„Algjörlega óhugsandi“ að Icelandair fái ekki bætur frá Boeing Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 2. ágúst 2019 11:21 Bogi Nils Bogason er forstjóri Icelandair Group. FBL/Stefán Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. Tjónið gæti numið meira en 17 milljörðum króna í lok árs, þegar allt er tekið saman. Eðli máls samkvæmt hafi slíkt áfallt sett svip á rekstur félagsins, ýmis jákvæð teikn séu þó á lofti og engar fjölmennar uppsagnir eru á teikniborðinu. Heildartap Icelandair á fyrstu sex mánuðum ársins eru um 11 milljarðar króna. Aðspurður um hvort þessi rekstrarniðurstaða sé vonbrigði segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Bæði og. Það eru miklar árstíðasveiflur í okkar rekstri og við gerum alltaf ráð fyrir því að tapa talsverðum fjármunum á fyrsta ársfjórðungi. Það gerðist í ár eins og yfirleitt og ekkert óeðlilegt við það,“ segir Bogi. Fyrsti ársfjórðungur hafi þannig nokkurn veginn verið „á áætlun hjá okkur,“ eins og Bogi orðar það. „Hvað varðar annan fjórðung þá erum við í okkar grunnstarfsemi að gera mun betur en í fyrra, sem er mjög ánægjulegt, en síðan verðum við fyrir höggi vegna MAX-vélunum. Að þær séu kyrrsettar með svo skömmum fyrirvara, rétt fyrir okkar háönn þar sem þær hefðu verið 25 prósent af flotanum okkar í sumar.“ Það hafi eðli máls samkvæmt mikil áhrif á félagið, jafnt á tekju- og kostnaðarhlið. „En að öðru leyti er reksturinn að ganga betur en á síðasta ári sem er ánægjulegt. Það eru því bæði góð tíðindi í uppgjörinu og svo áhrif MAX-vélanna, sem eru vonbrigði og í raun áfall,“ segir Bogi.Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars.Vísir/vilhelmTjón Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna nam um 6 milljörðum á öðrum ársfjórðungi - „og mun meira þegar við lítum á árið í heild,“ að sögn Boga. Tjónið gæti numið allt að 17 milljörðum króna út október, þegar vonir standa til að kyrrsetningunni verði aflétt. Hann útilokar ekki að tjónið kunni þó að vera enn hærra, þegar fleiri þættir verða teknir inn í myndina. Því muni félagið sækja bætur til Boeing og hefur flugvélaframleiðandinn gert ráð fyrir háum bótagreiðslum til viðskiptavina sinna vegna málsins. Viðræðurnar eru hafnar og gerir Bogi sér vonir um að Icelandair muni hafa erindi sem erfiði. „Við teljum algjörlega óhugsandi að við fáum ekki bætur vegna þessa tjóns okkar. Nákvæmlega hvernig eða hversu mikið á auðvitað eftir að koma í ljós, það eru samningar að fara í gang. Okkar markmið er skýrt: Það er að fá allt tjón bætt,“ segir Bogi.Framtíð félagsins björt Aðspurður um hvort þessi rekstarniðurstaða kalli á frekari hagræðingu svarar Bogi á almennum nótum. Félagið stefni alltaf á sem hagkvæmastan rekstur en „í dag erum við ekki með neinar stórar uppsagnir á teikniborðinu.“ Gengi bréfa Icelandair Group hefur lækkað nokkuð skarpt í morgun eftir að uppgjör síðasta fjórðungs var opinberað í gærkvöld. Bogi segir að í jafn dýnamískum geira og flugrekstri sé ekki óeðlilegt að slíkar sveiflur á hlutabréfaverði eigi sér stað. Framtíð félagsins sé engu að síður björt. Þannig sé jákvætt hvernig Icelandair hefur tekið að fjölga farþegum á milli ára, rúmlega 30 prósent fjölgun farþega til landsins og þakkar Bogi því sveigjanlegu leiðakerfi. Þegar breytingar verði á markaðsaðstæðum geti félagið brugðist skjótt við. Þannig hafi Icelandair lagt aukna áherslu á flug til og frá landinu, í stað flugsins yfir Atlantshafið. Þessi áhersla verði ráðandi á næstunni og því megi búast við frekari fjölgun farþega til landsins, á kostnað farþeganna sem stoppa í Keflavík á leið sinni yfir hafið. Þetta, segir Bogi, verði vonandi íslenskri ferðaþjónustu til heilla. Bogi segir þrátt fyrir fall WOW air sé enn mikil samkeppni í þessum geira, Icelandair sé að keppa við 25 félög sem fljúga til og frá landinu. Því sé erfitt að spá fyrir um þróun flugfargjalda, ekki síst vegna ýmissa annarra ytri þátta. Nefnir Bogi í því samhengi veðrið. Gott veður á suðvesturhorninu í ár hafi dregið úr þörf Íslendinga á að sækja sólina til útlanda, sem hefur þannig dregið úr eftirspurn Íslendinga eftir flugferðum. Ekki sé þó útilokað að fargjöld í vetur verði hærri en þau voru yfir vetrarmánuði síðasta árs. Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 „Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur í efnahagslífinu á þessu ári nokkru betri en greiningar- og fjármálastofnanir hér á landi. Þá hafi fall WOW air ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir. Prófessor í hagfræði segir að matsfyrirtækið spái miklu frekar stöðnun í efnahagslífinu en niðursveiflu. Einnig sé gert ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. 31. júlí 2019 19:00 Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Forstjóri Icelandair Group segir félagið stefna á að fá allt tjón vegna kyrrsetningar Boeing 737 MAX-vélanna bætt frá flugvélaframleiðandanum. Tjónið gæti numið meira en 17 milljörðum króna í lok árs, þegar allt er tekið saman. Eðli máls samkvæmt hafi slíkt áfallt sett svip á rekstur félagsins, ýmis jákvæð teikn séu þó á lofti og engar fjölmennar uppsagnir eru á teikniborðinu. Heildartap Icelandair á fyrstu sex mánuðum ársins eru um 11 milljarðar króna. Aðspurður um hvort þessi rekstrarniðurstaða sé vonbrigði segir Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Bæði og. Það eru miklar árstíðasveiflur í okkar rekstri og við gerum alltaf ráð fyrir því að tapa talsverðum fjármunum á fyrsta ársfjórðungi. Það gerðist í ár eins og yfirleitt og ekkert óeðlilegt við það,“ segir Bogi. Fyrsti ársfjórðungur hafi þannig nokkurn veginn verið „á áætlun hjá okkur,“ eins og Bogi orðar það. „Hvað varðar annan fjórðung þá erum við í okkar grunnstarfsemi að gera mun betur en í fyrra, sem er mjög ánægjulegt, en síðan verðum við fyrir höggi vegna MAX-vélunum. Að þær séu kyrrsettar með svo skömmum fyrirvara, rétt fyrir okkar háönn þar sem þær hefðu verið 25 prósent af flotanum okkar í sumar.“ Það hafi eðli máls samkvæmt mikil áhrif á félagið, jafnt á tekju- og kostnaðarhlið. „En að öðru leyti er reksturinn að ganga betur en á síðasta ári sem er ánægjulegt. Það eru því bæði góð tíðindi í uppgjörinu og svo áhrif MAX-vélanna, sem eru vonbrigði og í raun áfall,“ segir Bogi.Ein af Boeing 737 MAX 8-þotum Icelandair, en kyrrsetning vélanna hefur sett strik í reikning félagsins frá því í mars.Vísir/vilhelmTjón Icelandair vegna kyrrsetningar MAX-vélanna nam um 6 milljörðum á öðrum ársfjórðungi - „og mun meira þegar við lítum á árið í heild,“ að sögn Boga. Tjónið gæti numið allt að 17 milljörðum króna út október, þegar vonir standa til að kyrrsetningunni verði aflétt. Hann útilokar ekki að tjónið kunni þó að vera enn hærra, þegar fleiri þættir verða teknir inn í myndina. Því muni félagið sækja bætur til Boeing og hefur flugvélaframleiðandinn gert ráð fyrir háum bótagreiðslum til viðskiptavina sinna vegna málsins. Viðræðurnar eru hafnar og gerir Bogi sér vonir um að Icelandair muni hafa erindi sem erfiði. „Við teljum algjörlega óhugsandi að við fáum ekki bætur vegna þessa tjóns okkar. Nákvæmlega hvernig eða hversu mikið á auðvitað eftir að koma í ljós, það eru samningar að fara í gang. Okkar markmið er skýrt: Það er að fá allt tjón bætt,“ segir Bogi.Framtíð félagsins björt Aðspurður um hvort þessi rekstarniðurstaða kalli á frekari hagræðingu svarar Bogi á almennum nótum. Félagið stefni alltaf á sem hagkvæmastan rekstur en „í dag erum við ekki með neinar stórar uppsagnir á teikniborðinu.“ Gengi bréfa Icelandair Group hefur lækkað nokkuð skarpt í morgun eftir að uppgjör síðasta fjórðungs var opinberað í gærkvöld. Bogi segir að í jafn dýnamískum geira og flugrekstri sé ekki óeðlilegt að slíkar sveiflur á hlutabréfaverði eigi sér stað. Framtíð félagsins sé engu að síður björt. Þannig sé jákvætt hvernig Icelandair hefur tekið að fjölga farþegum á milli ára, rúmlega 30 prósent fjölgun farþega til landsins og þakkar Bogi því sveigjanlegu leiðakerfi. Þegar breytingar verði á markaðsaðstæðum geti félagið brugðist skjótt við. Þannig hafi Icelandair lagt aukna áherslu á flug til og frá landinu, í stað flugsins yfir Atlantshafið. Þessi áhersla verði ráðandi á næstunni og því megi búast við frekari fjölgun farþega til landsins, á kostnað farþeganna sem stoppa í Keflavík á leið sinni yfir hafið. Þetta, segir Bogi, verði vonandi íslenskri ferðaþjónustu til heilla. Bogi segir þrátt fyrir fall WOW air sé enn mikil samkeppni í þessum geira, Icelandair sé að keppa við 25 félög sem fljúga til og frá landinu. Því sé erfitt að spá fyrir um þróun flugfargjalda, ekki síst vegna ýmissa annarra ytri þátta. Nefnir Bogi í því samhengi veðrið. Gott veður á suðvesturhorninu í ár hafi dregið úr þörf Íslendinga á að sækja sólina til útlanda, sem hefur þannig dregið úr eftirspurn Íslendinga eftir flugferðum. Ekki sé þó útilokað að fargjöld í vetur verði hærri en þau voru yfir vetrarmánuði síðasta árs.
Boeing Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47 „Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur í efnahagslífinu á þessu ári nokkru betri en greiningar- og fjármálastofnanir hér á landi. Þá hafi fall WOW air ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir. Prófessor í hagfræði segir að matsfyrirtækið spái miklu frekar stöðnun í efnahagslífinu en niðursveiflu. Einnig sé gert ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. 31. júlí 2019 19:00 Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Viðræður standa yfir milli Icelandair og Boeing um bótaupphæð Flugvélaframleiðandinn Boeing ætlar að greiða 4,9 milljarða Bandaríkjadala í bætur til flugfélaga sem orðið hafa fyrir fjárhagslegu tjóni vegna kyrrsetningar 737 Max-þotanna. 19. júlí 2019 13:47
„Höfum kannski verið flink í að koma áföllum yfir á útlendinga“ Matsfyrirtækið Fitch Ratings telur horfur í efnahagslífinu á þessu ári nokkru betri en greiningar- og fjármálastofnanir hér á landi. Þá hafi fall WOW air ekki haft afgerandi áhrif á fjármálastofnanir. Prófessor í hagfræði segir að matsfyrirtækið spái miklu frekar stöðnun í efnahagslífinu en niðursveiflu. Einnig sé gert ráð fyrir hagvexti strax á næsta ári. 31. júlí 2019 19:00
Icelandair tapaði 4,2 milljörðum á öðrum ársfjórðungi Flugfélagið Icelandair tapaði 4,2 milljörðum króna á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgjöri félagsins fyrir fjórðunginn sem kynnt var í kvöld. Tap félagsins eftir skatta og fjármagnsliði er 2,9 milljarðar. Forstjóri Icelandair Group segir kyrrsetningu MAX-vélanna hafa haft gríðarleg áhrif á afkomu og rekstur félagsins. 1. ágúst 2019 19:15