Gunnar leitaði til sálfræðings eftir „blackout-ið“ Birgir Olgeirsson skrifar 4. ágúst 2019 12:37 Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi. Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, leitaði til sálfræðings eftir að Klaustur-málið kom upp. Frá þessu greindi Gunnar Bragi í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagðist hafa gert það til að komast að því hvað hefði gerst þegar hann fór í svokallað „blackout“ umrætt kvöld þegar ummælin á Klaustur bar voru látin falla.Í janúar síðastliðnum mætti Gunnar Bragi í sjónvarpsþáttinn 21 á Hringbraut þar sem hann hélt því fram að hann hefði fallið í algjört óminni um leið og hann kom inn á Klaustur. Minnisleysið hafi varað í einn og hálfan sólarhring eftir heimsóknina á barinn. „„Það sem situr einna verst í mér eftir þetta kvöld er í fyrsta lagi það að muna ekki neitt frá því að ég kem inn á barinn og einum og hálfum sólarhring eftir. Það er algjört „blackout“. Algjört minnisleysi. Ég hvorki veit hvað ég gerði, ég þurfti að hlusta á upptökurnar, ég týndi fötunum mínum þessa nótt. Það er algjört „blackout“. Það hefur ekki komið fyrir mig áður. Þannig að ég velti því fyrir mér hvað í fjandanum gengur á þarna,“ segir Gunnar Bragi í þættinum. Í Sprengisandi í morgun gerði Gunnar Bragi upp það ferli sem tók við hjá honum eftir að Klaustur-málið hafði staðið sem hæst. Hann sagðist hafa rætt við sitt nánast fólk, fjölskyldu og samstarfsfólk, þar sem honum varð ljóst að hann hafði valdið þeim miklum vonbrigðum. Gunnar fékk þó að heyra frá sínu nánast fólki að það vissi að þetta væri ekki sá sem hann er í raun og veru og hann yrði að biðjast afsökunar á ummælum sínum. „Ég fór til sálfræðings í þó nokkurn tíma til að reyna að komast að því hvað þarna var að gerast. Það var ákveðið „blackout“ sem þarna varð eins og frægt er orðið,“ sagði Gunnar Bragi í Sprengisandi.Sjá einnig: Segir 36 stunda „blackout“ Gunnars Braga geta bent til heilabilunar Hann sagðist þurfa að vinna sér inn traust hjá þeim sem eru hans nánast samstarfsfólk, traust þarf hann ekki frá Samfylkingunni heldur kjósendum Miðflokksins. Kristján Kristjánsson, stjórnandi Sprengisands, spurði Gunnar hvort hann hefði einhvern tímann íhugað að hætta á Alþingi eftir að málið kom upp. Gunnar Bragi viðurkenndi að hann hefði efast um tíma hvort hann ætti að snúa aftur og velt því fyrir sér hvort hann ætti að vera lengur í leyfi. Alþingi sé vinnustaður þar sem andrúmsloftið sé ekkert sérstaklega skemmtilegt, burtséð frá Klausturmálinu, og var það ákveðin áskorun fyrir hann að fara aftur á þing eftir leyfi.
Alþingi Miðflokkurinn Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Afsökunarbeiðnirnar standa enn þó tónninn sé orðinn grimmari Gunnar Bragi fór um víðan völl í viðtali um Klausturmálið. 4. ágúst 2019 12:08