Ólafur Kristjáns: Brandur loksins farinn að skjóta á markið Árni Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2019 21:01 Ólafur Kristjánsson stöð 2 „Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
„Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar „Það sem klikkaði var að þær komust á lagið og gerðu vel“ Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 6-1 | Meistararnir byrja af krafti „Gott að vera komin heim“ Uppgjörið: Þróttur - Fram 3-1 | Nýliðarnir máttu þola tap í endurkomunni Hin næstum fertuga Sif fær félagaskipti í Víking „Komin ótrúlega langt miðað við hversu stutt er síðan hún átti sitt fyrsta barn“ „Sýna þeim að þau gerðu mistök að segja samningnum upp“ „Það verður alltaf talað um hana“ „KA búið að leggja það í vana sinn að bregðast mjög seint við“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30