R. Kelly hafnar ásökunum um mansal og barnaníð Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. ágúst 2019 18:44 Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Vísir/getty R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum. Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Sjá meira
R&B tónlistarmaðurinn R. Kelly, réttu nafni Robert Kelly, neitaði í dag að hafa gerst sekur um mansal þegar hann var leiddur fyrir dómara í New York í dag. Kelly er gert að sök að hafa tælt til sín konur og jafnvel ungar stúlkur og brotið á þeim kynferðislega og selt þær mansali. Í hátt í tvo áratugi hafa konur, ein af annarri, stigið fram með ásakanir á hendur Kelly og borið hann þungum sökum. Heimildarmyndin Surviving R. Kelly sem kem út í byrjun árs vakti bæði undrun og hneykslan en í henni saka nokkrar konur R. Kelly um gróft kynferðislegt ofbeldi. Nokkrar þeirra sem bjuggu á heimili hans í Chicago segja að Kelly hafi drottnað yfir þeim sem leiðtogi í eins konar sértrúarsöfnuði. Þær hafi neyðst til þess að stunda með honum kynlíf og þurft að kalla hann „pabba“. Þá þurftu þær að biðja hann leyfi fyrir hversdagslegustu hlutum á borð við að fá að nota salernið. Dómsmálið í New York tengist fimm konum sem allar saka Kelly um glæpsamlegt athæfi en þar af eru þrjár sem eru undir lögaldri. Fjögur ríki í Bandaríkjunum eru nefnd í ákæruskjalinu; Illinois, Connecticut, California og New York. Kelly er gefið að sök að hafa kerfisbundið tælt ungar konur til að stunda með honum kynlíf og selt þær öðrum í vændi. Hann er einnig ákærður fyrir vörslu og framleiðslu myndefnis sem Kelly misnota stúlkur undir lögaldri. Í aðdraganda fyrirtöku málsins er hann sagður hafa varið háum fjárhæðum í að reyna að komast aftur yfir umrætt myndefni til að stöðva dreifingu þess. Elizabeth Geddes, saksóknari í New York, varaði dómara við því að heimila að Kelly yrði látinn laus gegn tryggingu því hann hefði brotið af sér árið 2002 þegar hann var látinn laus gegn tryggingu. Auk mansalsákærunnar bíða tuttugu konur þess að mál þeirra gegn söngvaranum verði tekið fyrir í dómskerfinu. Hann hefur staðfastlega neitað sök í öllum málum.
Bandaríkin Mál R. Kelly MeToo Tengdar fréttir R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14 Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11 Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30 R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12 Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Sprungin dekk og ónýtar felgur Innlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Fleiri fréttir Ítrekar að honum er alvara um Kanada Forsetinn segir af sér Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Sjá meira
R Kelly segist saklaus Tónlistarmaðurinn R Kelly mætti fyrir dóm í morgun þar sem hann neitaði sök í öllum ákæruliðum en meðal þeirra eru 11 kynferðisbrotaákærur. Ef hann er fundinn sekur gæti hann átt yfir höfði sér 30 ára fangelsisvist. 7. júní 2019 12:14
Handtökuskipun vegna kynferðisbrota gefin út gegn R. Kelly Saksóknarar í Illinois hafa gefið út ákæru í tíu liðum vegna alvarlegra kynferðisbrota gegn unglingsstúlkum. 22. febrúar 2019 19:11
Tárvotur R Kelly þvertekur fyrir að hafa beitt konur ofbeldi: „Þetta er ekki ég“ Tónlistarmaðurinn í viðtali við CBS News. 6. mars 2019 11:30
R. Kelly handtekinn vegna mansals Lögreglumenn frá New York og fulltrúa heimavarnaráðuneytisins eru sagðir hafa tekið söngvarann höndum í nótt. 12. júlí 2019 07:12
Myndbandsupptaka sögð sýna R Kelly brjóta á ólögráða stúlkum Ekki hefur verið staðfest að Kelly sé maðurinn á upptökunni. 10. mars 2019 21:20