Óli Stefán: Aðalmarkmiðið að tryggja okkar sess í þessari deild Einar Kárason skrifar 18. ágúst 2019 19:15 Óli Stefán Flóventsson. vísir/bára ,,Þetta er hundfúlt,” sagði Óli Stefán Flóventsson eftir jafnteflið gegn Eyjamönnum. ,,Við erum sjálfum okkur verstir. Við fáum svo flott færi og flottar stöður til að ganga frá þessum leik en á meðan þetta er í járnum getur allt gerst. Við verðum að klára okkar. Við erum klaufar í byrjun seinni hálfleiks þegar við fáum á okkur markið. Þá er fókusinn ekki rétti stilltur og okkur refsað. Þetta er fúlt en við verðum að gjöra svo vel og virða þetta stig.” ,,Það sem ég horfi fyrst og fremst í er að það eru stór batamerki í okkar leik. Við erum búnir að spila leiki þar sem við erum að spila vel og bæta okkar leik. Það er það sem við erum að fókusa á. Að frammistaðan sé góð og við séum félaginu til sóma. Því leytinu til er ég ánægður með liðið í dag en við þurfum að klára þessa stöðu sem við erum komnir í til að fá þrjú stig. Í dag gerðum við það bara ekki og því verðskulduðum við bara eitt.” ,,Þetta var sjálfsagt rétt víti,” sagði Óli um vítaspyrnudóminn. ,,Ég svo sem sá þetta ekki alveg nógu vel. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur með okkar innkomu inn í seinni hálfleikinn. Við lögðum áherslu á að við værum tilbúnir. Við stóðum það ekki. Það vantaði fókus á okkar leik og okkur er refsað ef við erum ekki klárir.” KA menn fengu gullið tækifæri til að taka öll stigin í dag þegar þeir fengu vítaspyrnu seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll varði spyrnu hans. ,,Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hann. Við verðum að athuga það að Hallgrímur Mar er búinn að vera frábær í sumar og unnið fullt af punktum fyrir okkur. Við virkum bara þannig að við stöndum saman og núna er það okkar hlutverk að klappa honum á bakið og hjálpa honum áfram. Hann verður örugglega svekktur á heimleiðinni en svo er hann bara klár á næstu æfingu og tilbúinn að gera sitt.” ,,Það er mjög auðvelt að fara þá leið (að svekkja sig) en við kjósum að taka það sem við erum að gera vel og fjölga þeim köflum. Í þessum leik í dag er ekki erfitt að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis.” Er KA ekki alltof gott lið til að fara niður? ,,Ég segi það alltaf að við erum að keppa við 11 bestu lið Íslands og við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum sem við förum í. Ef við ætlum einhverntímann að halda það að við séum of góðir til að halda að við getum ekki verið í einhvernskonar fallbaráttu þá fyrst erum við í vandræðum. Aðalmarkmið okkar er að tryggja okkar sess í þessari deild” sagði Óli Stefán. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira
,,Þetta er hundfúlt,” sagði Óli Stefán Flóventsson eftir jafnteflið gegn Eyjamönnum. ,,Við erum sjálfum okkur verstir. Við fáum svo flott færi og flottar stöður til að ganga frá þessum leik en á meðan þetta er í járnum getur allt gerst. Við verðum að klára okkar. Við erum klaufar í byrjun seinni hálfleiks þegar við fáum á okkur markið. Þá er fókusinn ekki rétti stilltur og okkur refsað. Þetta er fúlt en við verðum að gjöra svo vel og virða þetta stig.” ,,Það sem ég horfi fyrst og fremst í er að það eru stór batamerki í okkar leik. Við erum búnir að spila leiki þar sem við erum að spila vel og bæta okkar leik. Það er það sem við erum að fókusa á. Að frammistaðan sé góð og við séum félaginu til sóma. Því leytinu til er ég ánægður með liðið í dag en við þurfum að klára þessa stöðu sem við erum komnir í til að fá þrjú stig. Í dag gerðum við það bara ekki og því verðskulduðum við bara eitt.” ,,Þetta var sjálfsagt rétt víti,” sagði Óli um vítaspyrnudóminn. ,,Ég svo sem sá þetta ekki alveg nógu vel. Ég er fyrst og fremst bara ósáttur með okkar innkomu inn í seinni hálfleikinn. Við lögðum áherslu á að við værum tilbúnir. Við stóðum það ekki. Það vantaði fókus á okkar leik og okkur er refsað ef við erum ekki klárir.” KA menn fengu gullið tækifæri til að taka öll stigin í dag þegar þeir fengu vítaspyrnu seint í uppbótartíma síðari hálfleiks. Hallgrímur Mar Steingrímsson fór á punktinn en Halldór Páll varði spyrnu hans. ,,Þetta mun ekki hafa nein áhrif á hann. Við verðum að athuga það að Hallgrímur Mar er búinn að vera frábær í sumar og unnið fullt af punktum fyrir okkur. Við virkum bara þannig að við stöndum saman og núna er það okkar hlutverk að klappa honum á bakið og hjálpa honum áfram. Hann verður örugglega svekktur á heimleiðinni en svo er hann bara klár á næstu æfingu og tilbúinn að gera sitt.” ,,Það er mjög auðvelt að fara þá leið (að svekkja sig) en við kjósum að taka það sem við erum að gera vel og fjölga þeim köflum. Í þessum leik í dag er ekki erfitt að laga þá hluti sem fóru úrskeiðis.” Er KA ekki alltof gott lið til að fara niður? ,,Ég segi það alltaf að við erum að keppa við 11 bestu lið Íslands og við berum virðingu fyrir öllum andstæðingum sem við förum í. Ef við ætlum einhverntímann að halda það að við séum of góðir til að halda að við getum ekki verið í einhvernskonar fallbaráttu þá fyrst erum við í vandræðum. Aðalmarkmið okkar er að tryggja okkar sess í þessari deild” sagði Óli Stefán.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45 Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 3-2 | Frakkar númeri of stórir Fótbolti „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Fleiri fréttir Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Sjá meira
Leik lokið: ÍBV 1-1 KA │Tíu leikja taphrina Eyjamanna á enda ÍBV náði í sitt fyrsta stig síðan 2.júní þegar KA kom í heimsókn á Hásteinsvöll í Pepsi-Max deild karla í dag. 18. ágúst 2019 17:45