Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 21:00 Höfundar kynntu skýrsluna á blaðamannafundi í Safnahúsinu við Hverfisgötu í dag. Vísir/Friðrik Þór Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag. Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira
Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. Skýrsluhöfundar leggja til að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram um málið. Skýrslan sem unnin var af svokallaðri sérfræðinefnd Orkunnar okkar var kynnt á blaðamannafundi í Safnahúsinu síðdegis. Í skýrslunni er meðal annars farið yfir afleiðingar orkulöggjafar ESB á efnahags- og atvinnumál landsins, að mati nefndarinnar. Í hópi þeirra sem mættir voru á fundinn við kynningu skýrslunnar var Arnar Þór Jónsson héraðsdómari sem fyrr um daginn kom fyrir utanríkismálanefnd þar sem hann lýsti verulegum efasemdum um ágæti orkupakkans. Sjá einnig: Segir framkomu dómara við kjörna fulltrúa umhugsunarefni Þeir Jónas Elíasson, Stefán Arnórsson og Haraldur Ólafsson eru ritstjórar skýrslunnar en meðal höfunda eru Jón Baldvin Hannibalsson, Styrmir Gunnarsson og Hjörleifur Guttormsson. Skýrslan er 82 blaðsíður en í henni komast höfundar meðal annars að þeirri niðurstöðu að rökrétt væri að Alþingi hafni orkupakkanum. „Það markmið sem ESB hefur í huga, með því að láta Ísland ganga í orkusambandið, það er að fá að leggja þennan sæstreng, fá að flytja út orku til Evrópu, það stækkar mjög markað íslenskra orkuframleiðenda og það hækkar raforkuverð hérna heima og hefur ýmsar aðrar hættur í för með sér,“ segir Jónas Elíasson, rannsóknarprófessor við Háskóla Íslands, og einn skýrsluhöfunda. Orkan okkar vill þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann.Vísir/Friðrik ÞórÞessar niðurstöður stangast að miklu leyti á við það sem fram hefur komið í álitsgerðum fjölmargra sérfræðinga. „Við höfum rannsakað þessi mál, við höfum kynnt okkur það sem stendur í orkupakkanum, við til dæmis vitum það alveg að það er engin lagaleg skylda til að gera eitthvað svona lagað í orkupakkanum, við undirgöngumst hins vegar erlent dómsvald í raforkumálum með því að taka upp orkupakkann,“ segir Jónas. Fulltrúar orkunnar okkar munu koma fyrir utanríkismálanefnd á öðrum fundi hennar sem fram fer á mánudag.
Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Sjá meira