Vilja afleggja golfkort til forréttindahóps Jakob Bjarnar skrifar 16. ágúst 2019 16:15 GSÍ-kortin eru þyrnir í augum margra sem reka golfvelli en handhafar þeirra þurfa aðeins að borga málamyndagjald fyrir það að leika vellina. Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna. Golf Reykjavík Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira
Golfklúbbur Brautarholts leggur til að útgáfa svokallaðra GSÍ-korta verði hætt eða þau takmörkuð verulega. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem birtist á Facebooksíðu Golfklúbbsins. Þar segir að Golfsamband Íslands gefi út tæplega 1.300 slík kort. Handhafi slíks korts getur boðið með sér gesti á alla golfvelli landsins og þurfa þeir sem og handhafar kortanna einungis að greiða 1.500 krónur fyrir að spila á vellinum. Þetta hefur verið þyrnir í augum margra sem reka golfvellina og nú hafa forsvarsmenn Golfklúbbs Brautarholts skorið upp herör gegn kortunum sem þeir segja forréttindakort og lýsi vanvirðu við golfið.Vanvirða við golfið „Þetta verð er sennilega undir 40% af kostnaðarverði. 7% meðlima golfklúbba, 16 ára og eldri á suðvesturhorninu eru því með GSÍ kort. Flestir sem koma með slík kort bjóði með sér gesti. Það eru því nálægt 14% meðlima golfklúbba þar sem njóta þessara kjara.“ Bent er á að þrívegis í sumar hafi komið í Brautarholtið aðilar sem voru með 2 slík kort. „Okkur þykir það vanvirðing við golfið og rekstraraðila golfvalla að verðleggja golfhringi þetta lágt og að veita forréttindahópi slík ofurkjör,“ segir í yfirlýsingunni.Margeir Vilhjálmsson liggur sjaldnast á skoðunum sínum og hann lýsir sig hjartanlega sammála þeim hjá Golfklúbbi Brautarholts. Burtu með kortin.Lengi var það svo að þeir sem voru með slík kort í veski sínu þurftu ekkert að borga. En, því var breytt á þingi GSÍ og þá var tekið upp þetta gjald sem þeir sem reka golfvellina telja algert málamyndagjald.Þeir sem ráða örlögum kortanna eru handhafar þeirra Margeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri og einn af forsvarsmönnum golfhreyfingarinnar til margra ára, leggur orð í belg á síðu Golfklúbbs Brautarholts. Og lýsir sig hjartanlega sammála. „Burtu með þetta,“ segir Margeir. En, bendir jafnframt á að þar kunni að vera við ramman reip að draga. „En þetta verður lagt fyrir á þingi þar sem fulltrúarnir eru allir korthafar,“ segir Margeir og bendir á að áður hafi verið reynt að skrúfa fyrir þessa fyrirgreiðslu. „Og hverjir skyldu það hafa verið sem helst vildu halda kortunum,“ spyr Margeir og svarið liggur í loftinu: Handhafar kortanna.
Golf Reykjavík Mest lesið Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Fleiri fréttir Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Sjá meira