Ólafur Kristjáns: Brandur loksins farinn að skjóta á markið Árni Jóhannsson skrifar 18. ágúst 2019 21:01 Ólafur Kristjánsson stöð 2 „Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
„Hann var rosalega sætur þessi“, voru fyrstu orð þjálfara FH þegar hann var spurður út í tilfinninguna eftir sigur hans manna á Fylki í kvöld. „Hann var erfiður og Fylkisliðið á hrós skilið fyrir það hvernig þeir settu upp leikinn. Það var erfitt að brjóta þá niður og Helgi og hans teymi eru búnir að vinna mjög góða vinnu. Ég get svo sannarlega skilið svekkelsið þeirra og að sama skapi fögnuðinn hjá okkur“. „Fylkir byrjaði betur en við náðum tökum á þessu í lok fyrri og því svekkjandi að fá á sig klaufamark eins og maður kallar það þegar það er skorað á okkur úr föstu leikatriði. Við áttum að gera betur við vissum að þeir væru sterkir í föstum leikatriðum en þeir skoruðu á okkur úr föstu leikatriði í fyrri leiknum. Seiglan var svo rosaleg í FH liðinu í dag og ég hafði smá áhyggjur af því að stangarskot og færi sem fóru forgörðum myndu reynast okkur dýr en það var geggjað að sjá boltann í netinu í lok leiks“. Eftir sigurinn á móti Val þá talaði Ólafur um þrautseigjuna í hans mönnum og í dag notaði hann orðið seigla. Hann var spurður að því hvort þetta væru þeir eiginleikar sem væru mikilvægastir fyrir loka átökin í deildinni. „Það er alveg klárt. Þetta er mjög lík orð en það þarf því deildin er mjög jöfn og flest liðin kunna að verjast mjög vel og við lendum oft í því á heimavelli að lið, eins og Fylkir, eru vel skipulögð og hættuleg í skyndisóknum þannig að þú mátt ekki klúðra leiknum og lenda undir þegar þú ert að sækja mikið. Svo þarftu þessa þrautseigju sem við sýndum og helvítið hann Brandur, loksins farinn að skjóta á markið“. Ólafur hélt áfram um Brand og mörkin hans: „Fyrra skotið, það var flökt á boltanum og Stefáni Loga til varnar þá er gríðarlega erfitt að eiga við svona skot. Hann smellhitti boltann eins og við höfum séð Brand gera á æfingum og í seinna markinu þá er boltinn á vondu tempói fyrir markvörðinn sem er að reyna að sjá boltann. Brandur er samt með góðan skot fót og ég vil frekar hrósa Brand í stað þess að segja að markvörðurinn hafi átt að gera betur“. Að lokum var Ólafur spurður að því hvort hann ætlaði að fylgjast með leik Breiðabliks og Vals annað kvöld og þá hugsanlega halda með Valsmönnum en Ólafur er fyrrum þjálfari Blika. Ólafur brosti út í annað þegar hann svaraði spurningunni: „Nei ég ætla ekkert endilega að halda með þeim. Ég ætla bara að horfa á leikinn og fylgjast með KR-Víking og njóta. Þetta er frábært Íslandsmót, það er mjög jafnt þó að KR-ingar séu með góða forystu. Bestu úrslitin fyrir okkur er að vinna okkar leik svo verður maður bara að sitja og fylgjast með og gangi öllum vel“.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30 Mest lesið Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Fótbolti Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Enski boltinn Fleiri fréttir Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: FH - Fylkir 2-1 │Dramatík í Kaplakrika Brandur Olsen tryggði FH-ingum sigur með marki á lokamínútu leiksins. 18. ágúst 2019 20:30