Mótmæltu við sendiráð Indlands á Túngötu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2019 15:08 Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins á dögunum að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins. Um er að ræða afturköllun 370. grein indversku stjórnarskrárinnar. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. „Við mótmælum sterklega þessari ákvörðun indversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði S.M. Nasir Uz-Zaman fyrir utan sendiráðið í dag. Á milli 20 og 30 mótmælendur voru mættir og héldu sumir hverjir á skiltum þar sem aðgerðum Indverja var líkt við hryðjuverk og þeir hvattir til að hætta manndrápum. Krefjast þeir að Indverjar dragi til baka afturköllun á greininni.Lögregla fylgdist með Mótmælendur fullyrða að íbúar í Kasmír-héraði hafi ekki aðgang að mat og vatni. Fleiri hundruð þúsund hermenn hafi verið sendir til Kasmír til að drepa íbúa. Fulltrúar lögreglu voru á vettvangi og fylgdust með því að allt færi friðsamlega fram. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Að neðan má sjá frá mótmælunum við Túngötu í dag. Indland Pakistan Reykjavík Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Nokkur fjöldi fólks kom saman fyrir utan sendiráð Indlands við Túngötu í höfuðborginni í dag til að mótmæla aðgerðum yfirvalda á Indlandi í Kasmír-héraði. Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Imran Khan, forsætisráðherra Pakistans, sagði í ávarpi til þingsins á dögunum að leitað yrði til alþjóðlegra dómstóla. Með afnámi réttindanna verður utanaðkomandi aðilum heimilað að eignast fasteignir í héraðinu. Þetta telja Pakistanar tilraun til að breyta íbúasamsetningu héraðsins. Um er að ræða afturköllun 370. grein indversku stjórnarskrárinnar. Greinin veitir indverska hluta Kasmír töluverða sjálfstjórn í öllum málum nema utanríkismálum, varnarmálum og samskiptamálum. „Við mótmælum sterklega þessari ákvörðun indversku ríkisstjórnarinnar,“ sagði S.M. Nasir Uz-Zaman fyrir utan sendiráðið í dag. Á milli 20 og 30 mótmælendur voru mættir og héldu sumir hverjir á skiltum þar sem aðgerðum Indverja var líkt við hryðjuverk og þeir hvattir til að hætta manndrápum. Krefjast þeir að Indverjar dragi til baka afturköllun á greininni.Lögregla fylgdist með Mótmælendur fullyrða að íbúar í Kasmír-héraði hafi ekki aðgang að mat og vatni. Fleiri hundruð þúsund hermenn hafi verið sendir til Kasmír til að drepa íbúa. Fulltrúar lögreglu voru á vettvangi og fylgdust með því að allt færi friðsamlega fram. Um 12 milljónir búa í indverska hluta Kasmír, mikill meirihluti þeirra eru múslimar og er fastlega gert ráð fyrir því að fyrirhugaðar aðgerðir Indlandsstjórnar verði mótmælt af íbúum héraðsins. Það hefur lengi verið draumur indverska þjóðernissinna að afnema sjálfsstjórn héraðsins, en þangað til nú hefur engin ríkisstjórn Indlands látið undan kröfum þeirra. Að neðan má sjá frá mótmælunum við Túngötu í dag.
Indland Pakistan Reykjavík Tengdar fréttir Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00 Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Fleiri fréttir Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Sjá meira
Spenna í Kasmír Vaxandi spenna er í Kasmír-héraði á landamærum Indlands og Pakistans eftir að indversk stjórnvöld sviptu þann hluta héraðsins sem lýtur þeirra stjórn sérstökum réttindum. Pakistönsk stjórnvöld saka Indverja um að hafa með framferði sínu brotið gegn ályktun Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 7. ágúst 2019 08:00
Indverjar afnema sérstöðu Kasmír-héraðs Ríkisstjórn Indlands hefur í hyggju að fella úr gildi ákvæði í stjórnarskrá ríkisins sem kveður á um sérstöðu Kasmír-héraðs. Yfirvöld í Indlandi hafa á undanförnum dögum flutt þúsundir hermanna til Kasmír-héraðs. 5. ágúst 2019 09:33