Ráðherra pirraður á Kyrrahafsríkjum sem vilja lifa af Kjartan Kjartansson skrifar 16. ágúst 2019 11:34 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, (2.f.v.) vildi ekki skrifa upp á að kolagreftri yrði hætt í sameiginlegri yfirlýsingu ráðstefnu Kyrrahafsríkja. Vísir/EPA Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull. Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Afstaða Ástrala til loftslagsaðgerða olli deilum á ráðstefnu Kyrrahafsríkja í vikunni. Fulltrúar áströlsku ríkisstjórnarinnar komu í veg fyrir að kveðið væri á um loftslagsmarkmið í sameiginlegri yfirlýsingu fundarins. Á meðan lét aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu hafa eftir sér vafasöm ummæli um að íbúar Kyrrahafseyja muni lifa af loftlagsbreytingar því þeir „tína ávextina okkar“. Fundur Kyrrahafsríkja fór fram á eyjunni Túvalú í vikunni. Lítil eyríki reyndu þar að ná sáttum um loftslagsmarkmið en tilvist þeirra er ógnað vegna hækkandi sjávarstöðu samfara loftslagsbreytingum af völdum manna. Ástralar, sem eru stærstu losendur gróðurhúsalofttegunda í Eyjaálfu, vildu aftur á móti ekki taka undir kröfuna um slík markmið, þar á meðal um að bundinn verði endir á kolavinnslu. Stjórnvöld í Canberra hafa um árabil dregið lappirnar í loftslagsmálum. „Ég tel að við hefðum átt að vinna meira fyrir fólkið okkar,“ sagði Enele Sopoaga, forsætisráðherra Túvalú, um yfirlýsingu ráðstefnunnar sem hann og fleiri töldu útvatnaða. Sagði hann að Akilisi Pohiva, starfsbróðir hans frá Tonga, hefðu tárast yfir einum fyrirlestri um loftslagsbreytingar á ráðstefnunni, „slík er ástríðan“. Meirihluti ríkjanna átján sem sátu fundinn studdu kröfu um hertar loftslagsaðgerir. Auk Ástrala gerðu Nýsjálendingar athugsemdir við það. Eftir tólf klukkustunda samningaþref náðu ríkin saman um yfirlýsingu þar sem núverandi markmið Parísarsamkomulagsins voru ítrekuð, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Michael McCormack er aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu.Vísir/EPA Pirraður á „svona ríkjum“ sem vilja lifa af Ekki bætti úr skák fyrir samskipti Ástrala við nágrannaríkin þegar fréttir bárust um ummælum Michael McCormack, aðstoðarforsætisráðherra Ástralíu, í dag. „Ég verð líka svolítið pirraður þegar fólk í svona löndum benda fingrinum að Ástralíu og segir að við ættum að loka öllum auðlindum okkar til að, þú veist, þau geti lifað af,“ sagði McCormack. „Þau munu lifa af, það er engin spurning um að þau munu lifa af og halda áfram að lifa af með mikilli aðstoð frá Ástralíu. Þau lifa áfram af vegna þess að svo margir verkamenn þeirra koma hingað og tína ávextina okkar, tína ávextina sem voru ræktaðir með mikilli ástralskri vinnu og dugnaði og við höfum alltaf boðið þau velkomin og gerum það alltaf,“ sagði aðstoðarforsætisráðherrann. McCormack sagði Ástrala ekki ætla að láta „ræna sér“ til að loka kolanámum og orkuverum sem sjái tugum þúsundum landsmanna fyrir vinnu, að sögn The Guardian. Skömmu áður en ummæli McCormark urðu opinber sagði Malcolm Turnbull, fyrrverandi forsætisráðherra, að Ástralar yrðu að sýna Kyrrahafsríkjum virðingu vegna áhyggna þeirra af loftslagshlýnun. „Loftslagsbreytingar og afleiðingar þeirra eru tilvistarlegt mál fyrir Kyrrahafið,“ sagði Turnbull.
Ástralía Loftslagsmál Tonga Túvalú Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Innlent Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Innlent Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira