Innlent

Valgarð Briem látinn

Birgir Olgeirsson skrifar
Valgarð Briem þegar tímamótanna var minnst í fyrra.
Valgarð Briem þegar tímamótanna var minnst í fyrra. Fréttablaðið
Valgarð Briem hæstaréttarlögmaður lést á Landspítalanum 31. júlí síðastliðinn , 94 ára að aldri. Valgarð lætur eftir sig eiginkonu, Bentu Margrét Jónsdóttir Briem, og þrjá uppkomna syni.

Hann var lögfræðingur Bæjarútgerðar Reykjavíkur á árunum 1951 til 1959 og jafnframt framkvæmdastjóri umferðarnefndar Reykjavíkur 1955 til 1959. Hann var forstjóri innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar á árunum 1959 til 1966 en hann rak síðan lögmannsskrifstofu í Reykjavík á árunum 1966 til 1996.

Valgarð átti sæti í starfshópnum sem vann að breytingum á umferðarreglum þegar ákveðið var að skipta yfir í hægri umferð á Íslandi fyrir 51 ári. Bíllinn sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein á sínum tíma var notaður til að minnast þess að 50 ár voru liðin frá breytingunni í fyrra. Valgarð ók bílnum árið 1968 sem fór fyrstur frá vinstri yfir á hægri akrein og gerði það einnig þegar tímamótanna var minnsti í fyrra.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×