Amman sem er alltaf úti að leika Elín Albertsdóttir skrifar 9. ágúst 2019 17:00 Laufey fór til Nepal síðastliðið haust og stefnið þangað aftur á næsta ári. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Laufey G. Sigurðardóttir tækniteiknari sér landið með allt öðrum augum en flestir aðrir. Hún hefur gengið um það þvert og endilangt enda hefur útivist og náttúran heillað hana. Laufey fer að auki í sjósund nær daglega.Laufey G. Sigurðardóttir er engin venjuleg kona. Hún hefur tvisvar gengið yfir landið og eyðir mestum frítíma sínum á fjöllum.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLILaufey lætur sér ekki duga að ganga yfir Ísland, hún heimsótti Nepal síðastliðið haust og gekk upp í grunnbúðir Everest. Stefnan er sett á aðra slíka ferð á næsta ári. Þá hefur hún gengið um fjöll á Korsíku, Ítalíu og Spáni.Góður félagsskapur Laufey segist ekki hafa stundað íþróttir þegar hún var yngri en náttúran og útivistin hafi alltaf skipt miklu máli hjá henni. „Svo er sjósundið nýjasta áhugamálið,“ segir hún. „ Á einni viku er ég búin að synda 5 km. Ég syndi í Nauthólsvík, yfir Fossvoginn og til baka. Einnig hef ég ásamt nokkrum öðrum sundgörpum synt við Gróttu, Guðlaugu á Akranesi og á Reykjanesi. Þetta er einstaklega skemmtilegur félagsskapur og við getum spjallað um heima og geima,“ segir hún. „Mér líður mjög vel eftir sundið, það minnkar bólgur í líkamanum og er sérlega hressandi. Þótt ég hafi alla tíð verið útivistarkona hef ég aukið göngurnar eftir því sem ég eldist. Fjöllin laða mig að sér eins og sjórinn. Svo er einstaklega notalegt að vera úti undir beru lofti.Hér er Laufey á Hengilssvæðinu og virðir fyrir sér landslagið. Það er gott að njóta náttúrunnar og hún hefur góð áhrif á líðan manns. Einnig finnst mér fólk sem gengur með mér sérstaklega jákvætt og gefandi á allan hátt. Á löngum göngum yfir landið þarf fólk að standa saman og það myndast mjög skemmtilegur andi í ferðunum. Ég fer með gönguhópum en oftast með vinum, en ég geng líka ein á fjöll,“ segir hún.Í Nepal. Laufey stendur á fjallinu Goyko Ri (5.357 m) og horfir niður á þorpið við Goyko-vatn. Everest í skýjunum lengst til vinstri. Skriðjökullinn Ngozumpa hefur gert þessa ruðninga þar sem þorpið stendur.Tvisvar gengið yfir landið Laufey gekk yfir landið 2013-2015 frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. „Árið 2016 fór ganga af stað sem nefnist Horn í Horn en báðar þessar göngur eru á vegum Útivistar. Seinni gangan hófst austan við Hornafjörð og endaði á Hornbjargi fyrir vestan. Sú ganga kláraðist fyrir mánuði. Það voru ansi töff níu dagar í allt, þar af fimm dagar með allt á bakinu,“ segir hún. „Það getur verið erfitt að fara upp og niður fjöllin með mikinn þunga á bakinu. Þetta hafðist þó með reglulegri hvíld á leiðinni. Við sváfum í tjöldum utan eina nótt,“ útskýrir hún og bætir við að henni finnist best að ganga á millistífum gönguskóm sem halda vel um ökklana. „Á Korsíku gengum við 180 kílómetra upp og niður fjöllin og mér fannst best að ganga í millistífum skóm.“Á hálendinu. Þessi mynd sýnir vel auðnina á þessum slóðum.Næsta ferð skipulögð Laufey segir að sig langi til að ganga á Grænlandi og að sú ferð verði einhvern tíma farin. Nepal er þó næst á dagskrá. „Við ætlum að ganga á öðrum stað í Nepal heldur en í síðustu ferð. Þetta svæði var lokað en var opnað fyrir erlendum ferðamönnum árið 1997. Í fyrra fórum við aðra leið en flestir gera, gengum að vatni sem heitir Gokyo Lake. Við þurftum að fara upp skarð sem er í 5.420 metra hæð til að komast á hina hefðbundnu leið upp að grunnbúðum Everest. Hópurinn tók því smá vinstri beygju. Landslagið á þessum slóðum var stórkostlegt og ferðin ógleymanleg. Maður var varla lentur hér heima þegar byrjað var að plana næstu ferð.“Norður af Snæfelli milli Grábergshnjúka og Nálhúsahnjúka.Laufey segir að þótt fjöllin í Nepal hafi verið ómótstæðileg sé miðhálendi Íslands ekki síðra. Það sé eitt uppáhaldssvæðið hennar. „Maður sér alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð. Veðrið er líka svo breytilegt og maður upplifir náttúruna í mismunandi blæbrigðum. Ég finn alltaf eitthvað skemmtilegt að skoða á leiðinni og ljósmynda. Svæðið í kringum Trölladyngju er líka mjög áhugavert og gaman að ganga þar. Trölladyngja er í Ódáðahrauni en þar sér maður margar myndir í landslaginu. Einnig get ég nefnt Vonarskarð á miðhálendinu. Mjög fallegt þar. Lónsöræfin eru sömuleiðis stórkostlegt svæði,“ segir Laufey sem ætlar þó að vera heima um verslunarmannahelgina. „Ég skelli mér bara í sjóinn. Ætli megi ekki segja að ég sé upptekin amma, alltaf úti að leika mér. Mér leiðist heldur aldrei.“ Það má skoða myndir Laufeyjar á https://www.flickr.com/photos/laufey_gs/albums Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Sjósund Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira
Laufey G. Sigurðardóttir tækniteiknari sér landið með allt öðrum augum en flestir aðrir. Hún hefur gengið um það þvert og endilangt enda hefur útivist og náttúran heillað hana. Laufey fer að auki í sjósund nær daglega.Laufey G. Sigurðardóttir er engin venjuleg kona. Hún hefur tvisvar gengið yfir landið og eyðir mestum frítíma sínum á fjöllum.FRÉTTABLAÐIÐ/VALLILaufey lætur sér ekki duga að ganga yfir Ísland, hún heimsótti Nepal síðastliðið haust og gekk upp í grunnbúðir Everest. Stefnan er sett á aðra slíka ferð á næsta ári. Þá hefur hún gengið um fjöll á Korsíku, Ítalíu og Spáni.Góður félagsskapur Laufey segist ekki hafa stundað íþróttir þegar hún var yngri en náttúran og útivistin hafi alltaf skipt miklu máli hjá henni. „Svo er sjósundið nýjasta áhugamálið,“ segir hún. „ Á einni viku er ég búin að synda 5 km. Ég syndi í Nauthólsvík, yfir Fossvoginn og til baka. Einnig hef ég ásamt nokkrum öðrum sundgörpum synt við Gróttu, Guðlaugu á Akranesi og á Reykjanesi. Þetta er einstaklega skemmtilegur félagsskapur og við getum spjallað um heima og geima,“ segir hún. „Mér líður mjög vel eftir sundið, það minnkar bólgur í líkamanum og er sérlega hressandi. Þótt ég hafi alla tíð verið útivistarkona hef ég aukið göngurnar eftir því sem ég eldist. Fjöllin laða mig að sér eins og sjórinn. Svo er einstaklega notalegt að vera úti undir beru lofti.Hér er Laufey á Hengilssvæðinu og virðir fyrir sér landslagið. Það er gott að njóta náttúrunnar og hún hefur góð áhrif á líðan manns. Einnig finnst mér fólk sem gengur með mér sérstaklega jákvætt og gefandi á allan hátt. Á löngum göngum yfir landið þarf fólk að standa saman og það myndast mjög skemmtilegur andi í ferðunum. Ég fer með gönguhópum en oftast með vinum, en ég geng líka ein á fjöll,“ segir hún.Í Nepal. Laufey stendur á fjallinu Goyko Ri (5.357 m) og horfir niður á þorpið við Goyko-vatn. Everest í skýjunum lengst til vinstri. Skriðjökullinn Ngozumpa hefur gert þessa ruðninga þar sem þorpið stendur.Tvisvar gengið yfir landið Laufey gekk yfir landið 2013-2015 frá Reykjanestá að Fonti á Langanesi. „Árið 2016 fór ganga af stað sem nefnist Horn í Horn en báðar þessar göngur eru á vegum Útivistar. Seinni gangan hófst austan við Hornafjörð og endaði á Hornbjargi fyrir vestan. Sú ganga kláraðist fyrir mánuði. Það voru ansi töff níu dagar í allt, þar af fimm dagar með allt á bakinu,“ segir hún. „Það getur verið erfitt að fara upp og niður fjöllin með mikinn þunga á bakinu. Þetta hafðist þó með reglulegri hvíld á leiðinni. Við sváfum í tjöldum utan eina nótt,“ útskýrir hún og bætir við að henni finnist best að ganga á millistífum gönguskóm sem halda vel um ökklana. „Á Korsíku gengum við 180 kílómetra upp og niður fjöllin og mér fannst best að ganga í millistífum skóm.“Á hálendinu. Þessi mynd sýnir vel auðnina á þessum slóðum.Næsta ferð skipulögð Laufey segir að sig langi til að ganga á Grænlandi og að sú ferð verði einhvern tíma farin. Nepal er þó næst á dagskrá. „Við ætlum að ganga á öðrum stað í Nepal heldur en í síðustu ferð. Þetta svæði var lokað en var opnað fyrir erlendum ferðamönnum árið 1997. Í fyrra fórum við aðra leið en flestir gera, gengum að vatni sem heitir Gokyo Lake. Við þurftum að fara upp skarð sem er í 5.420 metra hæð til að komast á hina hefðbundnu leið upp að grunnbúðum Everest. Hópurinn tók því smá vinstri beygju. Landslagið á þessum slóðum var stórkostlegt og ferðin ógleymanleg. Maður var varla lentur hér heima þegar byrjað var að plana næstu ferð.“Norður af Snæfelli milli Grábergshnjúka og Nálhúsahnjúka.Laufey segir að þótt fjöllin í Nepal hafi verið ómótstæðileg sé miðhálendi Íslands ekki síðra. Það sé eitt uppáhaldssvæðið hennar. „Maður sér alltaf eitthvað nýtt í hverri ferð. Veðrið er líka svo breytilegt og maður upplifir náttúruna í mismunandi blæbrigðum. Ég finn alltaf eitthvað skemmtilegt að skoða á leiðinni og ljósmynda. Svæðið í kringum Trölladyngju er líka mjög áhugavert og gaman að ganga þar. Trölladyngja er í Ódáðahrauni en þar sér maður margar myndir í landslaginu. Einnig get ég nefnt Vonarskarð á miðhálendinu. Mjög fallegt þar. Lónsöræfin eru sömuleiðis stórkostlegt svæði,“ segir Laufey sem ætlar þó að vera heima um verslunarmannahelgina. „Ég skelli mér bara í sjóinn. Ætli megi ekki segja að ég sé upptekin amma, alltaf úti að leika mér. Mér leiðist heldur aldrei.“ Það má skoða myndir Laufeyjar á https://www.flickr.com/photos/laufey_gs/albums
Birtist í Fréttablaðinu Heilsa Sjósund Mest lesið Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Lífið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Lífið Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Lífið Superstore-leikari látinn Lífið Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Lífið Fleiri fréttir Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Sjá meira