30 að staðartíma í gærkvöldi. Danska ríkisútvarpið segir að maðurinn búi með foreldrum sínum í úthverfi borgarinnar. Dönsk yfirvöld eru sögð ætla að krefjast framsals mannsins. Leggist hann gegn því þarf að rétta um framsalskröfur í Svíþjóð. Ekkert liggur fyrir um hvort að maðurinn eigi sakaferil að baki. Annar 23 ára gamall Svíi er eftirlýstur vegna sprengingarinnar sem lögreglan telur að mennirnir hafi borið ábyrgð á. Mennirnir eru ekki taldir tengjast Danmörku og ekki er vitað hvað þeim gekk til. Eins og er hafa þeir ekki verið tengdir við aðra sprengju sem sprakk við lögreglustöð á Norðurbrú. Tveir starfsmenn voru á skrifstofu skattstofunnar í Kaupmannahöfn þegar öflug sprengja sprakk fyrir utan á ellefta tímanum á þriðjudagskvöld í síðustu viku. Enginn slasaðist alvarlega í sprengingunni. Töluverðar skemmdir urðu á framhlið byggingarinnar. Níu sprengjur hafa sprungið í Kaupmannahöfn síðasta hálfa árið. Málin eru óupplýst en lögreglan telur þau tengjast.
Danmörk Svíþjóð Tengdar fréttir Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01 Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16 Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55 Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Sprenging við dönsku Skattstofuna: "Þetta er afar ofbeldisfullur verknaður“ Íbúar í nærliggjandi húsum í Austurbrú hrukku í kút við hvellinn og lýstu því við fréttastofu DR hvernig rúðurnar á heimili þeirra nötruðu. 7. ágúst 2019 08:01
Kraftaverk að enginn slasaðist alvarlega Forsætisráðherra Danmerkur hélt stutta ræðu á blaðamannafundi vegna sprengingarinnar sem varð í Austurbrú í gær. 7. ágúst 2019 11:16
Sprenging við lögreglustöð í Kaupmannahöfn Sprenging varð fyrir utan lögreglustöð í Kaupmannahöfn í nótt, aðeins nokkrum dögum eftir að sambærileg sprenging varð fyrir utan Skattstofu Danmerkur á þriðjudagskvöld. Engin slys urðu á fólki. 10. ágúst 2019 08:55
Birta myndskeið af tilræðismanninum í Kaupmannahöfn Myndskeiðið sýnir tilræðismanninn við Hermodsgade í Norðurbrú leggja frá sér svartan plastpoka við lögreglustöðina en talið er að sprengjan hafi verið í pokanum. Athygli vekur að maðurinn klæddist dökklituðum vetrarklæðnaði. 12. ágúst 2019 15:15