Neytendasamtökin skoða milljónagreiðslur eldri borgara Birgir Olgeirsson skrifar 2. ágúst 2019 15:30 Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna. Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega. Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Neytendasamtökin skoða nú skilyrði sem Félag eldri borgara hefur sett kaupendum nýrra íbúða í Reykjavík. Hefur félagið krafið kaupendur um milljónir í aukagreiðslu fyrir íbúðirnar vegna þess að kostnaður við byggingu íbúðanna fór langt fram úr áætlun. Er það sett sem skilyrði fyrir afhendingu íbúðanna þó svo að undirritaður kaupsamningur sé í gildi, annað hvort greiði kaupendur milljóna aukagreiðslu eða fallið verður frá kaupunum. Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir í samtali við Vísi að erindi hafi borist vegna málsins inn á borð samtakanna rétt fyrir hádegi og málið farið nú í skoðun. Upphaflega nam byggingarkostnaður þessarar íbúða, sem eru 68 talsins, 3,8 milljörðum en kostnaður fór hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun en varaformaður Félags eldri borgara sagði við Vísi fyrr í dag að tafir á afhendingu lóðarinnar frá Reykjavíkurborg ásamt breytingum og lagfæringu á byggingunni hafi dregið afhendingu íbúðanna um eina níu mánuði. Á sama tímabili hækkaði byggingarvísitalan og jókst fjármagnskostnaður. Varaformaðurinn sagði við Vísi að það hafi alltaf staðið til að selja íbúðirnar á kostnaðarverði og enginn annar en kaupendurnir sem geta tekið við hallanum. Breki Karlsson segir Neytendasamtökin undirbúa fyrirspurn til Félags eldri borgara. Fyrirliggjandi eru undirritaðir kaupsamningar og þó söluaðilinn verði fyrri búsifjum ætti kaupandinn ekki að bera það tjón. „Félag eldri borgara ætti að borga tafargjöld ef eitthvað er. Það er svona mitt mat við fyrstu sýn. En vonandi leysum við þetta í frið og spekt. Það hljóta að liggja einhverjar eðlilegar skýringar á bak við þetta. En við fyrsta yfirlit virðast þessar kröfur frá Félagi eldri borgara ekki standast,“ segir Breki en hann hvetur kaupendur þessara íbúða til að hafa samband við samtökin vegna málsins. Varaformaður félagsins sagði við Vísi fyrr í dag að aukakostnaðurinn við byggingu þessara íbúða muni leggjast á íbúðirnar 68 en það fari eftir stærð þeirra hversu há greiðslan verður. Ef miðað er við að kostnaðurinn hafi farið hátt í fjögur hundruð milljónir fram úr áætlun má gera ráð fyrir að sex milljónir að meðaltali leggist á hverja íbúð aukalega.
Húsnæðismál Reykjavík Tengdar fréttir Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Vilja milljóna aukagreiðslu frá eldri borgurum vegna nýrra íbúða í Breiðholti Framkvæmdir við nýjar íbúðir í Árskógum fóru hátt í 400 milljónir fram úr áætlun. 2. ágúst 2019 13:40