Bandaríkin áfram sterkur bandamaður Davíð Stefánsson skrifar 17. ágúst 2019 09:45 Jeffrey Ross Gunther starfaði áður sem yfirlæknir í húðlækningum og rak einnig einkastofu áður en hann var skipaður sendiherra. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Það skiptir máli þegar valinn er nýr sendiherra þeirrar þjóðar sem við Íslendingar eigum hvað mest samskipti við. Jeffrey Ross Gunter tók nýlega við sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann virkar ákveðinn í fasi, sjálfsöruggur en einlægur. Það liggur vel á honum þegar hann sýnir glæsilegt húsnæði sendiráðsins við Engjateig. „Þetta er fyrsti fundurinn sem haldinn er hér,“ segir hann. Síðustu misseri hafa verið stórframkvæmdir við Engjateig þar sem nú rís nýtt sendiráð. Hnausþykkir öryggisveggir umlykja bygginguna og skothelt gler er í öllum gluggum. Sófasettin eru enn í plasti. Enn hefur formleg opnun ekki verið tilkynnt.Ræturnar mikilvægar Gunter er alinn upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Eftir nám í Berkeley-háskóla útskrifaðist hann frá læknadeild háskólans í Suður-Kaliforníu með húðlækningar sem sérgrein. Rætur hans má rekja til hafnarborgarinnar Ódessu í Úkraínu og til borgarinnar Minsk í Hvíta-Rússlandi. „Margir forfeður mínir fórust í helförinni.“ Hann segist hafa hitt eiginkonu sína, sem nú er látin, í Ísrael. „Ég var í læknanámi þar. Hún flutti til Ísrael sem hjúkrunarkona og hitti þar læknastúdentinn. Hann bjó á annarri hæðinni en hún á þeirri þriðju.“ Þau eignuðust tvö börn sem eru nú um tvítugt og í námi í Bandaríkjunum. Hann var prófessor í klínískri húðsjúkdómafræði við háskólann í Suður-Kaliforníu og yfirlæknir í húðlækningum við USC Medical Center.Virkur Repúblikani Gunter hefur starfað fyrir Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum og setið sem formaður bandalags gyðinga innan flokksins. „Ég er úr Demókratafjölskyldu. Það er hefðbundið að innflytjendur gyðinga styðji þá. Ég trúi á einstaklinginn og að einstaklingar sjálfir viti betur en stjórnvöld hvað sé þeim fyrir bestu og hverjar væntingar þeirra séu. Auðvitað þarf að samþykka leiðsögn og við höfum áhrif hvert á annað en einstaklingsfrelsi er mér mikilvægt.“ Þetta skilaði sér inn í starf innan Repúblikanaflokksins. „Mér fannst að þessi viðhorf hefðu sterkari rödd við borðið.“ „En ég er ekki hér sem fulltrúi Repúblikana eða Demókrata. Ég er hér sem fulltrúi allra Bandaríkjamanna. Sem sendiherra er ég hér að verja velmegun allra Bandaríkjamanna.“Stuðningsmaður Trumps Hann segir að það sé eiginkonu hans að þakka að hann sé nú í þessum sporum. Í júní 2015 hafði hún, þá mjög veik að berjast við krabbamein, séð Trump tilkynna framboð sitt. „Konan mín var góð í að meta sannleiksgildi hlutanna. Hún sagði mér að það kynni að hljóma undarlega en hún kynni vel við Donald Trump. Þegar ég spurði hana af hverju sagðist hún telja að hann segði satt. Þú kannt ef til vill ekki við stefnu hans, stíl eða annað, en að heyra þetta frá konu minni hafði mikil áhrif á mig.“ Gunter segist hafa heyrt efasemdir í garð Trumps en hann vildi fylgja sannfæringu sinni og studdi því Trump í kosningabaráttunni 2016 og starfaði með undirbúningsteymi Trumps eftir kosningarnar. „Ég var svo lánsamur að eftir mér hafði verið tekið í kosningabaráttunni og að ég hefði verið farsæll í viðskiptum. Ég kann því vel hvernig stjórnvöld hvetja menn með farsælan feril og ólíkan bakgrunn til þátttöku í utanríkisþjónustunni.“ Eftir að Trump náði kjöri hafði fólk innan Repúblikanaflokksins samband við hann. Þau horfðu til forystuhæfileika hans og farsæls viðskiptaferils. Hann var því kallaður í viðtal þar sem stungið var upp á því við hann að verða sendiherra á Íslandi. Hann hafði aldrei komið til landsins en þekkti mörg Evrópuríki vel. „Ég var mjög stoltur af þessu boði. Ég hlustaði fyrst með athygli og þakkaði fyrir mig. En því meira sem ég hugsaði um Ísland, því lánsamari fannst mér ég vera. Þetta var mér mikill heiður. En í sannleika sagt er eitt að lesa um landið og ræða við fólk um landið og annað að búa á Íslandi og kynnast fólki hér.“Móttökurnar góðar Hann segir að fyrstu kynni hafi verið góð. Hann hefur bæði fundað með utanríkisráðherra og fjölda fólks úr viðskiptalífinu og heilbrigðiskerfinu. „Að hugsa til þess að land ykkar með tæplega 350.000 íbúa skuli taka á móti 700.000 Ameríkönum sem heimsækja landið ár hvert með svo hýrlegum og auðmjúkum hætti segir mér margt um þjóðina.“En hvað hefur hann séð til þessa af landinu? „Ég er búinn að sjá goshveri og fossa en á eftir að fara mun víðar.“ Hann segist heppinn að hafa með sér í sendiráðinu fólk sem þykir vænt um landið og elskar dvölina hér.Varnarsamstarfið mikilvægt Á fundum Mikes Pompeo utanríkisráðherra með ráðamönnum fyrr á árinu var rætt um að vinna að viðskiptasamráði ríkjanna. Gunter segir að tíminn verði að leiða í ljós með hvaða hætti þetta samráð verði þróað og á hvaða atvinnugreinar verði lagðar áherslur. Hann segir að samskiptin verði meiri vegna þessa og meira af mikilvægum heimsóknum. Öryggis- og varnarsamstarf hefur verið fyrirferðarmikið í samskiptum þjóðanna í áratugi. Þetta samstarf hefur á undanförnum árum verið þróað og nær það til mun fleiri þátta en áður, allt frá málefnum norðurslóða til stríðsins gegn hryðjuverkum. Gunter leggur áherslu á að þrátt fyrir þessar breyttu aðstæður standi varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Íslandi á grundvelli varnarsamningsins óhaggaðar. „Ég ætla að vitna til orða Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra Íslands, sem hann lét falla í Washington 1949, við undirritun Atlantshafssáttmálans: „Þjóðir þær, sem nú eru að ganga í þetta nýja bræðralag, eru að mörgu leyti ólíkar hver annarri. Sumar þeirra eru hinar mestu og voldugustu í heimi, aðrar eru smáar og lítils megandi. …Allir trúum við á vinsamlega samvinnu þjóða í milli – allir óskum við heiminum friðar og mannkyninu velferðar.“ Gunter segist vilja gera orð Bjarna að sínum. „Við deilum með Íslendingum gildum og heimssýn. Við höfum djúpa trú á lýðræði, frjálsu athafnalífi, mannréttindum og frelsi fjölmiðla. Saman geta þjóðirnar klifið mörg fjöll tækifæranna.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Það skiptir máli þegar valinn er nýr sendiherra þeirrar þjóðar sem við Íslendingar eigum hvað mest samskipti við. Jeffrey Ross Gunter tók nýlega við sem sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Hann virkar ákveðinn í fasi, sjálfsöruggur en einlægur. Það liggur vel á honum þegar hann sýnir glæsilegt húsnæði sendiráðsins við Engjateig. „Þetta er fyrsti fundurinn sem haldinn er hér,“ segir hann. Síðustu misseri hafa verið stórframkvæmdir við Engjateig þar sem nú rís nýtt sendiráð. Hnausþykkir öryggisveggir umlykja bygginguna og skothelt gler er í öllum gluggum. Sófasettin eru enn í plasti. Enn hefur formleg opnun ekki verið tilkynnt.Ræturnar mikilvægar Gunter er alinn upp á vesturströnd Bandaríkjanna. Eftir nám í Berkeley-háskóla útskrifaðist hann frá læknadeild háskólans í Suður-Kaliforníu með húðlækningar sem sérgrein. Rætur hans má rekja til hafnarborgarinnar Ódessu í Úkraínu og til borgarinnar Minsk í Hvíta-Rússlandi. „Margir forfeður mínir fórust í helförinni.“ Hann segist hafa hitt eiginkonu sína, sem nú er látin, í Ísrael. „Ég var í læknanámi þar. Hún flutti til Ísrael sem hjúkrunarkona og hitti þar læknastúdentinn. Hann bjó á annarri hæðinni en hún á þeirri þriðju.“ Þau eignuðust tvö börn sem eru nú um tvítugt og í námi í Bandaríkjunum. Hann var prófessor í klínískri húðsjúkdómafræði við háskólann í Suður-Kaliforníu og yfirlæknir í húðlækningum við USC Medical Center.Virkur Repúblikani Gunter hefur starfað fyrir Repúblikanaflokkinn í Bandaríkjunum og setið sem formaður bandalags gyðinga innan flokksins. „Ég er úr Demókratafjölskyldu. Það er hefðbundið að innflytjendur gyðinga styðji þá. Ég trúi á einstaklinginn og að einstaklingar sjálfir viti betur en stjórnvöld hvað sé þeim fyrir bestu og hverjar væntingar þeirra séu. Auðvitað þarf að samþykka leiðsögn og við höfum áhrif hvert á annað en einstaklingsfrelsi er mér mikilvægt.“ Þetta skilaði sér inn í starf innan Repúblikanaflokksins. „Mér fannst að þessi viðhorf hefðu sterkari rödd við borðið.“ „En ég er ekki hér sem fulltrúi Repúblikana eða Demókrata. Ég er hér sem fulltrúi allra Bandaríkjamanna. Sem sendiherra er ég hér að verja velmegun allra Bandaríkjamanna.“Stuðningsmaður Trumps Hann segir að það sé eiginkonu hans að þakka að hann sé nú í þessum sporum. Í júní 2015 hafði hún, þá mjög veik að berjast við krabbamein, séð Trump tilkynna framboð sitt. „Konan mín var góð í að meta sannleiksgildi hlutanna. Hún sagði mér að það kynni að hljóma undarlega en hún kynni vel við Donald Trump. Þegar ég spurði hana af hverju sagðist hún telja að hann segði satt. Þú kannt ef til vill ekki við stefnu hans, stíl eða annað, en að heyra þetta frá konu minni hafði mikil áhrif á mig.“ Gunter segist hafa heyrt efasemdir í garð Trumps en hann vildi fylgja sannfæringu sinni og studdi því Trump í kosningabaráttunni 2016 og starfaði með undirbúningsteymi Trumps eftir kosningarnar. „Ég var svo lánsamur að eftir mér hafði verið tekið í kosningabaráttunni og að ég hefði verið farsæll í viðskiptum. Ég kann því vel hvernig stjórnvöld hvetja menn með farsælan feril og ólíkan bakgrunn til þátttöku í utanríkisþjónustunni.“ Eftir að Trump náði kjöri hafði fólk innan Repúblikanaflokksins samband við hann. Þau horfðu til forystuhæfileika hans og farsæls viðskiptaferils. Hann var því kallaður í viðtal þar sem stungið var upp á því við hann að verða sendiherra á Íslandi. Hann hafði aldrei komið til landsins en þekkti mörg Evrópuríki vel. „Ég var mjög stoltur af þessu boði. Ég hlustaði fyrst með athygli og þakkaði fyrir mig. En því meira sem ég hugsaði um Ísland, því lánsamari fannst mér ég vera. Þetta var mér mikill heiður. En í sannleika sagt er eitt að lesa um landið og ræða við fólk um landið og annað að búa á Íslandi og kynnast fólki hér.“Móttökurnar góðar Hann segir að fyrstu kynni hafi verið góð. Hann hefur bæði fundað með utanríkisráðherra og fjölda fólks úr viðskiptalífinu og heilbrigðiskerfinu. „Að hugsa til þess að land ykkar með tæplega 350.000 íbúa skuli taka á móti 700.000 Ameríkönum sem heimsækja landið ár hvert með svo hýrlegum og auðmjúkum hætti segir mér margt um þjóðina.“En hvað hefur hann séð til þessa af landinu? „Ég er búinn að sjá goshveri og fossa en á eftir að fara mun víðar.“ Hann segist heppinn að hafa með sér í sendiráðinu fólk sem þykir vænt um landið og elskar dvölina hér.Varnarsamstarfið mikilvægt Á fundum Mikes Pompeo utanríkisráðherra með ráðamönnum fyrr á árinu var rætt um að vinna að viðskiptasamráði ríkjanna. Gunter segir að tíminn verði að leiða í ljós með hvaða hætti þetta samráð verði þróað og á hvaða atvinnugreinar verði lagðar áherslur. Hann segir að samskiptin verði meiri vegna þessa og meira af mikilvægum heimsóknum. Öryggis- og varnarsamstarf hefur verið fyrirferðarmikið í samskiptum þjóðanna í áratugi. Þetta samstarf hefur á undanförnum árum verið þróað og nær það til mun fleiri þátta en áður, allt frá málefnum norðurslóða til stríðsins gegn hryðjuverkum. Gunter leggur áherslu á að þrátt fyrir þessar breyttu aðstæður standi varnarskuldbindingar Bandaríkjanna gagnvart Íslandi á grundvelli varnarsamningsins óhaggaðar. „Ég ætla að vitna til orða Bjarna Benediktssonar, utanríkisráðherra Íslands, sem hann lét falla í Washington 1949, við undirritun Atlantshafssáttmálans: „Þjóðir þær, sem nú eru að ganga í þetta nýja bræðralag, eru að mörgu leyti ólíkar hver annarri. Sumar þeirra eru hinar mestu og voldugustu í heimi, aðrar eru smáar og lítils megandi. …Allir trúum við á vinsamlega samvinnu þjóða í milli – allir óskum við heiminum friðar og mannkyninu velferðar.“ Gunter segist vilja gera orð Bjarna að sínum. „Við deilum með Íslendingum gildum og heimssýn. Við höfum djúpa trú á lýðræði, frjálsu athafnalífi, mannréttindum og frelsi fjölmiðla. Saman geta þjóðirnar klifið mörg fjöll tækifæranna.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Donald Trump Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01 Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01 Mest lesið Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Erlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Innlent Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Erlent „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Innlent Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Erlent Titringur á Alþingi Innlent Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti Innlent Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Innlent Fleiri fréttir Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Slæm meðferð Bandaríkjanna á frumbyggjum vekur ótta á Grænlandi Rektor MH tekur við skólamálum borgarinnar Bíll illa farinn eftir að hafa verið ekið á vegrið Almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af fuglaflensu Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Hollywood brennur og von á asahláku hér á landi Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Beint streymi: Er Grænland til sölu? Finnar verja Ísland í fyrsta sinn Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sjá meira
Ísland komið með nýjan sendiherra frá Bandaríkjunum Húðlæknirinn Jeffrey Ross Gunter er nýr sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Tilnefning hans var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í gær eftir að hann var tilnefndur af Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, í ágúst í fyrra. 24. maí 2019 14:01
Trump búinn að útnefna nýjan sendiherra á Íslandi Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, útnefnt Dr. Jeffrey Ross Gunter sem nýjan sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi. Sendiráð Bandaríkjanna hér á landi hefur verið sendiherralaust í um eitt og hálft ár. 21. ágúst 2018 16:01