Íslendingurinn í Noregi gæti sloppið við refsingu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. ágúst 2019 20:29 Maðurinn færður inn í lögreglubíl í Stavangri í morgun. Vísir Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Þetta segir Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri í samtali við Vísi. Hann var yfirheyrður í kvöld en sleppt úr haldi þar sem ekki þyki ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale.Fréttir af málinu hafa vakið mikla athygli, en fyrstu fréttir hermdu að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði reyntað fremja flugrán.Það reyndist ofsögum sagt. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregisagði að tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlegaum borð í vélinni, en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun.FLIGHTRADAR24.COMMjög samvinnuþýður Fréttamiðlar í Noregi greindu frá því í dag að framganga mannsins hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Útlit er þó fyrir að hann muni sleppa án refsingar.„Við erum enn að rannsaka málið en eins og staðan er núna lítum við á að þetta sé eins konar heilsufarsvandamál. Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ segir Mette Dale, því sé ætlunin að ræða við Íslendinginn á morgun. Eftir það sé honum frjálst að snúa heim til Íslands.Verði niðurstaðan sú að atvikið tengist heilsufari mannsins verður málinu lokað án ákæru en maðurinn er að sögn Mette Dale mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn hafi viðurkennt að vera undir áhrifum lyfja og aðhann segðist ekki muna eftir atvikinu.„Ef niðurstaðan verður að þetta tengist heilsufarsvandamáli mun hann ekki standa frammi fyrir refsingu. Við höfum þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu.“ Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Íslenski karlmaðurinn sem handtekinn var á flugvellinum í Stavangri eftir ólæti um borð í flugvél Wizz Air á leið til Íslands frá Búdapest í dag hefur verið sleppt úr haldi. Hann gæti sloppið við refsingu. Þetta segir Anne Mette Dale, lögmaður lögreglunnar í Stavangri í samtali við Vísi. Hann var yfirheyrður í kvöld en sleppt úr haldi þar sem ekki þyki ástæða til þess að halda honum lengur. „Hann hefur samþykkt að koma til okkar á morgun til þess að veita okkur nánari upplýsingar. Okkur vantar frekari upplýsingar frá honum þannig að við ákváðum að hann myndi koma á lögreglustöðina snemma á morgun. Honum er frjálst að fara eftir það,“ segir Mette Dale.Fréttir af málinu hafa vakið mikla athygli, en fyrstu fréttir hermdu að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hefði reyntað fremja flugrán.Það reyndist ofsögum sagt. Talskona lögreglunnar í Suðvestur-Noregisagði að tilkynnt hafi verið um drukkinn mann sem lét ófriðlegaum borð í vélinni, en um leið tekið fram að maðurinn hefði verið snögglega yfirbugaður og færður til sætis síns.Hér má sjá flugleið vélarinnar í morgun.FLIGHTRADAR24.COMMjög samvinnuþýður Fréttamiðlar í Noregi greindu frá því í dag að framganga mannsins hafi líklega verið brotleg við 14-11 gr. þarlendra loftferðalaga. Maðurinn gæti því átt yfir höfði sér 6 mánaða fangelsi og sektargreiðslu. Útlit er þó fyrir að hann muni sleppa án refsingar.„Við erum enn að rannsaka málið en eins og staðan er núna lítum við á að þetta sé eins konar heilsufarsvandamál. Við teljum að hann hafi ekki ætlað sér að skaða neinn um borð. Þannig lítum við á málið núna en við þurfum samt sem áður að staðfesta nokkra hluti áður en að við lokum málinu,“ segir Mette Dale, því sé ætlunin að ræða við Íslendinginn á morgun. Eftir það sé honum frjálst að snúa heim til Íslands.Verði niðurstaðan sú að atvikið tengist heilsufari mannsins verður málinu lokað án ákæru en maðurinn er að sögn Mette Dale mjög samvinnuþýður við rannsókn málsins. Fyrr í dag var greint frá því að maðurinn hafi viðurkennt að vera undir áhrifum lyfja og aðhann segðist ekki muna eftir atvikinu.„Ef niðurstaðan verður að þetta tengist heilsufarsvandamáli mun hann ekki standa frammi fyrir refsingu. Við höfum þó ekki komist að endanlegri niðurstöðu.“
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45 Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Erlent Halla og Þorbjörg á leið til Kína Innlent Magga Stína komin til Amsterdam Innlent Fleiri fréttir Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49
Upplifunin óhugnanleg en flugþjónarnir sýndu mikla fagmennsku Júlíana Kristín Jóhannsdóttir telur að flestir farþegarnir hafi verið sofandi í flugi Wizz Air frá Búdapest til Íslands í morgun þegar íslenskur karlmaður á sjötugsaldri gerði til raun til að komast inn í flugstjórnarklefann. 15. ágúst 2019 13:45
Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. 15. ágúst 2019 12:20