Gildistaka nýju laganna hefur lítil áhrif á milligjöld Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 1. ágúst 2019 08:00 Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitors. Fréttablaðið/Stefán Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undanfarin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að áhrifin séu að langmestu leyti komin fram. „Markaðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrirtækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum samanburði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af kortafærslum en jafnframt boðið kaupmönnum lægri þóknanir í staðinn.“ Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira
Ný lög um milligjöld munu hafa lítil áhrif þegar þau taka gildi í byrjun september enda hafa væntingar um setningu laganna endurspeglast í samningum við kaupmenn undanfarin ár. Þetta segir forstjóri Valitor í samtali við Fréttablaðið. Alþingi samþykkti í vor frumvarp til laga um milligjöld sem kveður á um að hámörk leggist á milligjöld sem nemi 0,2 prósentum af fjárhæð greiðslu með debetkorti og 0,3 prósentum með kreditkorti. Lögin taka gildi 1. september en nú standa hámörkin í 0,2 prósentum og 0,6 prósentum. Í mati ráðuneytisins kom fram að lækkun kostnaðar gæti numið allt að 1,15 milljörðum króna ef lækkunin skilaði sér að fullu til neytenda. Viðar Þorkelsson, forstjóri Valitor, segir að áhrifin séu að langmestu leyti komin fram. „Markaðurinn vænti þess að það yrði lækkun árið 2016 en síðan urðu tíð stjórnarskipti og afgreiðsla málsins dróst í takt við það. Í okkar tilfelli hafa samningar við kaupmenn endurspeglað væntingar um þessa lækkun,“ segir Viðar. „Afkoma kortafyrirtækja hefur ekki verið góð á síðustu árum, meðal annars vegna þess að fyrirtækin aðlöguðu sig væntingum um lækkun gjaldanna miklu fyrr en nú er að verða,“ segir Viðar og tekur fram að viðskiptakjörin á Íslandi séu afar góð í alþjóðlegum samanburði. Á móti lækkun milligjalda hafa komið ýmsar kostnaðarhækkanir, meðal annars vegna breyttrar samsetningar þeirra korta sem notuð eru hér á landi. „Síðan hefur áhrif að stýrivextir eru að lækka. Það er vegna þess að hér á landi tíðkast mánaðarleg kortauppgjör þannig að færsluhirðar hafa getað fengið fjármagnstekjur af kortafærslum en jafnframt boðið kaupmönnum lægri þóknanir í staðinn.“
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent Lögreglustjórinn: Segir pabbabrandara, elskar krimmasögur og segir húmor vanmetinn Atvinnulíf Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Sjá meira