Tveggja stafa lækkun Icelandair Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 10:02 Uppgjör síðasta ársfjórðungs virðist leggjast illa í markaðinn. Vísir/vilhelm Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu. Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Sjá meira
Það sem af er morgni hefur verð hlutabréfa í Icelandair Group lækkað um rúm 11,6 prósent. Verð hvers bréfs er nú um 8,2 krónur, en við lokun markaða í gær var virði þeirra 9,28 krónur á hlut. Viðskipti dagsins nema um 46 milljónum króna. Ætla má að lækkunina megi rekja til ársfjórðungsuppgjörs Icelandair sem opinberað var eftir lokun markaða í gær. Það bar með sér að félagið hafi tapað jafnvirði rúmlega 5 milljörðum króna á öðrum fjórðungi ársins. Þrátt fyrir það jukust heildartekjur félagsins um eitt prósent milli ára og voru að jafnvirði 49,8 milljarðar króna. Ljóst var að kyrrsetning Boeing 737 MAX 8-þotanna myndi setja svip á uppgjörið. Líklega hafa fá flugfélög orðið jafn hlutfallslega illa úti vegna kyrrsetningarinnar eins og Icelandair, sem hafði þrjár slíkar vélar í flota sínum. Þar að auki hafði félagið fyrirhugað kaup á 13 öðrum 737 MAX-þotum. Icelandair og Boeing hafa átt í viðræðum um bótagreiðslu vegna kyrrsetningarinnar. Bogi Niels Bogason, forstjóri Icelandair Group, sagði á kynningu ársfjórðungsuppgjörsins í morgun að markmið félagsins er að fá „allt“ tjón vegna kyrrsetningarinnar bætt. Icelandair áætlar að vélarnar verði ekki í rekstri í október en ekkert sé þó fast í hendi í þessum málum. Icelandair hefur þegar gefið út að áætlaður kostnaður vegna kyrrsetningar hafi numið um 6 milljörðum króna.Hér má nálgast kynningu Icelandair á ársfjórðungsuppgjörinu.
Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30 Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15 Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Mango opnar í Smáralind Mikil eftirvænting á Hellu fyrir opnun Bæjarins bestu „Væntingar um hraðari lækkun vaxta hafi aukist“ Högnuðust um rúma tvo milljarða Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Sjá meira
Ekki öruggt að stéttarfélögin samþykki frekari undanþágur Hvorki formaður Flugfreyjufélags Íslands né formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna geta svarað því hvort frekari undanþágur verði veittar frá kjarasamningum, en hinn síðarnefndi telur það erfitt. Icelandair vill leigja vélar með er 27. júlí 2019 07:30
Fimm milljarða tap Icelandair Icelandair Group tapaði rúmlega 40,8 milljónum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 5 milljarða króna, á öðrum fjórðungi ársins. 2. ágúst 2019 07:15
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47