Konur í Sádi-Arabíu geta ferðast án leyfis karlmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 09:56 Sádi arabískar konur faðmast. getty/Saqib Majeed Sádi arabískar konur hafa nú leyfi til að ferðast utan landsteinana án leyfis fylgdarmanns. Þessi breyting kemur eftir að konungleg tilskipun var gefin út í vikunni. Með innleiðingu þessara nýju reglna, sem voru tilkynntar í morgun, fá konur sem eru 21 árs og eldri leyfi til að sækja um vegabréf án þess að fá leyfi frá karlkyns „verndara.“ Þetta er stórt skref í baráttu kvenna fyrir jafnrétti í ríkinu. Konur fá einnig leyfi til að skrá barnsburð, hjónaband og skilnað. Reglubreytingin er svar við ítrekuðum tilraunum kvenna til að flýja ríkið á síðustu misserum.Sádi arabísk kona sýnir ökuskírteinið sitt.getty/Saqib MajeedKonungsríkið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir það hversu lítilla réttinda konur njóta en undanfarið hefur leiðtogi þess, krónprinsinn Mohammed Bin Salman, aukið réttindi kvenna. Akstursbanni kvenna var til dæmis lyft á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta hafa kvenréttindakonur verið handteknar í stórum stíl og nokkrar þeirra hafa farið fyrir dóm.Umsjónarmenn kvenna Hingað til hafa konur þurft að fá leyfi frá eiginmönnum, feðrum og öðrum karlkyns ættingjum til að sækja um ný vegabréf eða yfirgefa landið. Með þessum nýju reglum geta allir sem hafa náð 21 ára aldri sótt um nýtt vegabréf. Nú geta konur líka skráð fæðingu barna, hjónabönd og skilnaði. Konur munu einnig geta sótt frekar út á vinnumarkað en nýju lögin segja að allir hafi rétt til þess að vinna án þess að þeim sé mismunað vegna kyns, aldurs eða fötlunar. Sádi-Arabía Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira
Sádi arabískar konur hafa nú leyfi til að ferðast utan landsteinana án leyfis fylgdarmanns. Þessi breyting kemur eftir að konungleg tilskipun var gefin út í vikunni. Með innleiðingu þessara nýju reglna, sem voru tilkynntar í morgun, fá konur sem eru 21 árs og eldri leyfi til að sækja um vegabréf án þess að fá leyfi frá karlkyns „verndara.“ Þetta er stórt skref í baráttu kvenna fyrir jafnrétti í ríkinu. Konur fá einnig leyfi til að skrá barnsburð, hjónaband og skilnað. Reglubreytingin er svar við ítrekuðum tilraunum kvenna til að flýja ríkið á síðustu misserum.Sádi arabísk kona sýnir ökuskírteinið sitt.getty/Saqib MajeedKonungsríkið hefur lengi verið gagnrýnt fyrir það hversu lítilla réttinda konur njóta en undanfarið hefur leiðtogi þess, krónprinsinn Mohammed Bin Salman, aukið réttindi kvenna. Akstursbanni kvenna var til dæmis lyft á síðasta ári. Þrátt fyrir þetta hafa kvenréttindakonur verið handteknar í stórum stíl og nokkrar þeirra hafa farið fyrir dóm.Umsjónarmenn kvenna Hingað til hafa konur þurft að fá leyfi frá eiginmönnum, feðrum og öðrum karlkyns ættingjum til að sækja um ný vegabréf eða yfirgefa landið. Með þessum nýju reglum geta allir sem hafa náð 21 ára aldri sótt um nýtt vegabréf. Nú geta konur líka skráð fæðingu barna, hjónabönd og skilnaði. Konur munu einnig geta sótt frekar út á vinnumarkað en nýju lögin segja að allir hafi rétt til þess að vinna án þess að þeim sé mismunað vegna kyns, aldurs eða fötlunar.
Sádi-Arabía Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Fleiri fréttir Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Sjá meira