Íslenski flugdólgurinn ber fyrir sig minnisleysi Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. ágúst 2019 12:20 Flugstjóri farþegaþotu Wizz air á leið frá Ungverjalandi til Íslands þurfti að nauðlenda í Noregi vegna íslensks karlmanns á sjötugsaldri sem lét öllum illum látum um borð í vélinni. Wiki commons Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu. Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Íslendingur sem reyndi að brjótast inn í flugstjórnarklefa farþegaþotu flugfélagsins Wizz Air verður ákærður fyrir brot á lögum um loftferðir. Hann gæti átt yfir höfði sér allt að sex mánaða fangelsisdóm. Maðurinn verður yfirheyrður í dag en óvíst er hvenær honum verður sleppt úr varðhaldi. Lögreglan í Stavangri í Noregi fékk tilkynningu í morgun um að íslenskur karlmaður um borð í vél frá Ungverjalandi til íslands hefði látið öllum illum látum með þeim afleiðingum að flugstjóri fann sig knúinn til að nauðlenda vélinni. Norska lögreglan var beðin um að ræsa út viðbragðsaðila til að bregðast við yfirvofandi nauðlendingu. Það skal þó tekið fram að ekki er um flugrán að ræða. Sjá nánar: Flugdólgur, ekki flugræningi Victoria Hillveg, aðgerðarstjóri lögreglunnar í Stavangri, segir í samtali við fréttastofu segir að flugstjórnarmiðstöðin hefði kallað til norsku lögregluna og beðið um að maðurinn yrði handtekinn. Hann sýndi engan mótþróa við handtökuna og hefur verið samvinnufús. Hillveg segir að maðurinn, sem er á sjötugsaldri, hafi viðurkennt að hafa verið undir áhrifum lyfja. Hann kveðst ekkert muna eftir atvikinu. „Þetta er það sem við vitum enn sem komið er. Þetta er það sem hann sagði okkur sjálfur. Hann sagði okkur að hann hefði tekið inn lyf og að hann muni ekkert eftir atvikinu,“ segir Hillveg. Hún bætir við að maðurinn hafi verið samvinnufús. „Hann sýndi engan mótþróa og var fullkomlega samvinnufús. Það var engin dramatík í handtökunni.“ Eftir að hafa nauðlent á Sola-flugvellinum í Noregi var ferðinni fram haldið til Íslands. Vélin lenti á Keflavíkurflugvelli laust eftir klukkan ellefu.
Fréttir af flugi Noregur Tengdar fréttir Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03 Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49 Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Sjá meira
Íslendingurinn flugdólgur, ekki flugræningi Lögreglan í Suðvestur-Noregi segir full djúpt í árinni tekið að tala um flugrán í tilfelli Íslendingsins sem handtekinn var í flugvél Wizz Air í morgun. 15. ágúst 2019 11:03
Íslendingur sagður hafa reynt að ræna flugvél Farþegaþotu Wizz Air sem var á leið frá Ungverjalandi til Íslands var nauðlent á Sola flugvelli í Noregi í morgun eftir að flugmenn tilkynntu um tilraun til flugráns. 15. ágúst 2019 09:49