Fólk nýti aðra daga en frídaginn til innkaupa Sighvatur@frettabladid.is skrifar 3. ágúst 2019 09:00 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR FBL/Sigtryggur Ari „Ég hef verið að beina því til fólks að nýta aðra daga til að gera til dæmis stórinnkaup og versla. Eftirspurnin eftir því að fyrirtæki hafi opið á þessum tíma verði þannig að á endanum borgi það sig ekki. Það er hægt að skipuleggja sig eins og við gerðum hérna á árum áður þegar var lokað um helgar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að fjöldi verslana hafi opið á frídegi verslunarmanna. Hann segir sem betur fer mjög algengt að verslanir hafi lokað á þessum degi. „Ég hrósa þeim fyrirtækjum sem taka þátt í því að halda í þessar hefðir. Við erum ekki að banna fólki að vinna heldur viljum við almennt minnka álag á fólk.“ Afar misjafnt er milli verslana hvernig afgreiðslutíma um helgina er háttað. Til að mynda eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, fyrir utan kvikmyndahúsin, lokaðar bæði á sunnudag og mánudag. Það sama gildir um IKEA og Húsasmiðjuna. Verslanir Bónuss og Byko eru lokaðar á mánudag sem og flestar sérverslanir í miðbænum. Hins vegar eru allar verslanir Krónunnar opnar sem og verslanir Hagkaupa, aðrar en í Kringlunni og Smáralind. Þá eru 11 af 17 verslunum Nettó opnar. Ragnar Þór segir að því miður hafi það færst í vöxt að fyrirtæki nýti sér daga eins og 1. maí og frídag verslunarmanna til að auglýsa sértilboð. „Þar hafa ýmis fyrirtæki verið áberandi og boðið upp á afslætti sem eru nánast mánaðarlega hvort sem er. Þau eru að gera meira úr því á þeim dögum sem við erum að reyna að þétta raðirnar. Þetta er mjög dapurleg þróun.“ Hann segir VR reyna að halda félagsmönnum sínum vel upplýstum um réttindi sín þegar kemur að svona frídögum. „Við setjum upplýsingar inn á vefinn okkar og á Facebook. Þar ítrekum við þau réttindi sem félagsmenn eiga. Það er ekki vinnuskylda og það á að greiða aukalega fyrir þessa daga.“ Sem betur fer séu félagsmenn nú upplýstari um réttindi sín en áður og þá sérstaklega unga fólkið. Það hafi orðið ákveðin vitundarvakning með aukinni umræðu um verkalýðshreyfinguna og sterkari rödd stéttarfélaganna. „En þetta er þrotlaus vinna. Við erum til dæmis með kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum þar sem við kynnum unga fólkinu, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, réttindi sín. Um leið og við förum að slaka á fer þetta í sama farið aftur held ég og þessi vakning hverfur.“ Sjálfur segist Ragnar Þór ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkja í bústað til pabba síns. „Þetta snýst um það að vera innan um fjölskylduna og njóta þess að vera til. Slaka aðeins á fyrir komandi átök.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira
„Ég hef verið að beina því til fólks að nýta aðra daga til að gera til dæmis stórinnkaup og versla. Eftirspurnin eftir því að fyrirtæki hafi opið á þessum tíma verði þannig að á endanum borgi það sig ekki. Það er hægt að skipuleggja sig eins og við gerðum hérna á árum áður þegar var lokað um helgar,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um þá staðreynd að fjöldi verslana hafi opið á frídegi verslunarmanna. Hann segir sem betur fer mjög algengt að verslanir hafi lokað á þessum degi. „Ég hrósa þeim fyrirtækjum sem taka þátt í því að halda í þessar hefðir. Við erum ekki að banna fólki að vinna heldur viljum við almennt minnka álag á fólk.“ Afar misjafnt er milli verslana hvernig afgreiðslutíma um helgina er háttað. Til að mynda eru verslanir í Kringlunni og Smáralind, fyrir utan kvikmyndahúsin, lokaðar bæði á sunnudag og mánudag. Það sama gildir um IKEA og Húsasmiðjuna. Verslanir Bónuss og Byko eru lokaðar á mánudag sem og flestar sérverslanir í miðbænum. Hins vegar eru allar verslanir Krónunnar opnar sem og verslanir Hagkaupa, aðrar en í Kringlunni og Smáralind. Þá eru 11 af 17 verslunum Nettó opnar. Ragnar Þór segir að því miður hafi það færst í vöxt að fyrirtæki nýti sér daga eins og 1. maí og frídag verslunarmanna til að auglýsa sértilboð. „Þar hafa ýmis fyrirtæki verið áberandi og boðið upp á afslætti sem eru nánast mánaðarlega hvort sem er. Þau eru að gera meira úr því á þeim dögum sem við erum að reyna að þétta raðirnar. Þetta er mjög dapurleg þróun.“ Hann segir VR reyna að halda félagsmönnum sínum vel upplýstum um réttindi sín þegar kemur að svona frídögum. „Við setjum upplýsingar inn á vefinn okkar og á Facebook. Þar ítrekum við þau réttindi sem félagsmenn eiga. Það er ekki vinnuskylda og það á að greiða aukalega fyrir þessa daga.“ Sem betur fer séu félagsmenn nú upplýstari um réttindi sín en áður og þá sérstaklega unga fólkið. Það hafi orðið ákveðin vitundarvakning með aukinni umræðu um verkalýðshreyfinguna og sterkari rödd stéttarfélaganna. „En þetta er þrotlaus vinna. Við erum til dæmis með kynningar í grunnskólum og framhaldsskólum þar sem við kynnum unga fólkinu, sem er að stíga sín fyrstu skref á vinnumarkaði, réttindi sín. Um leið og við förum að slaka á fer þetta í sama farið aftur held ég og þessi vakning hverfur.“ Sjálfur segist Ragnar Þór ætla að njóta helgarinnar með fjölskyldunni og kíkja í bústað til pabba síns. „Þetta snýst um það að vera innan um fjölskylduna og njóta þess að vera til. Slaka aðeins á fyrir komandi átök.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Mest lesið Dæmi um kolranga áætlun Skattsins Neytendur Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heiðar kjörinn stjórnarformaður Íslandsbanka Stækka aðrennslisgöng Sultartangastöðvar Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Sjá meira