Segir skýrt að engar kvaðir um sæstreng séu í þriðja orkupakkanum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. ágúst 2019 13:35 Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík. Vísir/skjáskot Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét. Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Það gæti sett framkvæmd EES- samningsins í uppnám og haft í för með sér bæði efnahagslegar og pólitískar afleiðingar að synja þriðja orkupakkanum. Þetta segir dósent við lagadeild HR. Það sé enn fremur kýrskýrt að innleiðing orkupakkans feli ekki í sér neinar kvaðir um lagningu sæstrengs. Margrét Einarsdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík var meðal þeirra sérfræðinga sem komu fyrir utanríkismálanefnd í gær til að ræða þriðja orkupakkann. Þetta er í fyrsta sinn sem Margrét kemur fyrir nefndina en hún vann álitsgerð ásamt fleirum um það hvaða lagalegu afleiðingar það hefði í för með sér ef að Alþingi myndi synja um afléttingu stjórnskipulegs fyrirvara með þriðja orkupakkanum. „Það sem að við bendum á er í fyrsta lagi er að löggjöfin myndi þá ekki taka gildi, hvorki gagnvart Íslandi, Noregi né Lictenstein. Sameiginlega EES nefndin myndi þá fresta fjórða viðauka um orku í EES-samningnum til bráðabirða þannig að hluti eða öll löggjöf sem snýr að orkumálum yrði frestað,” segir Margrét. Það gæti haft í för með sér ýmsar afleiðingar. „Það gæti haft ákveðnar efnahagslegar afleiðingar, meðal annars fyrir orkufyrirtæki á Íslandi sem eru að selja upprunaábyrgðir, þá myndi þetta hafa í för með sér ákveðnar pólitískar afleiðingar, gæti sett framkvæmd EES-samningsins í ákveðið uppnám, og það sem kannski mestu máli skiptir er að það er mjög óljóst hver ættu að verða næstu skref.” Þá segir hún afar langsótt að halda því fram að innleiðingin feli í sér kvaðir um lagningu sæstrengs líkt og margir hafa þegar bent á. „Það er alveg kýrskýrt að þriðji orkupakkinn leggur ekki skyldur á íslenska ríkið til þess að leggja sæstreng og það leggur ekki þær skyldur á íslenska ríkið að heimila einhverjum öðrum einstaklingum eða lögaðilum að leggja sæstreng,” segir Margrét.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15 Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00 Mest lesið Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Fjórir handteknir fyrir að dvelja ólöglega á landinu Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Sjá meira
Ekki skylda að leggja sæstreng Fimm gestir komu á fund utanríkismálanefndar um þriðja orkupakkann. Formaður nefndarinnar segir ekkert nýtt koma fram. Varaformaður nefndarinnar setur spurningarmerki við hæfi héraðsdómara. 17. ágúst 2019 07:15
Vilja þjóðaratkvæðagreiðslu um þriðja orkupakkann Orkan okkar, sem barist hefur gegn innleiðingu þriðja orkupakkans, kynnti í dag eigin skýrslu um afleiðingar þess fyrir Ísland ef orkupakkinn verður samþykktur. 16. ágúst 2019 21:00