Epstein með nokkur beinbrot í hálsi Kjartan Kjartansson skrifar 15. ágúst 2019 11:57 Epstein var handtekinn snemma í júlí og sakaður um mansal á ungum stúlkum í New York og Flórída. Vísir/EPA Krufning á líki barnaníðingsins Jeffreys Epstein leiddi í ljós að hann var með nokkur brotin bein í hálsi. Slíkir áverkar eru sagðir geta átt sér stað þegar fólk hengir sig en þeir séu algengari í fórnarlömbum sem eru kyrkt. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í Manhattan á laugardagsmorgun. Hann virtist hafa hengt sig með laki. Spurningar vöknuðu þá um eftirlit í gæsluvarðhaldsfangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein var ekki á sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hefði áður fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði. Tveir verðir hafa verið settir í launað leyfi eftir að í ljós kom að þeir gættu ekki að Epstein í þrjár klukkustundir þar sem þeir voru sofandi. Verðirnir fölsuðu jafnframt skjöl til að fela afglöpin.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til niðurstöðu krufningarinnar á líki Epstein að hann hafi meðal annars verið með brotið málbein í hálsinum. Það geti brotnað þegar fólk hengir sig, sérstaklega hjá eldra fólki, en það sé algengara þegar fólk er kyrkt, að sögn sérfræðinga. Ekki hefur enn verið gefin út formleg dánarorsök. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur heitið ítarlegri rannsókn á hvernig dauða Epstein bar að, vildi ekki svara spurningum bandaríska blaðsins um niðurstöður krufningarinnar. Barbara Simpson, aðalréttarlæknir New York-borgar, segir að enginn einn hlutur sem kemur fram við krufningu gefi afdráttarlaust svar um hvernig dauða manneskju bar að. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug um dauða Epstein og hefur Donald Trump forseti meðal annars dreift einni slíkri um að Clinton-hjónin hafi komið nálægt honum. Epstein er sagður hafa átt fjölda auðugra og valdamikilla vina í gengum tíðina, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Trump sjálfan, og Andrés prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna máls Epstein í júlí. Hann var saksóknari á Flórída þegar sambærilegar ákærur á hendur Epstein og hann stóð frammi fyrir í New York nú voru lagðar til hliðar gegn því að hann játaði á sig smávægilegra brot. Ekki hefur verið svarað hvers vegna Epstein fékk svo mildilega meðferð hjá saksóknurum eða hvers vegna samkomulagið sem þeir gerðu við hann fól í sér friðhelgi fyrir alla mögulega samverkamenn hans. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Krufning á líki barnaníðingsins Jeffreys Epstein leiddi í ljós að hann var með nokkur brotin bein í hálsi. Slíkir áverkar eru sagðir geta átt sér stað þegar fólk hengir sig en þeir séu algengari í fórnarlömbum sem eru kyrkt. Epstein fannst látinn í fangaklefa sínum í Manhattan á laugardagsmorgun. Hann virtist hafa hengt sig með laki. Spurningar vöknuðu þá um eftirlit í gæsluvarðhaldsfangelsinu þar sem honum var haldið. Epstein var ekki á sjálfsvígsvakt þrátt fyrir að hann hefði áður fundist meðvitundarlaus með áverka á hálsi í klefa sínum í síðasta mánuði. Tveir verðir hafa verið settir í launað leyfi eftir að í ljós kom að þeir gættu ekki að Epstein í þrjár klukkustundir þar sem þeir voru sofandi. Verðirnir fölsuðu jafnframt skjöl til að fela afglöpin.Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum sem þekkja til niðurstöðu krufningarinnar á líki Epstein að hann hafi meðal annars verið með brotið málbein í hálsinum. Það geti brotnað þegar fólk hengir sig, sérstaklega hjá eldra fólki, en það sé algengara þegar fólk er kyrkt, að sögn sérfræðinga. Ekki hefur enn verið gefin út formleg dánarorsök. Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna, sem hefur heitið ítarlegri rannsókn á hvernig dauða Epstein bar að, vildi ekki svara spurningum bandaríska blaðsins um niðurstöður krufningarinnar. Barbara Simpson, aðalréttarlæknir New York-borgar, segir að enginn einn hlutur sem kemur fram við krufningu gefi afdráttarlaust svar um hvernig dauða manneskju bar að. Miklar samsæriskenningar hafa farið á flug um dauða Epstein og hefur Donald Trump forseti meðal annars dreift einni slíkri um að Clinton-hjónin hafi komið nálægt honum. Epstein er sagður hafa átt fjölda auðugra og valdamikilla vina í gengum tíðina, þar á meðal Bill Clinton, fyrrverandi forseta, Trump sjálfan, og Andrés prins, bróður Karls Bretaprins. Andrés hefur meðal annars verið sakaður um að misnota stúlkur sem Epstein kom honum í kynni við. Alexander Acosta, atvinnumálaráðherra Bandaríkjanna, sagði af sér vegna máls Epstein í júlí. Hann var saksóknari á Flórída þegar sambærilegar ákærur á hendur Epstein og hann stóð frammi fyrir í New York nú voru lagðar til hliðar gegn því að hann játaði á sig smávægilegra brot. Ekki hefur verið svarað hvers vegna Epstein fékk svo mildilega meðferð hjá saksóknurum eða hvers vegna samkomulagið sem þeir gerðu við hann fól í sér friðhelgi fyrir alla mögulega samverkamenn hans.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35 „Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02 Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16 Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36 FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Sváfu á verðinum þegar Epstein svipti sig lífi Fangaverðir gætu ekki að Epstein í fangelsinu í þrjár klukkustundir því þeir voru sofandi. Þeir fölsuðu síðan skjöl til að fela mistök sín. 14. ágúst 2019 10:35
„Alvarlegir misbrestir“ í fangelsinu þar sem Epstein lést Dómsmálaráðherra Bandaríkjanna segir að rannsókn á glæpum Jeffreys Epstein og mögulegum samverkamönnum hans haldi áfram þrátt fyrir andlát hans. 12. ágúst 2019 16:02
Fangaverðirnir sem áttu að fylgjast með Epstein sendir í leyfi Forstöðumaður fangelsisins sem Jeffrey Epstein sat í þegar hann framdi sjálfsvíg var færður um starf á þriðjudag. 13. ágúst 2019 23:16
Trump fordæmdur fyrir að dreifa rakalausri samsæriskenningu um dauða Epstein Dauði Jeffrey Epstein í fangelsi varð tilefni fjölda samsæriskenninga á samfélagsmiðlum. Bandaríkjaforseti dreifði einni þeirra til milljóna fylgjenda sinna á Twitter. 12. ágúst 2019 13:36
FBI gerði rassíu á „barnaníðingaeyju“ Epsteins Bandaríska alríkislögreglan FBI réðst í leit á einkaeyju auðkýfingsins Jeffrey Epstein í Karíbahafinu á mánudag. 13. ágúst 2019 16:48