Fékk aðstoð og fór úr kulnun í kraft Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 19:03 Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út. Talið er að ríflega einn af hverjum tíu starfandi einstaklingum upplifi kulnun hér á landi en heildarrannsókn hefur ekki verið gerð á algengi þess. Margir sem finna fyrir slíkum einkennum fara í Virk en um sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem fara í endurhæfingu ná sér aftur á strik. Anna Classen er þrjátíu og þriggja ára danskennari og hefur alltaf haft mörg járn í eldinum. Í desember í fyrra var hún í tveimur störfum og tók að sér fjölda verkefna þegar eitthvað gaf sig. „Rosaleg þreyta, minnisleysi, ég var uppgefin og hafði ekki löngun til að gera neitt. Það er svo óþægilegt því manni langaði að njóta lífsins en hafði ekki löngun í neitt. Og svo eru ýmis andleg áföll sem komu í gegnum tíðina sem fóru að leita á mig. Ef maður dílar ekki við þau þá safnast þau upp og þá „krassaru“,“ segir Anna Hún lýsir sér sem hefðbundinni íslenskri konu og segir að hún eigi góða að en hún hafi líka fengið góða aðstoð hjá Virk og til Hugarafli. Hún tók ráðleggingum sérfræðingana eins og að minnka vinnuna og passaði upp á svefninn og hefur sjaldan verið á eins góðum stað. „Maður þarf að passa sig að vera ekki alltaf með notification á eða vera alltaf í símanum, maður þarf að leggja hann frá sér,“ segir Anna. Anna segir hinsvegar ýmislegt jákvætt koma út úr þessu. „Það er hægt að byggja sig upp úr svona veikindum þannig að maður fari úr kulnun í kraft,“ segir hún. Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira
Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út. Talið er að ríflega einn af hverjum tíu starfandi einstaklingum upplifi kulnun hér á landi en heildarrannsókn hefur ekki verið gerð á algengi þess. Margir sem finna fyrir slíkum einkennum fara í Virk en um sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem fara í endurhæfingu ná sér aftur á strik. Anna Classen er þrjátíu og þriggja ára danskennari og hefur alltaf haft mörg járn í eldinum. Í desember í fyrra var hún í tveimur störfum og tók að sér fjölda verkefna þegar eitthvað gaf sig. „Rosaleg þreyta, minnisleysi, ég var uppgefin og hafði ekki löngun til að gera neitt. Það er svo óþægilegt því manni langaði að njóta lífsins en hafði ekki löngun í neitt. Og svo eru ýmis andleg áföll sem komu í gegnum tíðina sem fóru að leita á mig. Ef maður dílar ekki við þau þá safnast þau upp og þá „krassaru“,“ segir Anna Hún lýsir sér sem hefðbundinni íslenskri konu og segir að hún eigi góða að en hún hafi líka fengið góða aðstoð hjá Virk og til Hugarafli. Hún tók ráðleggingum sérfræðingana eins og að minnka vinnuna og passaði upp á svefninn og hefur sjaldan verið á eins góðum stað. „Maður þarf að passa sig að vera ekki alltaf með notification á eða vera alltaf í símanum, maður þarf að leggja hann frá sér,“ segir Anna. Anna segir hinsvegar ýmislegt jákvætt koma út úr þessu. „Það er hægt að byggja sig upp úr svona veikindum þannig að maður fari úr kulnun í kraft,“ segir hún.
Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að fara að gera eitthvað meira heldur en að tala“ Neyðaraðstoð í gíslingu, óvænt ákvörðun og ærandi spenna Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Slæmur frágangur akkerisins olli slysinu Níðingarnir treysta á skömmina í kynlífskúgunarmálum Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Gæsluvarðhaldsfangar dúsa í einangrun vegna plássleysis Þau sóttu um þrjú embætti skólameistara á Norðurlandi Haraldur Jóhannsson er látinn Ráðin í starf verkefnastjóra í atvinnuvegaráðuneytinu Fyrsta mastrið í Suðurnesjalínu 2 risið Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Sjá meira