Málsvörn hinsegin nemenda Sólveig Daðadóttir skrifar 19. ágúst 2019 16:51 Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Halldór 01.11.25 Halldór Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Hápunktur hinsegindaga, Gleðigangan, var núna síðastliðinn laugardag. Í ár var 20 ára afmæli Hinsegindaga jafnt sem 50 ár síðan Stone Wall ritos áttu sér stað. Þess vegna var þema margra atriðanna í göngunni í ár róttækni og áhersla var lögð á baráttuna fremur en gleðina. Oft er talað um Ísland sem hinsegin paradís, sem er því miður ekki rétt. Hinsegin fólk á Íslandi hefur ekki nema um 50% þeirra réttinda sem annað fólk hefur, samkvæmt regnbogakorti ILGA Evrópu. Þó að nær þriðjungur þjóðarinnar mætir á Gleðigönguna, þegar vel viðrar, og þó að samkynja pör megi ganga í heilagt hjónaband þá er enn langt í land og baráttan ekki búin. Innan háskólasamfélagsins er sömu sögu að finna, hvort sem það er innan veggja kennslustofunnar eða utan. Fordómar finnast alls staðar, í nemendahópum, í kennslu og innan stjórnar skólans. Hinsegin fólk finnst líka allsstaðar, það eru hinsegin nemendur, hinsegin kennarar og annað hinsegin starfsfólk í Háskóla Íslands. Til þess að öllum finnist þau velkomin þarf hinsegin fólki líka að finnast það velkomið. Hinseginfræðsla sem hluta af endurmenntun kennara og hluti af námskrá er mikilvægur þáttur í því að gera það að veruleika. Það er ekki nóg að kennarar viti hvað það er að vera hinsegin heldur verða þeir að taka beinan þátt í að láta hinsegin fólki líða vel innan veggja skólans. Það tekur á að mæta sem nemandi á fyrirlestur en þurfa svo sjálfur að halda fyrirlestur til þess að leiðrétta fordómafullar athugasemdir eða fordómafull orð í eigin garð. Í skólanum á nemandinn ekki að þurfa að réttlæta tilvistarrétt sinn. Kennarar geta ekki kennt efni sem við kemur hinsegin fólki nema að vera búnir að kynna sér málið vel eða láta hinsegin einstakling fara yfir það sem er skrifað. Námsbækurnar sem notaðar eru við kennslu við Háskóla Íslands eru mis gamlar og því með mismunandi orðanotkun þegar kemur að hinsegin fólki. Það er þó nokkuð um fordómafullar athugasemdir og hugmyndir í kennslubókum og úrelt orð sem eru notuð í niðrandi merkingu um hinsegin fólk. Að kennarinn minnist á að þessi orð eigi ekki við í dag og að um ranghugmyndir sé að ræða reynist gífurlega mikilvægt við þessar aðstæður en ef ekkert er sagt fá fordómarnir að viðgangast. Best væri þó að umrætt námsefni væri einfaldlega ekki notað lengur og nýrra efni fundið í staðinn. Hliðvarsla er það þegar einhver eða einhverjir stýra því hver fær og hver fær ekki aðgang að tilteknu samfélagi eða sjálfskilgreiningarhugtaki. Háskólinn stýrir því hvaða efni er kennt og hvað ekki, hvaða hugmyndir eru kynntar nemendum og hvaða hugmydnum er sleppt. Hliðvarsla á sér stað í garð hinsegin fólki sem og um það bil allra annarra jaðarhópa í námsefni og kennslu. Námsefnið fjallar nær eingöngu um skoðanir og skrif karla. Það á að kenna um hinsegin fólk og um skrif frá hinsegin fólki í fleiri áföngum en bara þeim sem fjalla sérstaklega um hinsegintengd mál. Stúdentaráð Háskóla Íslands var með atriði í Gleðigögnunni í ár ásamt Landssamtökum íslenskra stúdenta. Með atriðinu vildu þau styðja við bakið á baráttu Q – félagi hinsegin stúdenta og skilaboðin á skiltum þeirra endurspegluðu raunveruleika hinsegin nemenda við Háskóla Íslands. Háskóli Íslands er ekki fyrirmynd þegar kemur að aðstöðu hinsegin nemenda og verður að gera betur í málum þeirra. Gleðigangan snýst um samstöðu í baráttunni og máttinn í fjöldanum. Hún snýst um sýnileika og margbreytileika. Með því að fanga fjölbreytileikanum er átt við meira en að flagga regnbogafánanum og mæta á Gleiðigönguna. Fögnum fjölbreytileikanum með því að bjóða alla velkomna í samfélagið og berjumst saman fyrir því að öll fái rými til þess að lifa sínu rétta sjálfi.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun