Finnst könnunin ekki pappírsins virði Benedikt Bóas skrifar 1. ágúst 2019 11:00 ÍTF gagnrýnir hvernig könnunin var framkvæmd. Hér eru ungir leikmenn að krossa við. MYND/LEIKMANNASAMTÖK ÍSLANDS Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. Morgunblaðið fékk skýrsluna í hendurnar og birti frétt á þriðjudag sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt vísað til þess að þrír leikmenn sögðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni. Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Víkings og formanni ÍTF, finnst margt vera að könnuninni, ekki aðeins launatölurnar. Hann segir hana ekkert vera slæma sem slíka, hún sé jú gerð um allan heim, heldur aðallega hvernig hún sé unnin. Bunka af könnunarblöðum hafi verið hent inn í búningsklefa eftir æfingu og leikmenn afgreitt þetta jafnvel saman í einhverju gríni – eins og launatölurnar sýni. „Það birtist mynd af ungum strákum gera könnunina á heimasíðu samtakanna. Framkvæmdin var ekki nógu góð og allt í einu eru komnar launa-tölur sem eru úr takti við allt sem er í gangi. Það á ekkert að senda svona frá sér án skoðunar. Könnunin sem slík er gerð alls staðar í heiminum en samtökin hér verða að læra að framkvæma hana.“ Töluverð umræða skapaðist u m könnunina á samfélagsmiðlum eftir frétt Morgunblaðsins og bent á að það væri ekki endilega Leikmanna-samtökunum að kenna að fótbolta-strákar gætu ekki hagað sér eins og menn. „Það þarf að vera ákveðin aðferðafræði í svona könnunum. Gera mönnum grein fyrir hvað sé verið að gera þannig að þetta fari ekki í svona bull.“ Haraldur efast um að félögin muni taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali bara um Víking, sem er mitt félag, þá myndi leikmaður aldrei verða ósáttur við sjúkraþjálfara eins og kemur fram í könnuninni án þess að ég vissi af því. Þá væri búið að grípa í taumana. Við tökum þessa könnun ekki til okkar, hvernig hún var framkvæmd og hvað kemur út úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir alla könnunina og hún er varla pappírsins virði. Samtökin sem slík eru góð og gild eins og alls staðar annars staðar en þau þurfa að temja sér betri vinnubrögð. Þau eru komin til að vera en það hjálpar ekkert að taka næstu skref að setja svona fram.“ Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Íslenskur toppfótbolti, Hagsmunasamtök félaga í efstu deildum fótboltans, sendi frá sér yfirlýsingu í kjölfar könnunar sem Leikmannasamtök Íslands gerðu meðal leikmanna þar sem launatölur voru harðlega gagnrýndar. Morgunblaðið fékk skýrsluna í hendurnar og birti frétt á þriðjudag sem aðrir fjölmiðlar eltu. Var yfirleitt vísað til þess að þrír leikmenn sögðust vera með meira en 3,6 milljónir á mánuði, eftir skatt. „Það er algerlega ábyrgðarlaust af hálfu Leikmannasamtaka Íslands að birta slíka fjarstæðu án athugasemda eða fyrirvara og gerir umrædda könnun í heild algerlega marklausa,“ stóð meðal annars í yfirlýsingunni. Haraldi Haraldssyni, framkvæmdastjóra knattspyrnudeildar Víkings og formanni ÍTF, finnst margt vera að könnuninni, ekki aðeins launatölurnar. Hann segir hana ekkert vera slæma sem slíka, hún sé jú gerð um allan heim, heldur aðallega hvernig hún sé unnin. Bunka af könnunarblöðum hafi verið hent inn í búningsklefa eftir æfingu og leikmenn afgreitt þetta jafnvel saman í einhverju gríni – eins og launatölurnar sýni. „Það birtist mynd af ungum strákum gera könnunina á heimasíðu samtakanna. Framkvæmdin var ekki nógu góð og allt í einu eru komnar launa-tölur sem eru úr takti við allt sem er í gangi. Það á ekkert að senda svona frá sér án skoðunar. Könnunin sem slík er gerð alls staðar í heiminum en samtökin hér verða að læra að framkvæma hana.“ Töluverð umræða skapaðist u m könnunina á samfélagsmiðlum eftir frétt Morgunblaðsins og bent á að það væri ekki endilega Leikmanna-samtökunum að kenna að fótbolta-strákar gætu ekki hagað sér eins og menn. „Það þarf að vera ákveðin aðferðafræði í svona könnunum. Gera mönnum grein fyrir hvað sé verið að gera þannig að þetta fari ekki í svona bull.“ Haraldur efast um að félögin muni taka þessa könnun til sín. „Svo ég tali bara um Víking, sem er mitt félag, þá myndi leikmaður aldrei verða ósáttur við sjúkraþjálfara eins og kemur fram í könnuninni án þess að ég vissi af því. Þá væri búið að grípa í taumana. Við tökum þessa könnun ekki til okkar, hvernig hún var framkvæmd og hvað kemur út úr henni. Launaliðurinn gjaldfellir alla könnunina og hún er varla pappírsins virði. Samtökin sem slík eru góð og gild eins og alls staðar annars staðar en þau þurfa að temja sér betri vinnubrögð. Þau eru komin til að vera en það hjálpar ekkert að taka næstu skref að setja svona fram.“
Birtist í Fréttablaðinu Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30 Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30 Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Enski boltinn Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Fleiri fréttir FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Sjá meira
Fá vel greitt fyrir að spila fótbolta Samkvæmt nýrri könnun Leikmannasamtaka Íslands fá 10 leikmenn um og yfir milljón á mánuði fyrir að spila fótbolta hér á landi. Þó er víða pottur brotinn og samtökin fá reglulega símtöl frá leikmönnum sem hafa ekki fengið greidd laun á réttum tíma. 31. júlí 2019 10:30
Þrír leikmenn í íslenska boltanum með meira en 3,6 milljónir í laun á mánuði Knattspyrnumenn á Íslandi eru alltaf að fá meira og meira borgað fyrir "áhugamennsku“ sína og Pepsi Max deild karla er á góðri leið með að verða atvinnumannadeild. 30. júlí 2019 08:30