Viðkvæmu gögnin komin á borð landlæknis og lögreglu gert viðvart Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. ágúst 2019 15:53 Alma D. Möller, landlæknir. Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn. Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Embætti landlæknis fékk í morgun afhent sjúkragögn sem reyndust óvænt vera í vörslu fyrrverandi starfsmanns Samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) án vitundar samtakanna. Málið er litið alvarlegum augum en inn í það spila deilur vegna uppsagnar starfsmannsins árið 2017. Er óhætt að segja að Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, og starfsmaðurinn fyrrverandi, Hjalti Þór Björnsson, sjái hlutina ólíkum augum. Gögnin eru mjög viðkvæm en meðal annars er um að ræða dagbækur af AA-fundum, sjúkraskrár og innritunarbækur á meðferðarstöðvar frá árinu 1997-2006. Landlæknir lítur málið alvarlegum augum. Upphaflega var fjallað um málið á Mbl.is í júlí þar sem rætt var við þá Arnþór og Hjalta Þór. Hjalta Þór, fyrrverandi dagskrárstjóra SÁÁ, var sagt upp störfum árið 2017. Hann hafði starfað þar í þrjátíu ár. Hjalti komst svo að því í sumar að hann hefði í vörslu sinni pappakassa með trúnaðargögnum um sjúklinga. Hann segist hafa greint Persónuvernd frá málinu en SÁÁ hefur sömuleiðis tilkynnt málið til Persónuverndar. Deila þeirra Arnþórs og Hjalta snýst í grunninn um það hvort Hjalti hafi tekið gögnin ófrjálsri hendi eða hvort gögnin hafi verið fyrir mistök send Hjalta Þór. Arnþór Jónsson er formaður stjórnar SÁÁ. Lögreglu gert viðvart Í tilkynningu Landlæknis í dag kemur fram að fulltrúi Persónuverndar hafi verið viðstaddur þegar gögnin voru afhent í dag. „Fyrsta athugun á innihaldi gagnanna hefur leitt í ljós að þar er að finna afar viðkvæmar persónuupplýsingar skjólstæðinga SÁÁ, sem hlotið hafa meðferð á Vík á Kjalarnesi. Þar á meðal eru sjúkraskrár rúmlega 250 einstaklinga og innritunarbækur á meðferðarstöð SÁÁ að Vík á Kjalarnesi frá árinu 1997 til 2006, sem innihalda þúsundir nafna. Auk þess er um að ræða fundabækur AA-funda fyrir tiltekin ár frá meðferðarheimilinu að Sogni,“ segir í tilkynningu Landlæknis. „Gögnin eru nú, og munu verða, í öruggri vörslu embættis landlæknis og Persónuverndar á meðan umfang málsins verður skoðað frekar og næstu skref stofnananna verða ákveðin. Hluti af eftirlitsskyldu stofnananna er örugg varsla sjúkraskráa en í lögum um sjúkraskrár nr. 55/2009 segir að ef eftirlit leiði í ljós að verulegar líkur séu á að brotið hafi verið gegn persónuverndarhagsmunum sjúklings skuli brot kært til lögreglu. Hefur lögreglu þegar verið gert viðvart um málið.“ Embætti landlæknis og Persónuvernd líta málið mjög alvarlegum augum og verður meðferð þess hagað í samræmi við það. Segir gögnin aldrei hafa verið í hættu Embætti landlæknis, sem hefur eftirlit með heilbrigðisþjónustu sem og því að ákvæði laga um sjúkraskrár séu virt, mun stofna til eftirlitsmáls vegna þessa. Þá hefur Persónuvernd hafið frumkvæðisathugun á þeim þætti málsins sem lýtur að öryggi persónuupplýsinga, í samræmi við heimildir í persónuverndarlögum, meðal annars í þeim tilgangi að meta hvernig SÁÁ beri að haga tilkynningu til þeirra einstaklinga sem upplýsingarnar varða. Hjalti Þór segist í samtali við Vísi hafa búið svo um hnútana að gögnin bærust Landlækni. Hann var í fjallgöngu og í lélegu sambandi þegar blaðamaður náði af honum tali. Hann ítrekaði þó að gögnin hefðu borist honum með öðru dóti sem sent var í framhaldi af uppsögninni. Honum hafði verið meinaður aðgangur að húsinu og hefði aldrei getað komist í gögnin að eigin frumkvæði. Þá hafi gögnin aldrei verið í neinni hættu enda sé hann heilbrigðisstarfsmaður og viti hvernig fara eigi með þessi gögn.
Heilbrigðismál Persónuvernd Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent