Nike ætlar ekki lengur að "refsa“ íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2019 13:00 Allyson Felix fagnar með bandaríska fánann á Ólympíuleikunum í Ríó. Getty/Cameron Spencer Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur. Allyson Felix sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að Nike ætli ekki lengur að „refsa“ Íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar en hingað til hafa konurnar fundið fyrir því fjárhagslega þegar kemur að styrkjum frá Nike. Nike hafði verið með árangurstengdar kvaðir í samningum sínum við íþróttakonur og það þýddi að það hafi miklar afleiðingar fyrir þeirra innkomu þegar þær hafa eignast barn. Barnseignir hafa breytt miklu fyrir margar íþróttakonur og sumar hafa jafnvel hætt í framhaldinu enda ekki auðvelt að komast aftur í sitt fyrra form. Nú eru hins vegar breyttir tímar og íþróttakonur koma flestar aftur til baka sem er frábær þróun.Nike have changed their contracts for pregnant athletes. It means female athletes will "no longer be financially penalised for having a child". More: https://t.co/ocdVrLJS0vpic.twitter.com/FX7n22Jeds — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Forráðamenn Nike hafa því loksins tekið þá ákvörðun að henda öllum árangurstengdum skilmálum út þegar kemur að barneignum þeirra íþróttakvenna. Íþróttakonur fá nú átján mánaða tíma hjá Nike til að eignast barnið og koma sér aftur á fulla ferð á ný. Allyson Felix er sexfaldur Ólympíumeistari en dóttir hennar fæddist fyrir tímann í nóvember. Allyson Felix sagði frá því í maí síðastliðnum að Nike ætlaði að greiða henni 70 prósent minna eftir að hún varð móðir. Hún snéri þá vörn í sókn. Hin 33 ára gamla afrekskona ætlaði ekki að tapa þessum bardaga og barðist fyrir rétti sínum. Hún skrifaði meðal annars pistil í New York Times. Barátta Allyson Felix bar árangur því Nike hefur nú ákveðið að henda út öllum skilmálum sem snúa að því að draga úr greiðslum til íþróttakvenna ef þær verða óléttar. „Raddir okkar hafa völd,“ skrifaði Allyson Felix en það smá sjá allt bréfið hér fyrir neðan. Our voices have power. NIKE has contractually provided maternal protection to the female athletes they sponsor. I’m grateful to NIKE leadership for believing that we are all more than athletes. THANK YOU to the brands who have already made this commitment. Who is next? pic.twitter.com/fF9ZV0DkCJ — Allyson Felix (@allysonfelix) August 16, 2019 Bandaríkin Frjálsar íþróttir Jafnréttismál Ólympíuleikar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira
Bandaríski Ólympíumeistarinn Allyson Felix birti opinberlega bréf sem hún fékk frá íþróttavöruframleiðandanum Nike en þar kom fram að Nike hafi ákveðið að breyta öllum samningum sínum við íþróttakonur. Allyson Felix sagði frá því á samfélagsmiðlum sínum að Nike ætli ekki lengur að „refsa“ Íþróttakonunum sínum fyrir að verða óléttar en hingað til hafa konurnar fundið fyrir því fjárhagslega þegar kemur að styrkjum frá Nike. Nike hafði verið með árangurstengdar kvaðir í samningum sínum við íþróttakonur og það þýddi að það hafi miklar afleiðingar fyrir þeirra innkomu þegar þær hafa eignast barn. Barnseignir hafa breytt miklu fyrir margar íþróttakonur og sumar hafa jafnvel hætt í framhaldinu enda ekki auðvelt að komast aftur í sitt fyrra form. Nú eru hins vegar breyttir tímar og íþróttakonur koma flestar aftur til baka sem er frábær þróun.Nike have changed their contracts for pregnant athletes. It means female athletes will "no longer be financially penalised for having a child". More: https://t.co/ocdVrLJS0vpic.twitter.com/FX7n22Jeds — BBC Sport (@BBCSport) August 18, 2019Forráðamenn Nike hafa því loksins tekið þá ákvörðun að henda öllum árangurstengdum skilmálum út þegar kemur að barneignum þeirra íþróttakvenna. Íþróttakonur fá nú átján mánaða tíma hjá Nike til að eignast barnið og koma sér aftur á fulla ferð á ný. Allyson Felix er sexfaldur Ólympíumeistari en dóttir hennar fæddist fyrir tímann í nóvember. Allyson Felix sagði frá því í maí síðastliðnum að Nike ætlaði að greiða henni 70 prósent minna eftir að hún varð móðir. Hún snéri þá vörn í sókn. Hin 33 ára gamla afrekskona ætlaði ekki að tapa þessum bardaga og barðist fyrir rétti sínum. Hún skrifaði meðal annars pistil í New York Times. Barátta Allyson Felix bar árangur því Nike hefur nú ákveðið að henda út öllum skilmálum sem snúa að því að draga úr greiðslum til íþróttakvenna ef þær verða óléttar. „Raddir okkar hafa völd,“ skrifaði Allyson Felix en það smá sjá allt bréfið hér fyrir neðan. Our voices have power. NIKE has contractually provided maternal protection to the female athletes they sponsor. I’m grateful to NIKE leadership for believing that we are all more than athletes. THANK YOU to the brands who have already made this commitment. Who is next? pic.twitter.com/fF9ZV0DkCJ — Allyson Felix (@allysonfelix) August 16, 2019
Bandaríkin Frjálsar íþróttir Jafnréttismál Ólympíuleikar Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Villarreal - Barcelona | Þungt síðasta próf fyrir jól Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Sjá meira